Ský - 01.08.1998, Blaðsíða 65

Ský - 01.08.1998, Blaðsíða 65
I fararbroddi Umhverfisverkefni Egilsstaöabæjar Avormánuðum 1996 má segja að ákveðið skref hafi verið stigið til framtíðar í íslenskum umhverfismálum þegar Egilsstaðabær hóf þátttöku í norrænu verkefni um umhverfisáætlanir sveitarfélaga. Því samstarfi lauk vorið 1997 með ráðstefnu á Egilsstöðum en umhverfisverkefni bæjarins er enn í fullum gangi undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur. Að sögn Sigurborgar er verkefnið mjög fjölbreytt. „Þetta spannar allt frá átaksverkefni í grunnskólanum, heimajarðgerð úr lífrænum úrgangi og að halda bænum snyrtilegum yfir í viðameiri hluti eins og fráveitumál, sorp- urðun og brotajárnsvinnslu," útskýrir hún. Sigurborg segir að þátttakan í norræna verkefninu hafi verið mjög þýðingarmikil. „Það leikur lítill vafi á því að þátttaka okkar í því sam- starfi hefur komið okkur í forystu á landsvísu í umhverfis- málum íslenskra sveitarfélaga." Þannig sóttu fjölmargir fulltrúar sveitarfélaganna áður- nefnda ráðstefnu síðastliðið vor og kynntu sér hvernig Eg- ilsstaðabær hefur haldið á þessum málum. Næst á dagskrá umhverfisverkefnisins er að aðlaga það hinu nýja sameinaða sveitarfélagi og útbúa svokallaða Staðardagskrá 21 sem á rætur sínar að rekja til umhverfis- ráðstefnunnar í Ríó 1992 og er áætlun sveitarfélagsins um sjálfbæra þróun. Að sögn Sigurborgar má útskýra sjálf- bæra þróun í grófum dráttum á þennan hátt: „Grunnhug- myndin er breytt forgangsröð, ekki aðeins í umhverfismál- um heldur fyrir alla aðra þætti samfélagsins. í stað þess að láta efnahagslega hagsmuni ráða mestu fá umhverfið og Sigurborg Kr. Hannesdóttir hugsar að sjálfsögðu um umhverfið og hjólar úr og í vinnu. félagslegt umhverfi jafnt vægi. Það þarf að vera tryggt að við allar stærri ákvarðanir í sveitarfélaginu sé horft til þessara þátta ekkert síður en peningalegra sjónarmiða." Aðspurð um hvort góður hljómgrunnur sé fyrir um- hverfismálum meðal íbúa bæjarins segir Sigurborg svo vera. „Þetta snýst líka um framtíðina fyrir Fljótsdalshérað sem er grænasta svæði landsins. Umhverfið hér er auð- lind, hér er skógræktin öflugust, hér eru frumkvöðlar í lífrænni ræktun, innan bæjarins er óvenju gott göngu- stígakerfi og hér er einnig annar og betri taktur í mann- lífinu. Hér er ekki þessi skorpuvinna sem einkennir marga aðra bæi og því minna stress fyrir vikið." Verslun og afurðavinnsla Kaupfélag Héraðsbúa Kaupfélag Héraðsbúa (KHB) erstærsta fyrirtæki á sviði verslunar og afurða- stöðvareksturs á Austurlandi. Kaupfélagið var stofnað árið 1909 að Skeggjastöðum í Fellum en hefur frá upp- hafi verið með starfsemi á Fljótsdalshéraði og á Reyðarfirði. Lengi vel var KHB með starfsemi á ýmsum sviðum fyrir utan núverandi aðalstarfsemi, starfrækti félagið til dæmis fiskvinnslu á Reyðarfirði og einnig um tíma á Borgarfirði eystri. Þá var KHB með flutningastarfsemi bæði innan fjórðungsins og einnig til og frá Reykjavík. Ingi Már Aðalsteinsson, kaupfé- lagsstjóri, segir að fyrir um það bil þremur árum hafi verið mörkuð sú stefna að félag- ið beitti sér fyrst og fremst í verslunarekstri og starfsemi afurðastöðva, sem eru slátur- hús og mjólkurstöð. Félagið hélt þó áfram rekstri á brauðgerð og hangikjötsreykingu. Mjólkurstöð KHB er staðsett á Egilsstöð- ^jtxvhverfið o.r Mc., okkar ma* KHB hefur látið til sín taka í um- hverfismálum í fjórðungnum á ýmsan hátt. í fyrra gaf félagið til dæmis öllum heimilum á svæðinu margnota innkaupapoka, eins og þann sem Anna María Þórhalls- dóttir sýnir hér, og voru þeir saum- aðir af Randalín á Egilsstöðum. um og tekur mjólk til vinnslu frá bændum á Fljótsdalshéraði suður í Lón í A-Skaftafells- sýslu. Tvö sauðfjársláturhús eru rekin af fé- laginu, á Fossvöllum í Jökulsárhlíð og á Breiðdalsvík. Nauta- og svínasláturhús er starfrækt á Egilsstöðum. Þessi hús slátra fyr- ir bændur á svæðinu frá Fljótsdalshéraði suður í Berufjörð. KHB rekur sjö dagvöruverslanir á fimm stöðum, Egilsstöðum, Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, Eskifirði og Reyðarfirði. Félagið selur byggingavörur á Reyðarfirði og Egilsstöðum. Auk þess selur KHB fóður- vörur. Á Egilsstöðum rekur KHB söluskála og hraðbúð í samvinnu við ESSO en KHB er umboðsmaður Olíufélagsins hf.. Kaupfélag Héraðsbúa er samvinnufélag með 960 félagsmenn sem kjósa sér 69 full- trúa á aðalfund. Árlega veltir KHB um tveimur milljörðum króna. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.