Ský - 01.08.1998, Síða 49
í annarri af heitu laugunum á Uunartoq eyju. Útsýnið yfir jakana á firðinum var ekki til að draga úr stemmningunni.
fréttir að hafísinn sé ekki hliðhollur
þeirri ferðaáætlun. Eftir stuttan fund
með skipstjóra okkar, heimamannin-
um Kasper Ludvigsen, fáum við það
endanlega staðfest að Appillattoq er úr
sögunni og einnig Ketilsfjörður. Það er
sérstaklega svekkjandi að missa af
tækifærinu til þess að komast í Ketils-
fjörð en þar eru hæstu og tignarlegustu
fjöll Suður-Grænlands og einnig eini
skógur landsins með allt að sex metra
háum birkitrjám. En svona er Græn-
land. Hér leika náttúruöflin stærra
hlutverk í hinu daglega lífi en á flest-
um öðrum stöðum.
Óðal arnanna
Benedikte er fljót að draga upp nýja á-
ætlun og næsta morgun leggjum við úr
höfn með Akaaka, 20 feta yfirbyggð-
um plastbáti, með Kasper kaptein við
stjómvölinn. Háseti er Claus Nielsen,
fjórtán ára sonur eiganda bátsins. Kúr-
sinn er tekinn inn í Suður-Sermelik
fjörð, sem er næsti fjörður við Ketils-
fjörð. Við erum ekki búin að sigla
mjög lengi þegar við komum að mikl-
um ísbreiðum. Þetta er mest lagnaðarís
sem flýtur nú um í misstórum flekum
Á ströndinni við Uunartoq.
en inná milli eru tignarlegir borgarís-
jakar. Kasper rennir Akaaka rólega á
milli jakanna og nú upphefjast miklar
krókasiglingar. Það líður hins vegar
ekki á löngu þar til glufumar em orðn-
ar of litlar fyrir bátinn. Kasper leggur
því að landi við litla eyju og fer upp á
klett til þess að kanna útlitið. Niður-
staðan er sú að við verðum að bíða
þess að losni um ísinn þegar tekur að
flæða frá. Þegar ýtt er aftur frá landi
tökum við íslendingamir það að okkur
að vera í stafni ásamt hásetanum og
stökkva niður á jakana og ýta þeim frá
bátnum. Þetta er all ævintýralegt verk-
efni og ekki gott til þess að hugsa að
lenda í sjónum sem mælar bátsins sýna
að er um 4 stiga kaldur. Allt gengur þó
að óskum og eftir um klukkutíma
baming komumst við út úr jakabreið-
unni.
Fáeinum klukkustundum síðar
vörpum við akkerum innarlega í firð-
inum. Hér skal nátta. Helmingurinn af
hópnum gistir í bátnum, hinn í landi.
Kasper kapteinn segir að á nesinu sem
við veljum fyrir náttstað hafi áður ver-
ið hafarnaóðal. Emimir fluttu sig um
set þegar mannaferðir gerðust tíðar um
fjörðinn en fyrir botni hans stendur nú
yfir gullgröftur í tilraunaskyni.
Við íslendingarnir leggjumst til
svefns í mosanum undir bemm himni í
þar til gerðum svefnpokum. Útsýnið
yfir fjörðinn þar sem ísjakar af öllum
stærðum fljóta er magnað. En ég skal
ekki segja hvort það hafi ráðið staðar-
vali arnarhjónanna sem áður réðu hér
ríkjum.
Á söguslóðum
Einn vinsælasti viðkomustaður Suður-
Grænlands, bæði meðal innfæddra og
ferðamanna, eru heitu uppsprettumar á
47