Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Qupperneq 75

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Qupperneq 75
2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 73 Ritrýnd grein | Peer review Heimild Tilgangur Aðferð Þátttakendur Niðurstöður Jóhannesdóttir og Hjörleifsdóttir. (2018). Ísland. Að rannsaka upplifun aðstandenda af samskiptum við heilbrigðisstarfsmenn á bráðalegudeildum og hjúkrunarheimili í tengslum við lífslokameðferð ættingja þeirra. Að benda á þætti sem ýta undir góð samskipti, mögulegar hindranir og umhverfisleg áhrif. Eigindleg lýsandi rannsókn með afturskyggðu sniði. Tekin voru einstaklingsviðtöl með hálfstöðluðum viðtalsramma. Notuð var lýsandi innihaldsgreining. N=19 ættingjar sjúklinga sem létust á 16 bráðalegudeildum og skurðdeildum og á einu hjúkrunarheimili á Íslandi. Lagskipt kerfisbundið slembiúrtak notað. Fjögur þemu lýsa því sem ættingjunum þykir mikilvægast í hjúkrun og umönnun ættingjans sem hafði látist. 1) Góð samskipti milli heilbrigðisstarfsmanna og fjölskyldu þess deyjandi. 2) Góð myndun meðferðarsambands. 3) Nákvæmni. 4) Gott flæði upplýsinga. Fram kom að ættingjum fannst starfsfólk gera sitt besta til að gera aðstæður góðar, t.d. með því að bjóða upp á rúm fyrir ættingja. Þeir lýstu andlátum ættingja sinna sem friðsælum og að einkennameðferð væri góð. Þeim fannst sjúklingum og ættingjum sýnd virðing og umhyggja og upplýsingaflæði vera gott. Masotti o.fl. (2021). Ítalía. Að greina áhrif þess að veita kennslu og þjálfun í lífslokameðferð á lyflækningadeild. Megindleg afturskyggð rannsókn í formi tilfellalýsinga sem safnaði upplýsingum um sjúklinga sem létust á tímabilinu júlí 2018 til júlí 2019 á lyflækningadeild á sjúkrahúsi í Empoli á Ítalíu. N=354 sjúklingar sem létust á tímabilinu, 164 karlar og 190 konur. Lést helmingur sjúklinganna eftir að kennsla í LLM og þjálfun starfsmanna á deild hafði farið fram. Skoðað var hversu mörg læknisfræðileg inngrip sjúklingar fengu á síðustu 48 klukkustundum lífs og hvort fjöldi þeirra breyttist eftir að innleiðing kennslunnar hafði átt sér stað. Eftir kennslu í LLM fækkaði vissum inngripum eins og blóðprufum, speglunum, blóðgjöfum, næringu í æð og því að fylgjast ítarlega og oft með lífsmörkum. Eftir kennsluna jukust samskipti við sjúklinga og ættingja um LLM ásamt því að verkjalyfjagjöf jókst. Kennsla og þjálfun í LLM er mikilvæg á deildum sem eru ekki sérhæfðar líknardeildir. McKeown o.fl. (2015). Írland. Að meta upplifun sjúklinga af því að deyja á sjúkrahúsi og skoða þætti sem tengjast þeirri upplifun. Upplifunin var metin út frá þeim skilningi sem hjúkrunarfræðingar, læknar og ættingjar þeirra látnu lögðu í hana sem voru þeir einstaklingar sem sinntu þeim látnu mest á síðustu viku lífs þeirra. Rannsóknin var megindleg þversniðsrannsókn og voru lagðir spurningalistar fyrir hjúkrunarfræðinga, lækna og ættingja sjúklinga sem höfðu látist á 43 sjúkrahúsum á Írlandi á tímabilinu nóvember 2008 til febrúar 2009. Spurningalistar fyrir hjúkrunarfræðinga og lækna voru lagðir fyrir innan viku frá andláti og spurningalistar fyrir ættingja voru lagðir fyrir þremur mánuðum eftir andlát. Einnig voru lagðir fyrir þrír spurningalistar sem snéru að menningu deildanna, menningu sjúkrahúsanna og auðlindum og aðbúnaði sjúkrahúsanna. Best tekst til við LLM hjá sjúklingum sem eru með krabbamein, innlögn er skipulögð, sjúklingur deyr á einbýli, teymisfundir eru haldnir, samskipti við ættingja eru góð, ættingjar eru viðstaddir andlátið, hjúkrunarfræðingar eru með reynslu og hafa fengið þjálfun í LLM og sjúkrahúsið fer eftir meðferðaráætlun fyrir deyjandi sjúklinga. Ekki er samræmi milli lækna, hjúkrunarfræðinga og ættingja þegar kemur að mati á verkjum og verkjastillingu sjúklinga þar sem læknar telja best staðið að LLM. Omidi o.fl. (2020). Íran. Að meta áhrif menntunar á skilning og klíníska færni hjúkrunarfræðinga við að veita krabbameins- sjúklingum lífslokameðferð. Rannsóknin var megindleg íhlutunarrannsókn með klínískri prófun þar sem einnig voru lagðir fram spurningalistar. Tilraunahópur fékk kennslu sem fór fram með vinnubúðum með hópakennslu þar sem lagðar voru fram spurningar um efnið auk umræðna og fékk hópurinn kennsluefni tengt lífslokameðferð en viðmiðunarhópur fékk enga íhlutun. Stóð kennslan yfir í 30-45 mínútur í þrjú skipti. Rannsóknin fór fram á krabbameinsdeild Shahid Bahonar Hospital í Suðaustur Íran. N=57 hjúkrunar- fræðingar sem höfðu reynslu af að veita lífslokameðferð, 24 voru í tilraunahópi og 33 í viðmiðunarhópi. Þátttakendur þurftu að hafa reynslu í að veita lífslokameðferð. Hefðbundin kennsla í formi vinnustofu er ekki nægileg til að auka skilning og klíníska færni hjúkrunarfræðinga. Hvorugur hópurinn sýndi marktæka breytingu á kunnáttu í LLM eftir íhlutunina. Kennsla og þjálfun í LLM þarf að vera sértæk. Verhofstede o.fl. (2017). Belgía. Að rannsaka lífslokameðferð og gæði andláta með því að svara því hvaða hjúkrunarfræðileg og læknisfræðileg inngrip eru framkvæmd síðustu 48 klukkustundirnar í lífi sjúklinga á bráðalegudeildum fyrir aldraða á 23 bráðalegudeildum á 13 sjúkrahúsum í Belgíu. Lýsandi þversniðs- rannsókn þar sem spurningalistar voru lagðir fyrir aðstandendur, hjúkrunarfræðinga og lækna sem höfðu sinnt 338 sjúklingum sem létust á deildunum sem um ræðir. Spurningalistar voru lagðir fyrir ættingja, hjúkrunarfræðinga og lækna 338 sjúklinga sem létust á tímabilinu 1. október 2012 til 30. september 2013 á 23 bráðalegudeildum fyrir aldraða á 13 sjúkrahúsum á Flanders í Belgíu. Læknisfræðileg og hjúkrunarfræðileg inngrip eru framkvæmd og jafnvel hafin á síðustu 48 klukkustundum lífs einstaklinga í LLM. Einkennameðferð er ekki alltaf nægilega góð, hvorki í formi verkjastjórnunar eða í tengslum við sálfélagslega þætti. Skortur er á stuðningi fagaðila við sjúklinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.