Ský - 01.08.1998, Blaðsíða 10

Ský - 01.08.1998, Blaðsíða 10
Licgur í loftinu uiKHús -m Islenski Með tilkomu fjallahjólanna á síðustu árum hefur það smám saman gerst að hjólafólki eru allir vegir færir, í bókstaflegri merk- ingu. Og nú eru það ekki bara „vitlausir útlendingar“ sem feta ótroðnar slóðir og hjóla um hálendið. Islenski Fjallahjólaklúbburinn er geysiöflugur ferða- og fræðsluklúbbur um allt sem viðkemur hjólreiðum, ekki hvað síst við hinar sérstæðu og oft erf- iðu aðstæður sem eru hérlendis. Fjalla- hjólaklúbburinn stendur fyrir öflugu starfi allan ársins liring og eru farnar hinar ýmsu ferðir um allt land. Á döf- inni hjá klúbbnum síðsumars og í haust er meðal annars helgarferð í Veiðivötn dagana 21. til 23. ágúst. Að sögn Páls Guðjónssonar, gjald- Þreyttir bændur og þrifalegt fé Stafnsrétt í Svartárdal Réttir. Þar gægjast pytl- ur upp úr köflóttum brjóstvösum og bænd- ur með rauðleit blóðhlaupin nef hesthúsa neftóbak á milli þess, sem þeir snúa niður stygga og sílspikaða dilka með tilheyrandi bölvi og ragni. í almenningnum yfir- gnæfir jarmið allt mannsins mál nema það sé bundið og borið fram eftir kúnstarinnar reglum - stökur og vísur fljúga milli flámæltra vara og fyrripartar seljast hæstbjóð- anda, þeim, sem dýrast getur kveðið. Rauð andlit og hvellar raddir, lykt af blautri ull og sterku svörtu og sykur- lausu, og gott ef ekki örlar á kúmeninu einhvers staðar inn á milli. Myndin er frá Stafnsrétt í Svartárdal. Þar hafa lömbin enn ekki þagnað og réttin bráðum staðið þar í tvær aldir þó torf og grjót hafi vikið fyrir steinsteyp- unni eins og annars staðar. Á tímabili var þessi stæðilega rétt ein sú stærsta á landinu, en réttað var yfir allt að 20 þús- und fjár þar á hverju hausti áður en kvóti og annað slíkt kom til. Þar er þó enn handagangur í öskjunni þegar þreyttir bændur og þrifalegt fé koma af fjalli, ár eftir ár eftir ár. FIN kera og stjórnarmanns IFHK, er þessi ferð auðveld og tilvalin fyrir fólk sem langar að prófa þctta skemmtilega sport. „Þetta er nú samt ekki neitt dútl því þarna fær fólk smjörþefinn af því livað hjólreiðar í óbyggðum snúast um. Við hjólum yfir eyðisanda og litlar ár, alls um 23 kílómetra leið hvorn dag. Ef fólk ræður ekki við þetta getur það ekki hjólað í vinnuna.“ Af öðrum ferðum ÍFHK má nefna Fjallabaksferð sem farin verður 11. til 13. september um nýja slóða að fjalla- baki. Fyrir þá sem ekki nenna út úr borginni er meira að segja hjólað viku- lega um höfuðborgarsvæðið frá strætó- stoppistöðinni í Mjódd, alla fimmtudaga klukkan 20.00 og standa þær ferðir út september. FIN Bróðir minn Ljónshjarta Leikgerð sögu Astridar Lindgren um bræð- urna Jónatan og Snúð er fyrsta frumsýning leikársins hjá Þjóðleikhúsinu. Er þetta í fyrsta skipti sem verkið er sett upp í Reykjavík. Sagan af ævintýrum bræðranna, sem ger- ast eftir að jarðvist þeirra líkur, þykir einhver sú fallegasta sem höfundurinn hefur sent frá sér. Með hlutverk bræðranna fara Hilmir Snær Guðnason og Atli Rafn Sigurðarson en meðal annarra leikara eru Anna Kristín Arngrímsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Valdi- mar Örn Flygenring og Hjálmar Hjálmars- son. Frumsýnt verður á Stóra sviðinu um miðjan september. Leikstjóri er Viðar Egg- ertsson. Miklabæjar-Sólveig og séra Oddur Um mánaðamótin september-október verð- ur frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins nýtt íslenskt leikrit eftir Ragnar Arnalds um skötuhjúin séra Odd og ráðskonu hans ungu, Sólveigu, en ástarsamband þeirra fyr- ir hartnær tveimur öldum vakti mikla hneykslan. Verk þetta bókstaflega iðar af á- stríðum, afbrotum, tabúum og dulhyggju en eins og óhjákvæmilegt er um fólk sem elskast í meinum lauk sambandi þeirra Odds og Sólveigar með voveiflegum hætti. Með aðalhlutverkin tvö fara Þröstur Leó Gunnarsson og Vigdís Gunnarsdóttir en einnig eru í burðarhlutverkum Pálmi Gests- son, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson og Hjalti Rögnvaldsson. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Rommý Tónleikar, leiksýningar og fjölbreytt dagskrá af ýmsu tagi hefur verið í menningarmið- stöðinni Iðnó frá opnun hennar í vor og er ekkert lát þar á. í byrjun september verður frumsýnt þar leikritið Rommý í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Leikritið fjallar um fólk sem hittist á elliheimili og tekur að spila saman rommý. Bæði eiga sína fortíð- ardrauga, sem sækja á, en eftir því sem þau spila lengur saman dýpkar vináttan og ástin skýtur upp rjóðum kollinum. Með hlutverk parsins fara Erlingur Gíslason og Guðrún Ásmundsdóttir og eru þau einu leikarar sýn- ingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.