Ský - 01.08.1998, Side 27

Ský - 01.08.1998, Side 27
Áslaug Snorradóttir, Ijósmyndari, hreiíst af plakati hljómsveitarinnar 8villt og fékk að slást í för með henni á leið til Dalvíkur á sveitaball. Hér útskýrir hún fyrir Jóni Kaldal hvað heillaði hana við hljómsveitina og lýsir ferðinni á ballið. 11 hafði aldrei heyrt í Svillt : þegar ég sá plakatið at' hljómsveitinni á Djúpavogi fyrr í sumar. Ég féll strax fyrir þessari sykursætu hljómsveit. Hvernig gat ég annað sem gamall Abba aðdáandi? Svillt er eins og Abba í öðru veldi. Átta klukkustund- um eftir að ég sá plakatið mætti ég svo rútu hljómsveitarinnar við Þjórsá. Það fór ekki á milli ntála hverjir voru þar á ferð því þetta sama plakat er utan á rútunni. Ef ég hefði ekki verið með alla fjölskylduna í bílnum hefði ég neglt niður, snúið við og elt hljóm- sveitina til Hornafjarðar þar sem hún átti að fara að spila. En ég varð hins vegar það hrifin að mig langaði til að fá að mynda hljómsveitina. Ég hafði santbandi við þau og fékk að mæta á Abba í öðru ueldi æfingu. Þá kom reyndar í ljós að þetta voru ekki sömu ljóskurnar og á plakatinu. Plakatið er rúmlega ársgamalt og þau höfðu flest breytt unr háralit og hárgreiðslu. Én það skipti engu máli. Mér fannst þau jafn skemmtileg og fékk að fara með þeim „on the road“ á leiðinni til þess að spila á sveitaballi á Dalvík. 25

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.