Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Side 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Side 45
2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 43 Mörg kannast eflaust við hjúkrunar- fræðinginn Elísabetu Herdísar Brynjarsdóttur því þrátt fyrir ungan aldur hefur hún látið gott af sér leiða í málefnum heimilislausra og jaðarsettra hópa ásamt því að hafa verið virk í stúdentapólitíkinni. Þessi fyrrverandi verkefnastýra Frú Ragnheiðar hlaut viðurkenningu JCI sem Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2020. Tveimur árum áður varð hún fyrsti hjúkrunarfræðineminn til að gegna embætti formanns Stúdentaráðs við Háskóla Íslands og var einnig stofnmeðlimur Hugrúnar sem er geðfræðslufélag sem var stofnað árið 2016 af nemum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði. Eftir útskrift úr hjúkrunarfræði árið 2017 hóf hún störf sem verkefnastýra Frú Ragnheiðar en áður hafði hún sinnt þar sjálfboðaliðastörfum auk þess að vinna á krabbameinsdeild Landspítalans. Mannréttindi og heilbrigði jarðar Í dag brennur Elísabet fyrir mannréttindum og hnattrænni heilsu og hefur nýlokið meistaranámi í forystu og stefnumótun þar sem áhersla var á heilbrigði jarðar eða planetary health. „Þetta málefni þarfnast sameiginlegs átaks margra aðila því það er ótrúlega margt sem hægt er að gera. Við sjáum lækna stíga fram með félag lækna gegn umhverfisvá núna í janúar og hjúkrunarfræðingar finnst mér eiga að vera með fagdeild undir hjúkrunarfélaginu sem býr til vettvang fyrir hjúkrunarfræðinga,“ segir Elísabet sem starfar í dag við mengunar- og umhverfiseftirlit hjá Heilbrigðiseftirlitinu. Þar vinnur hún með öðrum sérfræðingum og hver og einn gegnir þar mikilvægu hlutverki. „Í starfinu hjá Heilbrigðiseftirlitinu er ég að vinna með líffræðingum, matvælafræðingum og næringarfræðingum og þau eru með innsýn í gögn sem ég held að myndi styðja við lýðheilsurannsóknir. Þau eru að taka sýni úr lækjum, menguðum jarðvegi og starfa við þá nálgun Viðtal Elísabet á toppi Stawamus Chief í Kanada. að búa til heilnæmt umhverfi, sem fyrir mér er bara lýðheilsa. Svo komum við inn, hjúkrunarfræðingarnir, með okkar nálgun. Við erum kannski með tölfræði og gögn líka en við erum með annars konar sýn og getum líka verið með eigindlegar rannsóknir og tekið viðtöl við einstaklinga sem búa á menguðum svæðum og komið með öðruvísi mynd á þetta. Ég held að boltarnir séu farnir að rúlla og við erum farin að tengja þetta við okkar stétt,“ útskýrir Elísabet. Hjúkrunarfræðingar með rödd sem verður að hljóma hærra „Þetta málefni, heilbrigði jarðar, krefst þess að maður átti sig á að þetta stendur ekki og fellur með hjúkrunarfræðingum en að því sögðu hafa hjúkrunarfræðingar rödd sem verður að koma sterkar inn á Íslandi út af sérstöðu okkar í lýðheilsumálum. Við erum bæði með forvarnarhlutverk og erum einnig að hugsa um fólk, ójöfnuð, réttindi fólks og aðgengi að þjónustu og velferð. Þannig að þar slær hjartað mitt, í þessum mannréttindavinkli í umhverfismálum; hvernig slæmt umhverfi hefur áhrif á einstaklinga og hvernig ójöfnuður spilar enn stærra hlutverk í þessu.“ Heildræn sýn í stærra samhengi Þurfum við sem hjúkrunarfræðingar þá eitthvað að breyta því hvernig við hugsum um þessi mál? „Ég veit að hjúkrunarfræðingar eru með þetta í kjarnanum sínum. Það þarf kannski bara að skerpa sýnina og tengja hana betur við þessa málaflokka. Fyrir mér þá tengdi ég svo sterkt við í þessa heildrænu nálgun í náminum mínu og fyrir mér birtist sú hugmyndafræði sem ákveðin félagshyggja, þú ert íbúi í samfélagi og hluti af heild. Þegar þú ert svo með sjúkling þá horfirðu ekki bara á greininguna heldur heildina og þess vegna er þetta til staðar hjá hjúkrunarfræðingum. Þegar við horfum á einstaklinginn heildrænt þá sjáum við fjölskyldu, hvernig hann nálgast þjónustu, fjárhagsstöðu hans, trúarbrögð og menningu en ég held að við getum líka tekið inn í myndina ákveðna umhverfisþætti og t.d. velt fyrir okkur við hvað einstaklingurinn vinnur. Dæmi um þetta er þegar ég var að vinna á krabbameinsdeildinni þá sáum við oft steinlungu, en þá hafði fólk kannski verið að anda sér steinryki í mörg ár í iðnaðarstarfi og þá tengist það umhverfismálum og vinnuréttindum. Þar hafa hjúkrunarfræðingar ótrúlega mikilvægt málsvarshlutverk; að tryggja að vinnuaðstæður séu ekki heilsuspillandi eða umhverfið sé þannig að það sé ekki svifryk eða steinryk í iðnaði sem fólk er að anda að sér. Þetta er málefni þar sem er auðvelt að fara út fyrir sviðið sitt en það er líka svo auðvelt finnst mér að kjarna sig í hjúkruninni, sem er bara þessi virðing fyrir lífinu, mannslífi og heildræn nálgun.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.