Ský - 01.08.1998, Blaðsíða 8
Liggur í loftinu
BIO
w
Islendingar leika Færeyinga
Ágúst Guðmundsson spreytir sig á Heinesen
s
Agúst Guðmundsson kvikmynda-
leikstjóri frumsýnir kvikmynd
sína Dansinn í liaust. Myndin er
byggð á sögu færeyska skáldsins Willi-
am Heinesens Her skal danses og fjallar
eins og svo margar aðrar hjartnæmar
sögur um ástir og örlög. Eins og gjarnan
er eðli ástarsagna er ástin í Dansinum
ekki alltaf farsæl. Húmorinn er þó aldrei
langt undan:
„Án þess að vera sprenghlægileg
mynd þá er hún launfyndin. Við tökum
á sumum hlutum af alvöru, eins og til
dæmis hinum sígilda ástarþríhyrningi,
en ýmsir kaflar myndarinnar eru mjög
kómískir," segir Ágúst.
Myndin er tekin upp á íslandi og á
söguslóðum bókarinnar í Færeyjum.
Aðspurður um hvernig það hafi verið að
vinna í heimalandi Heinesens segir
Ágúst það hafa verið mjög þægilegt og
tekur hann fram að það hafi verið ein-
staklega gott að vinna með Færeying-
um.
„Þeir kunna því vel að athyglin bein-
ist að þeim og hafa áhuga á að fá svona
gesti. Mér finnst þeir líka vera að rétta
úr kútnum og varð ekki var við neitt
gjaldþrotahugarfar. Þeir eru komnir yfir
það versta.“
Dansinn gerist árið 1913 í brúðkaupi
á einni af átján eyjum Færeyja. Eftir að
skip strandar við eyna í ofsaveðri fara
hlutirnir að fara úrskeiðis og margt fer
öðruvísi en upphaflega var ætlað. Það
kemur til dæmis í ljós snemma að hin
væntanlega brúður hefur ekki enn gert
upp hug sinn og ennþá leynast í brjósti
hennar tilfinningar til gamals kærasta.
Leikarar í myndinni eru nánast allir
Islendingar. I aðalhlutverkum eru Gunn-
ar Helgason, Baldur Trausti Hreinsson,
Pálína Jónsdóttir og Dofri Hermannsson
auk þess sem Jóhann G. Jóhannsson fer
með hlutverk í myndinni.
„Þetta eru ungir leikarar sem sumir
kannast kannski ekki mjög vel við en af
eldri leikurum má nefna Gísla Halldórs-
son og Arnar Jónsson. Það eru mörg lit-
rík hlutverk og sægur leikara í mynd-
inni,“ segir leikstjórinn.
En hvernig skyldi íslensku
leikurunum hafa gengið að leika
Færeyinga? Tókst þeim að forð-
ast klisjurnar sem hafa í gegnum
tíðina tengst þjóðinni.
„Já, já. Þetta gekk ágætlega og
var ekkert vandamál. Reyndar á
ég afskaplega erfitt með að sjá nokkurn
mun á Færeyingum og íslendingum
nema hvað Færeyingar eru kannski ívið
þægilegri í viðmóti. Svo sérmaður auð-
vitað íslendinga sífellt leika útlendinga
og þetta var ekkert öðruvísi. Þessi saga
er ástarsaga og þær ná út yfir landamæri
tungumálsins.
Þessi verður að vísu dálítið ruglings-
leg á köflum út af því hversu margir ást-
fangnir koma við sögu, en það er bara
betra.“ FIN
Dansinn verður frumsýndur í Háskóla-
bíói síðari hluta septembermánaðar.
Sporlaust
Spennumyndir hafa oftar en ekki verið oln-
bogabörn í íslenskri kvikmyndagerð enda
íslenskur veruleiki að margra sögn ekki sá
hentugasti til brúks í hasar- og spennu-
myndagerð. Aðrir hvá og benda á að höfuð-
borgin sé óðum að færast nær stórborgum
heimsins í umfangi og hörku undir-
heimanna. Það má því segja að mynd Hilm-
ars Oddssonar, Sporlaus, komi sem kölluð
fyrir raunsæja íslenska spennufíkla. Myndin
gerist í Reykjavík samtímans. Nokkrir vinir
lenda í slæmum félagsskap óprúttinna
glæpamanna sem svífast einskis og verður
fróðlegt að sjá hvernig útkoman verður.
Hilmar leikstýrir fríðum flokki ungra leikara,
þeim Guðmundi Inga Þorvaldssyni, Ingvari
E. Sigurðssyni, Dofra Hermannssyni, Þrúði
Vilhjálmsdóttur, Nönnu Kristínu Magnús-
dóttur og fleirum.
fl Perfect Murder
Leikstjórinn Andrew Davis á að baki nokkra
af mestu spennutryllum samtímans, t.d. The
Fugitive og Under Siege. Nýjasta mynd hans
er byggð á þekktri mynd Hitchcock, Dial M
for Murder. Auðkýfingur nokkur reynir að
finna skothelda leið til þess að ráða unga
eiginkonu sína af dögum en áður en yfir lýk-
ur flækjast málin... Aðalleikarar eru Michael
Douglas, Gwyneth Paltrow og Viggo
Mortensen.
' *
Saving Private Ryan
Steven Spielberg er sem fyrr heillaður af
seinni heimsstyrjöldinni. Nú hefur meistarinn
gert mynd sem fjallar um óbreyttan her-
------------- _ _ mann, Ryan að nafni,
sem er fastur bak við ó-
vígan her óvina og
-jfpf-li kemst hvorki lönd né
strönd án hjálpar félaga
sinna sem að sjálf-
sögðu hoppa yfir til Evr-
ópu frá USA til þess að
kippa málum í liðinn.
Með aðalhlutverk fara Tom Hanks, sem fer
fyrir björgunarliðinu og hinn ungi og efnilegi
Matt Damon, sem leikur Ryan. Báðir státa af
gullinni styttu á arinhillunni.
The Horse Whisperer
Robert Redford er orðinn nokkurs konar
vörumerki fyrir góðar og þægilegar melló-
dramamyndir, samanber A River Runs
Through It. í þessari mynd leikur hann bæði
aðalhlutverkið og leikstýrir. Myndin er byggð
á þekktri skáldsögu og segir frá móður sem
gerir víðreist í leit að lækningu fýrir reiðskjóta
dóttur sinnar og finnur hinn dularfulla Hesta-
hvíslara í Montana. Þar er kominn gamli
sjarmörinn sjálfur Redford en í hlutverki
móðurinnar er Kristin Scott Thomas, hjúkrun-
arkonan úr Enska sjúklingnum.
6