Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Side 78

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Side 78
76 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2 . tbl. 99. árg. 2023 Krafa um markvissa gagnreynda meðferð við lok lífs er til staðar og mörgum hjúkrunarfræðingum finnst þá skorta þekkingu og hæfni til að veita slíka meðferð. Þessi fræðilega samantekt varpar ljósi á hvaða þættir það eru sem styðja við og hvaða þættir það eru sem hindra góða meðferð við lok lífs sem veitt er á deildum sem eru ekki sérhæfðar líknardeildir. Þegar styðjandi og hindrandi þættir eru skoðaðir koma fram áhugaverðar og nokkuð afgerandi niðurstöður að því leyti að efnislega eru það sömu þættir sem geta verið hvort tveggja styðjandi og hindrandi þegar kemur að góðri meðferð við lok lífs. Þegar þættir eins og hæfni í að veita góða meðferð við lok lífs, góð mönnun, þægilegt umhverfi, stuðningur við ættingja, góð samskipti, þverfaglegt samstarf, góðar aðstæður til að veita lífslokameðferð eru til staðar teljast þeir vera styðjandi. Hins vegar ef þeir eru ekki til staðar telst það vera hindrun ÁLYKTANIR Meðferð við lok lífs utan sérhæfðra líknardeilda: Fræðileg samantekt með kögunarsniði (Andersson o.fl., 2016; Jors o.fl., 2014), lítið var um samskipti og vöntun var á meðferðaráætlun og klínískum leiðbeiningum (Andersson o.fl., 2016; Hussin o.fl., 2018). Aðrir hindrandi þættir voru þegar ekki var rætt um meðferðarmarkmið og væntanleg lífslok og lífslokameðferð (Andersson o.fl., 2016), óþarfa inngripum var ekki hætt (Binda o.fl., 2021; Hussin o.fl., 2018; Jors o.fl., 2014; Verhofstede o.fl., 2017) og þverfaglegt samstarf var ekki til staðar (Hussin o.fl., 2018). Eru þessar niðurstöður í samræmi við fjölmargar rannsóknir sem benda á þætti sem eru hindrandi þegar kemur að góðri meðferð við lok lífs. Eru það þættir eins og skortur á kunnáttu sem kom t.d. fram sem ótti hjúkrunarfræðinga við að sinna einkennameðferð (Kurnia o.fl., 2020) eða því að fagaðilar áttu erfitt með að átta sig á því hvenær lífslok voru yfirvofandi (Bloomer o.fl. 2013), hræðsla við að sinna meðferð við lok lífs (Bloomer o.fl., 2013; Fallon og Foley, 2012; Frey o.fl., 2014), tímaskortur vegna lélegrar mönnunar og fjölbreytts sjúklingahóps (Chan o.fl., 2019; Kurnia o.fl., 2020; Shen o.fl., 2019) og skortur á einbýlum (Bloomer o.fl., 2013). Takmarkanir samantektarinnar Þessi fræðilega samantekt er ekki án takmarkana en þjónar þó engu að síður tilgangi sínum. Tveir gagnagrunnar voru notaðir í leit að heimildum, en þeir voru valdir þar sem forkönnun sýndi að þeir gáfu flestar heimildir um efnið. Hins vegar er ekki útilokað að einhverjar rannsóknir til viðbótar hefðu fundist með leit í fleiri gagnagrunnum. Ekki var heldur leitað sérstaklega að heimildum út fyrir rafræna gagnagrunna eins og leyfilegt er í tengslum við fræðilegar samantektir með kögunarsniði (Munn o.fl., 2018; Polit og Beck, 2021; Tricco o.fl., 2018) og er ekki útilokað að við slíka leit hefðu fundist viðeigandi heimildir. Athyglisvert þótti að nánast allar rannsóknirnar sem samantektin byggir á eru frá Evrópu. Engin var frá Bandaríkjunum, Bretlandi eða Eyjaálfu og velta má fyrir sér hvers vegna það er. Einnig voru engar rannsóknir frá tímabilinu 2011–2013 þrátt fyrir að sá tími félli innan tímarammans sem lagt var upp með í heimildaleitinni. Geta slíkar niðurstöður gefið skakka mynd af styðjandi og hindrandi þáttum í tengslum við lífslokameðferð á heimsvísu og lýst einungis aðstæðum á afmörkuðum svæðum heims. í að veita góða meðferð við lok lífs á deildum sem eru ekki sérhæfðar líknardeildir. Þegar niðurstöður samantektarinnar eru skoðaðar í tengslum við Meðferðaráætlun fyrir deyjandi sjúklinga (MÁD, sjá töflu 1) sem byggir á Best care for the dying person (Ellershaw og Lakhani, 2013; Landspítali, 2017) er ljóst að flestir þeir þættir sem töldust styðjandi í heimildum samantektarinnar voru þeir þættir sem taldir eru tryggja gæði lífslokameðferðar og kemur það ekki á óvart. Út frá því er mikilvægt að fylgja meðferðaráætlun fyrir deyjandi þegar kemur að meðferð við lok lífs, hvort sem það er á sérhæfðum líknardeildum eða deildum utan þeirra. Til þess að geta nýtt áætlunina er svo mikilvægt að átta sig á því hvenær andlát er yfirvofandi því það er fyrsta skrefið í átt að góðri meðferð við lífslok. Samantektin getur þannig nýst hjúkrunarfræðingum sem ábending og eða grunnur að bættri meðferð við lok lífs. Niðurstöður samantektarinnar ættu að nýtast til að setja fram gagnreynda áætlun um áhrifaríka leið til að styðja við góða lífslokameðferð á deildum utan sérhæfðra líknardeilda. Samantektin felur í sér mikilvæg skilaboð til klínískra stjórnenda í hjúkrun, ráðamanna í heilbrigðisþjónustu og þeirra sem sinna kennslu og rannsóknum í heilbrigðisvísindum. Í nýlegum skýrslum heilbrigðisyfirvalda á Íslandi (Heilbrigðisráðuneytið, 2019; Velferðarráðuneytið, 2017) er þörfin á líknar- og lífslokameðferð á Íslandi greind og settar fram tillögur sem hefur verið fylgt eftir í aðgerðaráætlun stjórnvalda um líknarþjónustu á Íslandi 2021–2025 (Heilbrigðisráðuneytið, 2021). Í skýrslunum kemur fram að efla þarf fræðslu til starfsfólks, hafa skýra verkferla og stöðluð matstæki, skilgreina þörf einstaklinga fyrir líknar- og lífslokameðferð og að mikilvægt sé að nýta líknarráðgjafateymi þegar meðferð við lok lífs er veitt. Er það í samræmi við niðurstöður þessarar samantektar og styður því samantektin við niðurstöður skýrslnanna. Samantektin styður: • Stjórnendur og ráðamenn í að tryggja viðunandi aðstæður sem eru nauðsynlegar til að veita góða meðferð við lok lífs á heilbrigðisstofnunum og gera heilbrigðisstarfsmönnum kleift að sækja sér þjálfun og fræðslu um meðferð við lok lífs. • Klíníska hjúkrunarfræðinga til að leita sér fræðslu og þjálfunar í meðferð við lok lífs, sama hvort þeir starfa á bráðalegudeildum sjúkrahúsa eða hjúkrunardeildum hjúkrunarheimila. • Það að kennsla sem lýtur að meðferð við lok lífs verði efld í grunnnámi hjúkrunar með það fyrir augum að auka hæfni nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga í að nýta sér þær leiðbeinandi áætlanir og verkferla sem þegar eru til staðar og að hjúkra deyjandi sjúklingum af meira öryggi. • Innleiðingu og notkun Meðferðaráætlunar fyrir deyjandi sjúklinga þar sem deyjandi einstaklingum er sinnt. • Frekari rannsóknir á viðfangsefninu, ekki síst hvað kennslu og þjálfun varðar og innleiðingu á gagnreyndri meðferð við lok lífs.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.