Ský - 01.08.1998, Side 67

Ský - 01.08.1998, Side 67
Concorde þotan hefur nú þotið um himnana í tæpa þrjá áratugi en þegar kemur að hraða og þjónustu ber þessi einstaki konungur loftsiglinganna enn höfuð og herðar yfir keppinautana. Gary Gunning slóst í för með breskum ferðamönnum sem komu til íslands á dögunum í nefhuössu ofurþotunni. Það er yndislegur sunnudagsmorgun í höfuðborginni. Brottfararsalur Reykjavíkurflugvallar er hægt og bítandi að fyllast af bólgnum bakpokum og upprúlluðum tjöld- um ungra frjálslegra ferðalanga á leið í ódýr útivistarfrí. Skyndilega sveiflast dyrnar upp og í ljós kemur undarleg sjón: áttatíu Bretum, augljóslega í góðum álnum, er vísað hálf ráðvillt- um inn í brottfararsalinn. Tær BBC rödd hljómar yfir þvögunni af Barbour jökkum og glitrandi ríkidæminu: „This way please, ladies and gentlemen, this way please. No need to queue, everything is pre-arranged.“ Þetta hlýtur að vera Concorde fólkið, hópur breskra ferðalanga Hópurinn kom til landsins með Concorde og fór í siglingu með gömlum eikarbáti. Andstæðurnar geta varla verið meiri.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.