Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1977, Blaðsíða 202
192
Nýtingarhlutfall:
Skipulagsnefnd álítur að ákvæði um nýtingarhlutfall verði einungis
notuð til viðmiðunar og séu látin gilda fyrir hverja lóð á skipulags-
svæðinu. Skipulagsyfirvöldum sé heimilt að hækka þetta nýtingarhlutfall,
ef um sameiningu á lóðum er að ræða eða meiri háttar uppbyggingu, sem
stuðlar að bættu umhverfi að mati skipulagsyfirvalda, einnig ef um er
að ræða að byggt sé upp í skörð og ef rótgróin fyrirtæki æskja stækkunar
á svæðinu. Einnig getur nýting íbúðabygginga á framkvæmdarsvæðinu hækkað
um allt að l,o, ef um er að ræða þinglýsta kvöð um þá notkun.
Hámarkshæð bygginga:
I aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-1983 var ákveðin hámarkshæð bygginga
á tilteknum svæðum. Jafnframt var talið æskilegt að borgin hefði skipulegt
yfirbragð; að byggt væri upp í skörð í húsaröðum; að ekki sköpuðust eyður
vegna bifreiðastæða, þar sem byggð er samfelld; og að háhýsi væru einungis
staðsett í samræmi við vel mótaðar skipulagshugmyndir.
Á tilteknum svæðum var heimilað að byggja 3-5 hæða byggingar, auk þriggja
nýrra háhýsa við Aðalstræti. Að öðru leyti var ekki ætlast til, að leyfð
væru hærri hús en 1-2 hæðir í miðbæjarhverfum.
Skipulagsnefnd telur, að innan ramma aðalskipulagsins þurfi ætxð að taka
sérstaka afstöðu til forms og útlits hverrar einstakrar fyrirhugaðrar
þyggingar í gömlum borgarhverfum.
Lagt er því til, að áfram verði fylgt þeirri stefnu, sem mörkuð var í
aðalskipulaginu, um að æskilegt sé að byggja upp í skörð í húsaröðum
og koma í veg fyrir eyður vegna bifreiðastæða. Einnig er talið mikilvægt,
að nýbyggingum verði hagað þannig, að þær varpi ekki skugga á fjölfarin
göngusvæði í miðbænum, þar sem nú nýtur sólar. Þetta er einkum mikilvægt,
þar sem skjól er fyrir norðlægum vindáttum. Á athugunarsvæðinu eru risþök
eða inndregnar efstu hæðir bygginga ríkjandi, og er álitið æskilegt að
halda þessum sérkennum. Tillögur um húsahæðir ber því að túlka þannig,
að efsta hæðin, af þeim hæðafjölda, sem skilgreindur er, sé ávallt