Ský - 01.08.1998, Qupperneq 61

Ský - 01.08.1998, Qupperneq 61
I AUSTFIRÐIR OG EGILSSTAÐIR FLUGFÉLAGSBÆRINN I Vetrarparadfs Seyðisfirðinga Skíðasvæöið í Stafdal Skíðasvæði Seyðfirðinga er staðsett skammt frá þjóðveginum milli Egilsstaða og Seyðis- fjarðar, nánar tiltekið í Efri-Staf undir Stafdals- heiði. Vegalengdin frá Seyðisfirði er um 9 kíló- metrar en frá Egilsstöðum 17 kílómetrar. Á svæðinu er tæplega 1000 metra löng diska- lyfta sem getur flutt um 520 manns á klukku- tíma. Þar er líka góð lýsing sem opnar þann skemmtilega möguleika að stunda skíða- mennsku eftir að dimma tekur. Brekkur svæði- sins eru mjög fjölbreyttar, bæði langar og krefj- andi fyrir lengra komna og einnig léttar fyrir byrjendur. Aðstaða fyrir mótshald er góð í Stafdal og er meðal annars sérstakt hús fyrir tímatöku. Nýleg- ur snjótroðari er til taks og brekkur því vel troðnar. Ekki má gleyma því að á þessum slóðum er afar víðlent og glæsilegt skíðagöngusvæði með nánast óþrjótandi möguleikum. Brautir eru lagðar í næsta nágrenni við skíðaskálann í Staf- dal. Þar er veitingaaðstaða en ekki er boðið upp á gistingu. Tæplega 1000 metra diskalyfta er í Stafdal þar sem eru brekkur jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. Þeir sem ekki kunna að standa á skíðum eða vilja ef til frekar láta vélknúin farartæki sjá um að bera sig áfram hafa gjörvalla Fjarðarheiðina til umráða. Heiðin er gósenland fyrir vélsleða og „túttu-jeppa" og er stutt að bregða sér í Mjóa- fjörð eða Loðmundarfjörð. Yfir heiðar og upp á tinda GönguLeiöir í Seyöisfiröi Gönguhópur á hæsta hluta leiðarinnar frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar um Brekkugjá. Séð út í Seyðisfjarðar- flóa og Álftavíkurtanga neðan Loðmundarfjarðar. Seyðisfjörður býður upp á fjölmarga mögu- leika til styttri eða lengri gönguferða. Auð- velt er að fara eftir vegum út með firði og inn í land og stutt er frá bænum í Neðri-Botna. í Vest- dal eru góðar gönguleiðir upp frá Háubökkum og upp með Vestdalsá frá Vestdalseyri. Einnig er gott göngufæri eftir vegaslóðum yst í firðinum. Annars vegar frá flugvellinum í átt að Austdal og allt að Skálanesi. Hins vegar frá Selstöðum í átt að Brimnesi. Til fjalla eru ýmsar leiðir á Fjarð- arheiði og milli Stafa, til dæmis út frá Skíðaskál- anum í Stafdal. Lengri leiðir eru ýmsar. Liggja þær flestar í átt til fjalla áleiðis til næstu fjarða og sveita. Til Stakkahlíðar í Loðmundarfirði er stikuð 12 kíló- metra löng leið um Hjálmárdalsheiði sem liggur hæst í um 550 metrum. Önnur stikuð leið liggur um Austdal og Brekkugjá til Mjóafjarðar. Er hún um 8 kílómetra löng og fer hæst í um 800 metra. Aðrar leiðirtil Mjóafjarðar eru um Dala- skarð, Hesteyrarskarð og Krókadalsskarð, en þar liggur símalínan frá 1906 milli fjarða. Milli Seyðisfjarðar og Héraðs liggja tvær leiðir. Önnur er um Fjarðarheiði en bílvegurinn liggur nú um hana. Hin leiðin er um Vestdal og Gilsár- dal. Að auki ögra flestir fjallstindar fjarðarins menn til uppgöngu og víðsýnt er af þeim hæstu, Grýtu, Sandhólatindi, Bjólfi, Gullþúfu og Strandartindi en þessi fjöll eru um og yfir 1000 metra há. Þjónusta á Seyðisfirði Essoskálinn Hafnargötu 2a s. 472-1240 Brattahlíð hf. Austurvegi 18-20 S, 472-1207 X.H.B. Hafnargötu 28 S. 472-1200 Apótek Austurlands Austurvegi 32 s. 472-1403 Hótel Snæfell Austurvegi 3 S. 472-1460 Shellskálinn Ránargötu 4 s. 472-1386 Verslunin Aldan Noröurgötu 8 s. 472-1319 Bjólfsbær Blóma- og gjafavöruverslun Norðurgötu 5 S. 472-1307 Ferðaþjónusta Austurlands Sérleyfisbílar Öldugötu 8 s. 472-1515 Bátaferðir Siglingar í Loömundarfjörð og Skálanes s. 894-8230/854-8230 Austfar Umboð Smyril Line á íslandi Fjarðargötu 8 472-1111 Válsmiðjan Stá Fjaröargötu 1 s. 472-1300 Seyðisfjarðarkaupstaður Hafnargötu 44 s. 472-1303 Sundhöll Seyðisfjarðar Suðurgötu 5 s. 472-1414 Seyðisfjarðarhöfn Hafnargötu 50 S. 472-1424 Verslun E J Waage Hannyrðaverslun Austurvegi 15 S. 472-1209 Seyðisfjarðarbakarí Austurvegi 18-20 s. 472-1450 Gullberg hf. Útgeröarfélag Langatanga 5 S. 472-1402 Gistiheimilið Stakkahlíð Loömundarfiröi S. 853-7704 Lögmannsstofa Jónasar A.Þ. Jónssonar hdl. Hafnargötu 28 s. 472-1195 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.