Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Síða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Síða 48
46 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 99. árg. 2023 Félagsstörf og fyrirmyndir Mannréttindi og jöfnuður eru Elísabetu hugleikin og telur hún það að einhverju leyti komið frá fjölskyldu hennar en hún er ættuð frá Neskaupsstað þaðan sem föðurafi hennar flutti ungur til Reykjavíkur til að fá smiðspróf. Þar kynntist hann ömmu Elísabetar og settust þau að í Árbænum. Móðurætt Elísabetar er úr Hafnarfirði, móðurafi hennar var læknir en langafi hennar var einnig læknir og stofnaði Sankti Jósepsspítala. Móðir Elísabetar er hjúkrunarfræðingur og starfaði lengi við krabbameinshjúkrun. Elísabet ólst upp í Garðabænum, fór í MR og svo hjúkrun en hefur einnig starfað á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Neskaupstað. Í dag býr hún með maka sínum ásamt tveimur köttum í Hafnarfirði. Hún hefur að eigin sögn ótrúlega gaman af sjálfboðaliðastörfum og félagsstörfum og finnst það gefa sér mikið. „Ég tók þátt í að stofna Hugrúnu sem er geðfræðslufélag þegar ég var í náminu, fór svo í stúdentapólitík í háskólanum og var formaður stúdentaráðs og er núna í dag í Rótinni sem er félag fyrir konur með vímuefnavanda og rekur Konukot meðal annars,“ segir Elísabet og bætir við að það komi sterkt frá uppeldinu að taka þátt í samfélaginu. Móðurafi og langafi Elísabetar höfðu mikil áhrif á hana og hvernig hún hugsar. „Þeir tveir voru stólpar í Hafnarfirði. Afi minn tekur á móti mér annan í jólum klukkan hálffjögur um nótt og hann deyr sex árum seinna annan í jólum klukkan hálffjögur um nótt. Mér líður alltaf eins og hann styðji við bakið á mér. Ég er ekki að reyna að fylla í hans skó en sögurnar sem ég heyri af honum eru bara góðar. Hann fór í útköll um miðjar nætur og sinnti fátækum án þess að rukka fyrir. Þessar sögur og okkar tenging hefur klárlega mótað mig einhvern veginn.“ Aldrei yfir neitt hafin Hverjar eru helstu fyrirmyndirnar þínar í hjúkrun? „Ég er með margar og fjölbreyttar fyrirmyndir þar. Þórdís Katrín var leiðbeinandinn minn í BS-verkefninu og er prófessor í bráðahjúkrun. Hún er ótrúlegur hjúkrunarfræðingur, styðjandi og frábær mentor og kveikti áhuga minn á rannsóknum og þannig störfum líka. Hún hjálpaði mér að sjá gagnsemina í því og hvernig þetta getur styrkt hjúkrunarstörfin og skilað sér út í bætta þjónustu til skjólstæðinga. Helga Sif Friðjónsdóttir, sem stofnaði Frú Ragnheiði, hefur átt óeigingjarnt starf í að vera minn mentor án launa í mörg ár. Hún er alltaf til staðar og gerir þetta fyrir marga veit ég. Einhvern tíma sagði hún mér að hún brennur fyrir því að styrkja hjúkrun sem fagstétt og það að vera mentor og vera fólki innan handar sé hluti af því hjá henni. Hún hefur verið mér bæði fyrirmynd og áhrifvaldur. Mamma mín, Herdís Jónasdóttir, sem er hjúkrunarfræðingur, hefur unnið í meira en 30 ár sem krabbameinshjúkrunarfræðingur en er núna komin í skólahjúkrun úti á landi. Sterkasti lærdómurinn sem hún hefur kennt mér, þeir eru samt margir, og eitt af því sem ég hef alltaf í huga er að ég er aldrei of góð fyrir neitt þannig að ég veigra mér ekki við að fara í nein störf. Það skiptir ekki máli hvað það er, innan hjúkrunar eru engin störf sem eru mér óviðkomandi. Ég er ekki yfir neitt hafin og það sama gildir utan hjúkrunar, óháð menntun og stöðu og öll reynsla nýtist manni til góðs. Þetta er einfaldur lærdómur sem hún miðlaði til mín en ótrúlega mikilvægur.“ Útivist, ferðalög og kettir Hvað gerir þú fyrir þig sjálfa, til að endurnæra þig og hvílast? „Göngutúrar eru minn tími og það góða við þá er að maður getur nánast farið í þá hvar sem er, maður velur bara hversu erfiða maður vill hafa þá. Það hefur alltaf loðað við mig að fara út úr borg, vera ekki með síma á mér og ekki hægt að ná í mig. Ég hef reglulega tekið daga á Snæfellsnesi, annaðhvort í góðra vina hópi eða ein. Ég hef líka verið mjög dugleg að ferðast. Einu sinni kynntist ég skjólstæðingi sem hafði verið að spara allt sitt líf en greinist svo með ólæknandi sjúkdóm 64 ára gamall og hann sagði að maður ætti ekki að bíða, ef maður hefði tækifæri þá ætti maður að stökkva til. Svo eru það dýrin. Ég hef alltaf átt dýr – þessi skilyrðislausa ást þeirra. Það er það sem ég geri fyrir sjálfa mig að eyða tíma með köttunum mínum,“ segir Elísabet, hlær og bætir við: „Það krúttlegasta sem ég veit er að fylgjast með þeim úti að sleikja blóm og steina. Svo er það auðvitað samvera með mínum nánustu sem skiptir miklu máli.“ Viðtal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.