Ský - 01.01.2015, Blaðsíða 51
1. tbl. 2015 SKÝ | 51
Verkefnið er skemmtilegt og jákvætt og
viðtökur hafa verið góðar,“ segir Helgi Örn
Eyþórsson, verkefnastjóri hjá fyrirtækinu
SSByggir, sem undanfarin misseri hefur byggt
upp glæsileg orlofshús á svæði sem nefnist
Hálönd og er við rætur Hlíðarfjalls. Félagið keypti
28 hektara lands árið 2010 úr landi Hlíðarenda og
unnið hefur verið að því síðan að reisa þar orlofs
byggð. Húsin í fyrsta áfanga voru 14 talsins, þau
eru öll seld og komin í notkun. Vinna við annan
áfanga stendur nú yfir og gengur vel.
Helgi segir að hugmyndin hafi kviknað í
kjölfar þess að forsvarsmenn SSByggis hófu
að leita leiða til að halda uppi atvinnu fyrir sitt
fólk og samstarfsfyrirtæki í kjölfar niðursveiflu í
íslensku atvinnulífi eftir efnahagshrun. Eftir kaup
á landinu hófst skipulagsvinna, samhliða var
unnið að því að fjármagna verkefnið og kanna
markaðinn. „Þetta gekk allt saman ljómandi vel
og niðurstaðan er sú að við erum á fullu við að
reisa frábæra orlofsbyggð,“ segir Helgi.
vel útbúin Hús með Heitum potti
Í fyrsta áfanga verksins eru 14 hús og voru
þau fyrstu tekin í notkun fyrri hluta árs 2013.
Þau eru nú öll seld og komin í fulla notkun.
lóðir frágengn ar og búið að malbika götur og
bílastæði. Vinna við annan áfanga er hafin en alls
eru húsin 36 sem fyrirhugað er að reisa í næsta
áfanga. Fyrsta gatan, Hrafnaland, er þegar komin
og við hana munu rísa 12 hús. „Það standa yfir
framkvæmdir við þrjú hús um þessar mundir,
við höfum þegar selt þrjú hús og tvö eru frátekin
þannig að framhaldið lofar góðu. Það er mikill
áhugi fyrir þessum húsum og við erum afskaplega
ánægð með það,“ segir Helgi. Fyrstu húsin í öðrum
áfanga verkefnisins verða afhent nú í vor. Öll eru
þau vel búin og með heitum potti.
mikil uppbygging framundan
Ráðgert er að reisa að minnsta kosti 100 hús í
Hálöndum þegar svæði verður fullbyggt og er
stefnan að sögn Helga að reisa um það bil 10
hús á ári. Þá er einnig gert ráð fyrir að á svæðinu
verði hótel og eða gistiskálar og tilheyrandi
ferðaþjónusta af ýmsu tagi. Hugmyndir hafa verið
viðraðar um stórfellda uppbyggingu í Hlíðarfjalli,
m.a. að setja upp kláf, reisa lyftu frá skíðasvæðinu
og niður að Hálöndum og fleira, en allt slíkt
eykur aðdráttarafl svæðisins og áhuga skíða og
útivistarfólks á að sækja það heim.
Helgi nefnir að í næsta nágrenni Hálanda séu
að auki fleiri svæði sem dragi að sér fólk, m.a.
skotsvæði, akstursgerði og mótorkrosssvæði,
reiðhöll er innan seilingar og kjörið land til
útreiða. Þá er fjallahringurinn á sínum stað með
möguleikum á fjölda gönguleiða í boði og eða
ferða á vélsleðum. „Svo tekur einungis örfáar
mínútur að bruna í bæinn og njóta þess sem þar
er í boði allan ársins hring,“ segir Helgi.
ss-byggir
reisir orLofshÚs í háLöndum
neðan hLíðarfjaLLs
Hér verða reist 36 Hálandahús
BYGGINGAVERKTAKI
K y n n i n g
S S - b y g g i r
Helgi örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SSByggi í orlofsbyggðinni Hálöndum. Hlíðarfjall í baksýn.
ráðgert er að reisa að minnsta kosti 100 hús í Hálöndum þegar svæðið verður fullbyggt. Fyrstu 14 húsin
hafa verið tekin í notkun og vinna stendur yfir við annan áfanga verksins, alls 36 hús.
TexTi oG myndir: margrét Þóra ÞórSdóttir