Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Qupperneq 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Qupperneq 58
PICC-teymi Vökudeildar Aðdragandi þess að stofnað var sérstakt PICC-teymi skipað hjúkrunarfræðingum var að Björk Áskelsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, hóf störf á deildinni en hún hafði starfaði um árabil í Svíþjóð. Við störf á nýburagjörgæslu þar í landi fór Björk á námskeið og hlaut þjálfun í uppsetningu PICC-leggja. Þegar Björk hóf störf á Vökudeildinni eftir flutning heim til Íslands tíðkaðist annað vinnulag en nýburalæknar sáu um að leggja PICC- línur. Björk fór fljótlega að leggja PICC-línur í samráði við lækna deildarinnar og nokkrum árum seinna var PICC-teymi hjúkrunarfræðinga stofnað. Það er skipað um 10 hjúkrunarfræðingum sem hafa hlotið sérstaka þjálfun í uppsetningu leggjana. Árangur verkefnis góður Verkefnið hefur gengið vel. Almenn ánægja er meðal starfsfólks á deildinni með nýja teymið, og góð samvinna hefur verið við nýburalækna. Meðlimir PICC-teymisins vinna að stöðugum umbótum, til dæmis voru fengnir skurðhjúkrunarfræðingar til að þjálfa teymið og ganga úr skugga um að vinnulag teymisins væri fullnægjandi hvað varðar hreinlæti og steril vinnubrögð við uppsetningu leggjanna. PICC-dagur er haldinn einu sinni á ári með teyminu til að fara yfir ísetningu, umbúðir og nýjar rannsóknarniðurstöður. Vökudeildin fylgist vel með tíðni línusýkinga og hefur hún haldist óbreytt eða lægri frá því að teymið hóf störf. Ísetning PICC-leggja Mikilvægt er að tryggja hreinlæti við ísetningu en setja þarf upp steríla vinnuaðstöðu og þurfa hjúkrunarfræðingarnir að klæðast sterílum sloppi og hönskum. Mæla þarf hversu langt inn línan þarf að þræðast til að hún endi í stórri holæð. Finna þarf álitlega æð í útlim eða höfði til að þræða í en línan er þrædd í gegnum venjulegan æðalegg sem hefur verið settur upp í útlæga æð. Þegar línan er komin nógu langt inn þarf svo að meta staðsetningu með röntgenmynd. Ávallt er reynt að hafa tvo hjúkrunarfræðinga úr teyminu sterila við ísetningu PICC-leggja eða hjúkrunarfræðing úr teymi ásamt nýburalækni. Ísetningin er gerð á Vökudeildinni á stæði barns og því getur verið flókið að halda sterilu umhverfi. Sjúklingar deildarinnar eru smávaxnir og viðkvæmir og æðaaðgangur því oft takmarkaður, ísetning PICC leggja getur því verið áskorun og krefst góðrar samvinnu. Hjúkrun við ísetningu PICC-leggja Að setja upp PICC-legg krefst margra handa. Fyrir utan þá hjúkrunarfræðinga sem setja inn legginn, þarf einn hjúkrunarfræðingur að vera í kring til að aðstoða teymið og annan hjúkrunarfræðing sem sér alfarið um að sinna barninu og veita stuðning og verkjastillingu. Ísetning miðlægra bláæðaleggja af hjúkrunarfræðingum Vökudeildar Á Vökudeild Landspítala leggjast inn fyrirburar og veikir nýburar að þriggja mánaða aldri. Til þess að gefa næringu, lyf og vökva geta þessir sjúklingar þurft miðlægan bláæðalegg. Til eru ýmsar tegundir miðlægra bláæðaleggja en yfirleitt eru PICC-línur valdar fyrir þessa sjúklinga. PICC-línur (e. peripherally inserted central catheter) eru þræddar inn um útlæga æð í handlegg, fæti eða höfði. Lengi vel voru þessar ísetningar í höndum nýburalækna en nú sér teymi hjúkrunarfræðinga á Vökudeild um ísetningu leggjanna. Höfundur og myndir: Sölvi Sveinsson Ísetning miðlægra bláæðaleggja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.