Ský - 01.08.1998, Qupperneq 48

Ský - 01.08.1998, Qupperneq 48
Grænland Kasper kapteinn yfirvegaður við stjórnvölinn á Akaaka. Þar sem ísinn var þéttastur varð að ýta jökunum frá bátnum. Það hljómar einhvern veginn hálf einkennilega að segjast vera á leið suður til Græn- lands. Þó er það svo að þegar lent er á Narsarsuaq flugvelli á Suður- Grænlandi er maður kominn á nánast sömu breiddargráðu og Osló. En það er reyndar hægt að fara suð- ur, norður, austur og vestur frá Fróni til Grænlands því þessi risastóri nágranni okkar teygir sig lengra í allar höfuðátt- imar en ísland. Þjóðsagan um Kóreuhermennina Flugvöllurinn í Narsarsuaq er með fjölförnustu flugvöllum Grænlands. Auk innanlandsflugs eru þaðan nokkur flug í viku til íslands og Danmerkur. Flugvöllurinn var byggður af Bandaríkjaher í síðari heimsstyrjöld- inni og þjónaði lengi vel sem eldsneyt- isbirgðarstöð herflugvéla á leið til Evr- ópu. Þaðan var flogið áfram til íslands og Færeyja áður en ráðist var til atlögu við heri Þriðja ríkisins. Her- stöðin gekk undir nafninu Bluie One West og þegar mest var sinntu um 5.000 manns þar herskyldu. Var það þá fjölmennasta byggð Grænlands. Eftir lok Kóreustríðsins missti flugvöllurinn hernaðargildi sitt og kvaddi Sámur frændi lið sitt heim árið 1958 og afhenti Grænlendingum völlinn til notkunar. Sú saga hefur verið lífseig að á rneðan Kóreustríðinu stóð hafi illa særðir hermenn verið fluttir á herspít- ala Bluie One West til þess eins að deyja þar Drottni sínum. Tilgangurinn með feluleiknum á að hafa verið sá að koma í veg fyrir að baráttuþrek amerísks almennings biði hnekki við að sjá nýja öldu örkumla hermanna svo skömmu eftir lok síðari heimstyrj- aldarinnar. Bandarísk yfirvöld hafa þvertekið fyrir þetta og rannsóknir danskra blaðamanna hafa reyndar einnig hrakið söguna. En eins og er eðli góðra draugasagna hefur reynst erfitt að kveða söguna um dauðvona Kóreuhermennina niður. Hafísinn Það er suddi þegar við lendum í Nars- arsuaq. Flugvöllurinn er á árósum við Tunulliarfik fjörð sem við Islendingar þekkjum betur undir nafninu Eiríks- fjörður. Hinum megin við fjörðinn eru rústir Bröttuhlíðar, óðals víkingsins óstýriláta sem fannst alls staðar þrengt að sér þar til hann settist loks að á hinu rúmlega tveggja milljón ferkílómetra stóra Grænlandi. Brattahlíð er einn af viðkomustöðum ferðar okkar en ekki alveg strax því út á flugbrautinni bíður 25 sæta Sikorsky áætlunarþyrla Græn- landsflugs þess að flytja okkur til bæj- arins Nanortalik, í samnefndri sýslu sem er sú syðsta á landinu. Leiðangursstjóri er Benedikte Thorsteinsson sem leiðir fyrir hönd Ferðamálaráðs Grænlands það verk- efni, að minnast 1000 ára afmælis landafunda Leifs heppna Eiríkssonar árið 2000. Ætlunin er að fara sem víð- ast um Suður-Grænland og skoða jafnt slóðir íslensku landnemanna og mann- lífið eins og það er í dag. Hópurinn tel- ur alls átta manns, þar af tvo aðra blaðamenn, Danann Christian og hina frönsk-kanadísku Francine. Við erum á ferð í byrjun júlí og þá getur hafísinn enn verið til vandræða á þessum slóðum. Jakamir eru ættaðir úr Norður íshafinu, reka suður eftir Aust- urströndinni, fyrir syðsta odd landsins, Hvarf (Nunaat Isua), og svo inn í djúpa firði Suður-Grænlands þegar hann blæs að vestan. Isinn getur verið varasamur sjófarendum og hamlar oft vöruflutningum til byggðarlaga. Einnig gerir hann það að verkum að fiskveiðar eru almennt ekki miklar á Suður-Grænlandi. Hafísinn er þó síður en svo fjandi innfæddra sem hafa í ár- anna rás fagnað komu hans og þeirri bráð sem hann færir með sér, seli og jafnvel ísbimi þegar ber vel í veiði. Nanortalik er vinalegur 1700 íbúa bær þar sem meðal annars er athyglis- vert byggðasafn. I afbragðs sjóminja- deild safnsins er hægt að skoða fallega skinnkajaka, fræðast um smíði þeirra og jafnvel máta einn. Þar eru líka svo- kallaðir umiak, eða konubátar, sem em mun stærri farkostir og voru notaðir við búferlaflutninga og veiðar stærri sjávarspendýra. Nafnið skýrist af því að konur sátu þar jafnan undir ámm en höfðu þó sér til halds og trausts einn karlmann sem stýrði. Sá var oftast lið- leskja sem ekki var treyst til að róa kajak. Hefðbundinn umiak er í kring- um 11 metra langur, 1,3 metra breiður, 70 sentimetra djúpur og vegur rúmlega 220 kfló. Frá Nanortalik er ætlunin að halda sjóleiðis til einnar afskekktustu byggð- ar Suður-Grænlands, þorpsins Appillattoq og ganga svo þaðan eina dagleið yfir í Ketilsfjörð (Tasermiut). Um kvöldið fáufn við hins vegar þær v 46 4^
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.