Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 65

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 65
2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 63 Ritrýnd grein | Peer review Þeir sem bjuggu einir lýstu einmanaleika og því að þeir hittu sjaldan annað fólk og voru mikið heima: „Ég myndi segja að þetta hafi verið mjög krefjandi og einmanalegt oft á tíðum.“ (Viðtal 1.) Þeir sem bjuggu með fjölskyldu sinni lýstu því hvernig það gerði dagana auðveldari: „Ég á litla fjölskyldu þannig að maður var bara einangraður með sínum maka eða kærasta allt fyrravor og þangað til í vetur.“ (Viðtal 4.) Nemendur lýstu þó ákveðinni fjarlægð sem myndaðist á heimilinu. Einn nemandi sagðist til dæmis hafa faðmað börnin sín minna. Þrír nemendur sögðust þakklátir fyrir að hafa getað hitt fólk í vinnu og klínísku námi þar sem mætingar var þörf: Maður [er] pínu þakklátur fyrir samt að fá að mæta í vinnu þar sem þú þarft að mæta og hitta fólk. Á meðan allir aðrir sem voru í kringum mann voru bara heima að taka fjarfundi þá fór maður alla vega upp í vinnu og hitti fólk. (Viðtal 2.) Álag Nemendum þótti þetta krefjandi tími sem olli mjög miklu álagi bæði í einkalífi og í námi og hjá þeim sem voru í starfi samhliða námi. Sumir töldu skólana ekki hafa tekið nægilegt tillit til þess álags sem skapaðist í heilbrigðiskerfinu vegna faraldursins og verkefnaálag hafi verið of mikið. Einn nemandi sagði: „Það var ekki tekið neitt tillit til pressunnar [… ] það eru allir undir álagi núna […] og sérstaklega heilbrigðisstarfsfólk […] það er auka álag.“ (Viðtal 1.) Annar nemandi lýsti álaginu svona: Ég var bara að vinna, gerði eiginlega ekkert annað en að vinna. Vinna, heim, sofa. Það vantaði mikið hjúkrunarfræðinga og það var mikið álag og þurfti marga starfsmenn fyrir hverja vakt til að geta gefið fólki „break“ í hlífðarfatnaði og hjúkrunin var rosalega þung. (Viðtal 4.) Álagið í einkalífi var sérstaklega mikið hjá þeim nemendum sem áttu börn og þurftu að sinna mörgum hlutverkum: ,,Ég upplifði svo mikið þessi hlutverkaskipti, fannst ég vera að leika svo mörg hlutverk […]. Maður var hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, framhaldsskólakennari, grunnskólakennari og mamma og húsmóðir og allt þetta í einum graut. Mér fannst þetta mjög erfiður tími.“ (Viðtal 4.) Smitótti Mikil hræðsla var meðal nemenda við að smita fjölskyldu- meðlimi og sjúklinga og það olli þeim streitu. Einn nemandi sagði: „[Ég var] ógeðslega stressuð um að smita sjúklinga“. Annar nemandi lýsti ótta við að bera smit heim til fjölskyldu sinnar eftir próf þar sem honum þóttu sóttvarnarreglur ekki nægilega virtar: „Ég get ekki komið í mat, ég þori því [það] ekki næstu þrjá daga allavega þó ég sé búin að fá COVID af því að ég er svo hrædd um að bera eitthvað heim til krabbameinsveikrar stjúpmömmu, bara eftir þetta próf.“ (Viðtal 1.) Ótti nemenda beindist einnig að því að smitast sjálfir. Einum þeirra var minnisstæð upplifun í upphafi faraldursins: „Ég upplifði mikið stress í sambandi við COVID, bæði heima og í vinnunni til að byrja með, ég sprittaði allt sem ég keypti inn, allar vörur. Ég er smithrædd fyrir. Í vinnunni fannst mér erfitt að taka í hurðarhúnana.“ (Viðtal 4.) Óttinn tengdist einnig því að eigið smit myndi leiða til þess að aðrir þyrftu í sóttkví og nemandi sem hafði mætt í vinnu smitaður fannst það mjög erfitt og upplifði smitskömm. „Maður var með á heilanum að maður myndi taka niður 400 manna hóp, allir í sóttkví.“ (Viðtal 1.) Allir nemendurnir töluðu um hversu mikill léttir það hefði verið þegar bólusetningar hófust, þrátt fyrir að óttinn við að bera veiruna væri enn til staðar. Stuðningur Nemendur leituðu til fjölskyldu og samnemenda eftir stuðningi, en síður til skólanna. Sumir lýstu þakklæti vegna sveigjanleika kennara en aðrir töldu hann þó of mikinn. Enn aðrir töluðu um mun á sveigjanleika milli kennara og missera: „Kennararnir voru mjög sveigjanlegir, það var mikill sveigjanleiki í gangi þetta vor, svo hvarf allur sá sveigjanleiki og hefur ekki verið til staðar síðan.“ (Viðtal 1.) Nemendur sem áttu börn lýstu aðstoð sem þau fengu frá nánustu fjölskyldu og voru sammála um að samnemendur hefðu veitt mikinn stuðning á þessu tímabili. Einn nemandi lýsti stuðningnum þannig: Mér fannst aðallega stuðningur í því að tala við vinkonur mínar og fólk sem var með mér í náminu, við vorum mjög mikið á Facebook-síðunni okkar að bera saman bækur og stundum að nöldra eitthvað hvað deildirnar væru ósveigjanlegar stundum með reglur, það var hjálp í því. (Viðtal 3.) Þrír nemendur leituð til námsráðgjafa og sálfræðings og fannst það hjálplegt. Aðrir voru ekki eins hrifnir af þeim stuðningi sem skólarnir buðu upp á: […] ég er ekkert að missa mig yfir honum [stuðningnum], það er helst námsráðgjafarnir. Ég held að þessi skólasálfræðingur sé góður ef maður leitar til hans, en kennararnir, ef maður leitar til þeirra […] jú, hann [kennari] var dásamlegur, það var eins og að fara í sálfræðitíma að tala við hann í síma. (Viðtal 1.) Sumir nemendanna voru ekki vissir hvaða stuðningur hefði verið í boði af hálfu skólans og áttuðu sig ekki á því fyrr en seinna að þeir hefðu þurft á aðstoð að halda og hefðu átt að vera duglegri að leita eftir hjálp. Nokkrir voru sammála um að hafa tekið þennan tíma á „íslensku leiðinni“ eða eins og einn nemandi sagði: „Mín tilfinning var að allir bitu á jaxlinn og héldu áfram.“ (Viðtal 4.) Nemendurnir voru sammála um að í dag sætu þeir uppi með það og væru uppgefnir eftir þennan tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.