Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1977, Blaðsíða 142
132
3. Auk þess að reikna verðbótavísitölu skv. 1. lið á þriggja
mánaða fresti skal Kauplagsnefnd áætla, hver hún hefði orðið
í byrjun þeirra mánaða, sem hún er ekki reiknuð samkvæmt
beinni verðupptöku.
4. Auk verðbóta skv. lið 1. og 2. hér að framan, skal frá og með
1. desember 1977 greiða sérstakan verðbótaauka fyrir hvert
þriggja mánaða tímabil, þannig að reiknuð er sú meðalverðbóta-
vísitala (með tveimur aukastöfum), sem gilt hefði á næstliðnu
þriggja mánaða tímabili, ef greiddar hefðu verið mánaðarlegar
verðbætur eftir á með mánaðartöf frá 1. september 1977 að telja.
Við þessa útreikninga skal fara eftir áætlunum Kauplagsnefndar
um mánaðarlega verðbótavísitölu. Fyrir hvert stig, sem þessi
reiknaðar meðalverðbótavísitala fyrir mánuðina september,
október og nóvember 1977 er meira en 1 stigi hærri en verðbóta-
vísitalan, sem í gildi var á þessu þriggja mánaða tímabili,
skal greiða 930 krónur í verðbótaauka á mánaðarlaun á þriggja
mánaða tímabili, (verðbótaauki greiðist hlutfallslega á hluta
úr stigi) sem hefst 1. desember 1977. Verðbótaauki þessi fylgir
að öðru leyti sömu reglum og verðbætur skv. 1. og 2. lið.
Frá og með 1. marz 1978 skal greiða verðbótaauka sem prósentu
af kaupi, sbr. 2. lið, þannig að hafi reiknuð verðbótavísitala
á næstliðnu þriggja mánaða tímaþili reynzt meira en 1% hærri en
verðbótavísitalan, sem þá var í gildi, skal greiða verðbótaauka
sem svarar því, sem umfram er á næsta þriggja mánaða tímabili.
Verðbótaauki er tímabundinn og fellur niður að loknu hverju
þriggja mánaða tímabili, en þá tekur nýr verðþótaauki við, ef
tilefni gefst.
5. Meðan verðlagsbætur eru greiddar sem krónutala skulu þær ekki
valda hækkun á reiknitöíum hvetjandi launakerfa, heldur greiðast
sem uppbót á unna klukkustund samkvæmt tímaskýrslum. Frá og með
1. marz 1978 skulu grunntölur hvetjandi launakerfa taka sömu
hlutfallsbreytingum og kaup vegna verðlagsbóta.
Ofangreindar reglur um verðlagsbætur skulu einnig gilda þegar um
er að ræða kaup, sem byggt er upp sem hlutfall af lægri taxta.