Ský - 01.08.1998, Side 54

Ský - 01.08.1998, Side 54
AUSTFIRÐIR OG EGILSSTAÐIR FLUGFÉLAGSBÆRINN Á Neskaupstað. Sameinað sveitarfélag Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðar- fjarðar er stærsta sveitar- félag Austurlands með rúmlega 3.300 íbúa. Nobbarar og Hérar Breytt umhverfi í sveitastjórnarmálum Eftir síðustu sveitastjórnarkosningar urðu miklar breytingar í sveitastjórn- armálum fyrir austan þegar ný og sameinuð sveitarfélög urðu til. Þannig sameinuðust Egilsstaðabær og fjórir nágrannahreppar, Skriðu- dalshreppur, Eiðahreppur, Valla- hreppur og Hjaltastaðahreppur og til varð sveitarfélagið Austurhérað. Enn meiri umskipti urðu í nágrannafjörð- unum, þarsem Neskaupstaður, Eski- fjörður og Reyðarfjörður sameinuð- ust í eitt sveitarfélag, sem varð þar með stærsta sveitarfélag á Austur- landi. Ekki hefur enn verið ákveðið nafn á sveitarfélagið. í skoðanakönn- un í vor varð Austurríki efst en engar líkur eru á að það verði samþykkt. Er nú beðið eftir tillögum Örnefna- nefndar og að sögn Guðmundar Bjarnasonar bæjarstjóra nýja sveitar- félagsins eru íbúarnir hinir rólegustu í þessu máli. „Hvaða nafn verður á endanum fyr- ir valinu er nú ekki það sem skiptir mestu máli. Hitt, að þrír bæir hafi á- kveðið að taka saman höndum á þennan hátt, er mikið merkilegra." Forgangsmál í hinu nafnlausa sveit- arfélagi er að sögn Guðmundar að byggja upp nýja stjórnsýslu. „Hér verður hagrætt á ýmsum svið- um þegar fram líða stundir og ég ef- ast ekki um að við munum fá fag- legra embættismannakerfi. Þar sem áður voru til dæmis tveir starfsmenn í 50 prósent starfi er nú hægt að búa til eitt öflugt embætti." Guðmundur bendir líka á að með sameiningunni geti bæirnir þrír beitt sér saman í ýmsum málum þar sem þeir voru ef til vill áður keppinautar. „Einnig er þetta ekki síst liður í því að berjast gegn fólksfækkuninni.". Það hefur löngum verið töluverður, en oftast góðlátlegur, rígur milli íbúa Egilsstaða og Neskaupstaðar. Kalla þeir hvor aðra Héra (íbúar Egilsstaða eru Héraðsbúar) og Nobbara (Nes- kaupstaður er í Norðfirði). Það er nokkuð Ijóst, að nú þegar Neskaup- staður er orðinn hluti af sveitarfélagi sem ertæplega 1.200 íbúum stærra en sveitarfélag Egilsstaða, mun sá ríg- ur síst minnka. Tölur og staðreyndir Austurhérað íbúafjöldi: 2.070 Skipting íbúa milli byggðarlaga: Egilsstaðir: 1.637 Skriðdalur: 91 Eiðaþinghá: 131 Hjaltastaðaþinghá: 71 Skógar og Vellir: 140 Sameinað sveitarfélag Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar (hefur ekki verið gefið nafn) íbúafjöldi: 3.331 Skipting íbúa milli byggðarlaga: Eskifjörður: 1.004 Neskaupstaður: 1.645 Reyðarfjörður: 682 Seyðisfjarðarbær íbúafjöldi: 799 Egilsstaðaflugvöllur er aðalflug- völlur fyrir Múlasýslur Fjarlægð frá Reykjavík: 380 km (loftlína) Flugtími: 60 mín. Vegalengdir milli bæja og helstu fjallvegir: Egilsstaðir - Reyðarfjörður 34 km. (Fagradalsheiði) Reyðarfjörður - Eskifjörður 14 km. Eskifjörður - Neskaupstaður 23 km. (Oddsskarð) Egilsstaðir - Seyðisfjörður 27 km. (Fjarðarheiði) Eðalkaffihús í hjarta Egilsstaðabæjar Opið alla daga vikunnar - Restaurant - Bar Tjarnarbraut 1, 700 Egilsstaðir Sími: 471-2626 nielsen@isholf.is SÖLUSKÁLI Neskaupstað GRILL OG OLÍUVÖRUR íhjarta bæjarins. Þar sem lognið hlær svo fjarsaferðír Skemmtiferðir Ævintýraferðir .r,ii Afgreiðsla í \CIjnífin Hótel Egilsbúð '-L-llUy.u Neskaupsstað erÓlT sími 477-1321 52

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.