Ský - 01.08.1998, Qupperneq 81
Milli himins og jarðar
1
Á stalli með
Létt bifhjól, oftast kölluö vespur hérlendis, eru í mikilli sókn víða í Evrópu. Hér á landi er nýhafinn innflutningur á
sjáifu eöalhjólinu sem öll önnur hjól af þessari ætt eru nefnd eftir: hinu ítalska Vespa Piaggio. Guðmundur Ingvason
eigandi verslunarinnar Dæluvals, umboðsaðila hjólanna, er gamalgróinn aðdáandi vespunnar.
Er tími vespunnar runninn upp á ný?
Blómatími vespunnar var sjöundi áratugurinn og byrjun þess
áttunda. Þá fengu sér þessi hjól aðilar sem létu sér annt um nátt-
úruna og voru fylgjandi orkuspamaði. Þetta var svona hópurinn á
hinum endanum frá eigendum gömlu eyðslufreku amerísku bíl-
anna. Þeir bflar heyra reyndar sögunni til en vespan er hins vegar
að ganga í endumýjun lífdaga og það er þegar orðin mikil eftir-
spurn eftir henni mjög víða í Vestur-Evrópu. Eigum við ekki að
segja að tími vespunnar sé rétt handan við homið héma á Islandi.
Hver heldur þú að sé ástæðan fyrir því?
Þetta em náttúrulega einstaklega þægileg farartæki í alls kyns
snatt og svo kostar kannski ekki nema 200 krónur á viku að reka
þau. Það er að verða viðtekið hérlendis að tveir bflar eru á hverju
heimili. Er þá annar bíllinn oft mest notaður í styttri ferðir út í
búð og þess háttar. Vespan er tilvalin til þess að leysa aukabílinn
af hólmi. Svo eru þessi hjól náttúrulega mun umhverfisvænni en
bflar og því í takti við tíðarandann.
í Miðjarðarhafslöndunum má sjá alit frá stútungskelling-
um niður í unglinga á þessum hjólum. Hver er markhópur-
inn hér?
Blessaður vertu, það er alls kyns fólk sem kemur til okkar að
skoða hjólin. Það kom til dæmis 64 ára gömul kona hingað um
daginn og keypti sér hjól og lét þannig 30 ára gamlan draum ræt-
ast.
Nú er ykkar aðalsöluvara dælur, hvernig kom til að þið
fóruð að höndla með vespur?
Ég kynntist vespunni fyrst í minni heimasveit árið 1974. Þetta
var á þeim tíma sem fólksbflar voru ekki mjög algengir í sveitum
landsins, aðalfarartækin voru þá jeppar og traktorar. En með til-
komu vespunnar opnaðist algjörlega nýr heimur fyrir mér. Það
var gríðarlega gaman að fara á þessu milli bæja og í kaupstað.
Upp frá því hefur mig alltaf langað í vespu. Fyrir tveimur árum
settum við okkur svo í samband við Piaggio með það fyrir augum
að flytja þessi hjól til landsins og fyrsta sendingin kom svo í vor.
Fara vespurnar vel með dælunum?
Já, veistu að þetta er ekkert ósvipað. Hvorutveggja eru iðnað-
arvara þar sem þarf að koma til ákveðin varahluta- og viðgerðar-
þjónusta svo þetta var í raun bara viðbót við okkar lagemúmer.
En markhópurinn er óneitanlega nokkuð annar.
Mér skilst að ítalarnir séu ekkert að framleiða of mörg
hjól á ári.
Nei, þeir halda eftirspurninni alltaf við með því að framleiða
ekki mikið af hjólum á ári undir sjálfu Vespunafninu, en þeir
fjöldaframleiða á hinn bóginn ýmsar aðrar gerðir. Vespa á sér 50
ára sögu og er á vissan hátt komin á svipaðan stall og Harley
Davidson mótorhjólin.
Harley segir þú, veistu þá hvort maður sé gjaldgengur í
Sniglana á svona hjóli?
Maður á náttúrulega aldrei að segja nei, en ég efast þó um
það. I Evrópu eru aftur á móti starfræktir fjölmargir sérlegir
vespuklúbbar enda er það lífstfll að eiga vespu.
Attu sjálfur vespu?
Ekki eins og er því miður. Ég átti glænýtt hjól af annarri gerð
frá Piaggio en ég lét það þar sem mjög ákveðin kona falaðist eftir
því. En ég er búinn að tryggja mér orginal Vespu úr næstu send-
ingu.
Það var Jón Kaldal ritstjóri Skýja sem rœddi við Guðmund og Páll Stefánsson myndaði hann.