Ský - 01.08.1998, Page 63
AUSTFIRÐIR OG
EGILSSTAÐIR
FLUGFÉLAGSBÆRINN
I
Mállaus i 73 ár
Sexpunda kanóna við bæjarskrifstofurnar
Fyrir utan bæjarskrifstofur Seyðisfjarðarbæjar stendur
fornfáleg en þó vígaleg fallbyssa sem á sér merkilega
sögu. Fallstykki þetta er enn nothæft og er hleypt af því
reglulega yfir sumarmánuðina og undantekningarlaust á
17. júní.
Fallbyssustjóri er Jóhann Sveinbjörnsson, skrifstofustjóri
bæjarins. Hann hefur tekið saman sögu byssunnar og eru
punktar úr henni gjarnan lesnir upp fyrir skot. Gefum Jó-
hanni orðið:
„Kanóna sú sem hér stendur er framleidd í Stafsjö í Sví-
þjóð árið 1854 fyrir stórskotalið danska landhersins í tíð
Friðriks 7. Hún er svokallaður sexpundari, það er að kúl-
urnar sem úr henni var skotið voru sex pund að þyngd."
Að sögn Jóhanns er talið að byssan hafi komið hingað
áriðl874 með dönskum kaupmönnum. Vitað er að skotið
var úr byssunni árið 1907 í tengslum við heimsókn Friðriks
8. til Seyðisfjarðar en engum sögum fer af byssunni eftir
það allt fram til loka síðari heimsstyrjaldar þegar hún
fannst grafin í sand í flæðarmálinu.
Ekki tókst að koma fallstykkinu á land fyrr en 1950 og
var það þá steypt fast við Angróbryggjuna og notað sem
bryggjupolli. Aldarfjórðungi síðar gerast svo þau tíðindi að
festingin hrynur og aftur þarf að draga byssuna á þurrt. í
þetta skiptið var henni bjargað í hús og ekki nóg með það
heldur var hún gerð upp og undir hana smíðaður trévagn.
Eftir 73 ára þögn fékk byssan svo „aftur málið" eins og Jó-
hann orðar það en þá var hún endurvígð með góðu skoti.
Upp frá því hefur verið hleypt af kanónunni á17. júní ár
hvert og reyndar flesta miðvikudaga yfir sumarmánuðina.
Jóhann Sveinbjörnsson fallbyssustjóri setur alltaf upp þennan forláta
hjálm þegar hleypa skal af kanónunni.
Jóhann hefur verið fallbyssustjóri frá árinu 1986 og ferst
starfið vel úr hendi enda mikill vopnaáhugamaður og á
meðal annars gott safn herrifla.
Jóhann segir að væntanlega muni skotunum fara mjög
fækkandi á næstu árum þar sem fróðir menn hafi bent á
að eftir allt það sem kanónan hefur gengið í gegnum gæti
hún einn góðan veðurdag sagt hingað og ekki lengra. Og
þann dag veit Jóhann nákvæmlega hvar hann vill vera.
„Ég stend alltaf við byssuna þannig að ég fari nú örugg-
lega með ef helvítið tekur upp á því að springa."
Frá sjóstökkum
niður í títuprjóna
VersLun E J Waage
Atímum sífellt stækkandi og sérhæfðari stórmarkaða er
hressandi að koma inn í verslanir eins og þá sem kennd
er við E J Waage. Þar er eins og tíminn hafi staðið í stað.
Viðskiptavinir ganga ekki um gólf og ná í varninginn
sjálfir heldur er afgreitt yfir afgreiðsluborð. Það sem
er þó kannski mest heillandi við Verslun E J Waage er
vöruúrvalið. Það er eiginlega fljótlegra að telja upp
hvað fæst þar ekki. í grófum dráttum er álnavara,
fatnaður og skór fyrirferðamest í búðinni en þar má
líka sjá sængur, lopahespur og aðrar hannyrðavörur.
Þegar eigandinn, Pálína Waage er beðin um að
lýsa búðinni svarar hún:
„Hér fæst allt frá sjóstökkum niður í títuprjóna."
Það voru afi og amma Pálínu sem settu verslunina
á fót árið 1907. Afinn var sjómaður þannig að verslunar-
reksturinn var að mestu í höndum ömmunnar. Móðurbróðir
Pálínu tók við versluninni eftir þau en hún tók við stjórnar-
taumunum 1962. Heimili afa hennar og ömmu er sambyggt
verslunarhúsnæðinu og að sögn Pálínu er hún nánast fædd
í búðinni.
„Hérna lærði ég að ganga og hér hef ég unnið frá því ég
man eftir mér," segir hún.
Og vel á minnst, Pálína býr enn yfir nokkrum lager af níð-
sterku en ódýru tékknesku Friola karlmannavinnuskyrtun-
um sem mun vera hætt að framleiða. Það er því kjörið tæki-
færi að tryggja sér eintak ef þið eigið leið um Seyðisfjörð.
Pálína Waage fyrir framan ættarverslunina sem afi hennar og amma stofnuðu árið 1907.
61