Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1977, Blaðsíða 191
181
ENDURSKOÐUN AÐALSKIPULAGS REYKJAVlKUR
Aðalskipulag Reykjavíkur var staðfest 3. júlí 1967 og skyldi það
gilda til ársins 1983. Gert er ráð fyrir endurskoðun aðalskipulags
á fimm ára fresti og var Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar sett á
stofn árið 1971 til þess að annast þetta verkefni. I samþykkt um
Skipulagsnefnd Reykjavíkur, er henni markað eftirfarandi starfssvið:
"Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar hefur með höndum endurskoðun aðal-
skipulags Reykjavíkur svo og athugun á deiliskipulagstillögum, er
lagðar verða fyrir Skipulagsnefnd, eftir því sem Skipulagsnefnd telur
nauðsynlegt. Stofnunin lætur fram fara könnun á forsendum aðal-
skipulagsins, er staðfest var 3. júlí 1967 og þróun einstakra þátta
þess. 1 framhaldi af þeirri könnun gerir hún tillögu til Skipulags-
nefndar og borgarráðs um breytingar, sem rétt þykir að gera, svo og
um aðalskipulag svæðis, sem nauðsynlegt verður að auka við til útfærslu
byggðar, samkvæmt reglugerð nr. 217/1966. Haft skal samráð við
sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eftir því sem efni standa til".
Um flesta þætti endurskoðunar aðalskipulags hefur verið höfð samvinna
við ýmsa ráðgefandi aðila, og hafa þeir í sumum tilfellum unnið sérstök
verkefni undir stjórn og eftirliti Þróunarstofnunar Reykjavíkurborgar.
Þar má nefna: Anders Nyvig A/S., Umferðamál, Hagvangur h.f. Félags-
kerfi/verzlun, Teiknistofan Garðastræti 17, eldri hverfi, Helgi
Sigvaldason, verkfr. st. Tölvuvinnsla.
Við endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur er tekið mið af þeim aðstæðum,
sem fyrir hendi eru, svo skipulag umhverfis falli sem best að þeirri
starfsemi, sem fram fer á viðkomandi stað. Þá er leitast við að sjá
fyrir þær breytingar, sem líklegar mega teljast, og nýtt skipulag byggt
á þeim forsendum. Árangur endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur liggur
nú fyrir og hefur hlotið samþykkt í Skipulagsnefnd, borgarráði, borgarstjórn
og verið lögð fyrir skipulagsstjórn ríkisins.