Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Síða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Síða 52
50 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2 . tbl. 99. árg. 2023 að meta almenna hjúkrun og tala um hana á öllum stigum heilbrigðiskerfisins. Við þurfum að sýna fram á mikilvægi undirstöðuatriðanna, viðurkenna það og láta í okkur heyra. Svo þarf að rannsaka það. Þetta eru tólin sem við höfum til að breyta hjúkrunarfræði frá því að vera samtal um vöntun og vonleysi yfir í bjartsýni og vöxt,“ segir Kitson. Tónn hjúkrunarfræðinganna breyttist tilfinnanlega í Oxford- yfirlýsingu samtakanna sem gefin var út í fyrra. „Það má kalla þetta réttláta reiði, þess vegna hét yfirlýsingin „Ekki fleiri hetjur“ (e. No More Heroes). Hjúkrunarfræðingar vilja ekki láta sjá sig sem engla. Ef einstaka starfstéttir eru settar á einhvern stall þá geta þær ekki sinnt starfinu sínu, það er í raun aðferð til að þagga niður í fólkinu sem heldur kerfinu gangandi. Það eru ýmist meðvitaðir eða ómeðvitaðir fordómar gagnvart hjúkrunarfræðingum, sem eru að stærstum hluta konur sem halda heilbrigðiskerfum heimsins gangandi,“ segir hún. „Við viljum ekki vera englar. Við viljum ekki vera hetjur. Við viljum að fólk viðurkenni störf hjúkrunarfræðinga. Við viljum sæti við borðið, ekki vera sagt að allt verði í lagi ef við gerum bara það sem okkur er sagt. Því þá verða hlutirnir ekki í lagi. Skilaboðin eru pólitísk, hingað og ekki lengra, við viljum fá viðurkenningu á því sem við gerum. Við þurfum að breyta afstöðu fólks til hjúkrunarfræðinga, hjálpa því að skilja verðmæti starfa okkar og við tökum okkar réttmætu stöðu sem leiðtogar sem ætla að breyta heilbrigðiskerfinu.“ Breyta þarf umræðunni Staðan sem kom upp á sjúkrahúsunum í Mid Staffordshire er ekki einsdæmi, frá stofnun ILC hafa dæmi komið upp þar sem skjólstæðingar hafa þurft að þjást vegna skorts á almennri hjúkrun. Tvær svartar skýrslur hafa komið út í Ástralíu, ein vegna vanda í öldrunarþjónustu og önnur um þjónustu við fatlað fólk. Í Evrópu og Bandaríkjunum hafa verið gerðar rannsóknir sem varpa ljósi á ýmsa vankanta, vannæringu inni á sjúkrastofnunum og skjólstæðingar sem fara í óráð. „Þetta eru allt vandamál sem rekja má til skorts á almennri hjúkrun sjúklinga, það er hins vegar ekki búið að tengja þetta saman. Ef þessir fylgikvillar væru kallaðir sínu rétta nafni, skortur á almennri hjúkrun, þá næðum við meira gripi til að komast áfram,“ segir Kitson. Hvað getur hjúkrunarfræðingur sem einstaklingur gert? „Í fyrsta lagi að hlúa persónulega að grunngildum hjúkrunar, tala um þau á hverjum degi og fagna því sem vel tekst. Vera þannig fyrirmynd fyrir aðra. Ekki hika að taka til máls ef það er ekki verið að uppfylla almenna hjúkrun og bjóða þeim birginn sem átta sig ekki á mikilvægi hennar. Ef hjúkrunarfræðingarnir vilja breyta heiminum þá mega þeir endilega ganga til liðs við ILC og stunda rannsóknir.“ Það er mikilvægt að læra af reynslu annarra þjóða, það er eitt helsta verkefni Kitson hér á landi. Það er líka mikilvægt að draga lærdóm af því sem fer miður í starfsemi einstakra stofnana og deilda, ekki binda það við einstakling. „Það er reynsla margra heilbrigðisstarfsmanna að það sé alltaf leitað að einstaklingi sem sökudólgi. Það leiðir einungis til þess að raunverulega vandamálið er ekki tæklað,“ segir Kitson. „Þetta snýst líka um almenna hjúkrun, sem er algjör undirstaða öruggs heilbrigðiskerfis, almenn hjúkrun þarf að vera með í umræðunni og það þarf að vera hægt að mæla það, þannig er hægt að verja sjúklinga og ekki síst starfsfólk,“ segir hún. „Kulnun er orðið stórt vandamál, ég heyri það líka á Íslandi. Það er vegna þess að fólk er orðið langþreytt, langþreytt á að berjast við kerfi sem metur störf þeirra ekki að verðleikum.“ Til að ná fram breytingum þarf fyrst að breyta umræðunni. „Hjúkrun byggist á sambandi við sjúkling og að veita sjúklingum Kitson er fædd og uppalin á Norður-Írlandi, þaðan flutti hún til Englands og síðar til Ástralíu. Viðtal Almenn hjúkrun (e. fundamental care) samkvæmt skilgreiningu ILC.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.