Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Page 67

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Page 67
Ritrýnd grein | Peer review Fordæmalausar samkomutakmarkanir á tímum faraldursins höfðu margþætt áhrif á fræðilegt og klínískt nám hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinemenda sem og á líðan þeirra. Niðurstöðurnar sýna mikilvægi þess að í fjarnámi sé nægur stuðningur frá kennurum og námsráðgjöfum, aðstoð við myndun árangursríks námssamfélags sem og mikilvægi góðs aðgengis að tækniaðstoð. ÁLYKTANIR Rannsakendur þakka þeim nemendum sem tóku þátt í rannsókninni fyrir framlag þeirra. Styrkur rannsóknarinnar er að viðtölin voru tekin af aðila sem hafði engra hagsmuna að gæta. Veikleiki rannsóknarinnar er dræm þátttaka sem hefur áhrif á yfirfærslugildi hennar. Það að kennarar skólanna stóðu að rannsókninni kann að hafa haft áhrif þar. Viðtöl voru einungis tekin í hópum og það hefur hugsanlega leitt til þess að nemendur voru undir áhrifum af reynslu annarra eða ragir við að láta skoðanir sem ekki samrýmdust lýsingum samnemenda í ljós. Niðurstöður megindlega hluta rannsóknarinnar styðja þó að lýsingar nemendanna séu raunsannar og niðurstöður þessarar rannsóknar samræmast einnig vel niðurstöðum alþjóðlegra rannsókna. ÞAKKIR STYRKUR OG TAKMARKANIR RANNSÓKNARINNAR

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.