Ský - 01.06.2002, Side 8

Ský - 01.06.2002, Side 8
FYRST & FREM5T = LÍTIÐ EITT bjór með djörfum blæ Hélstu aö bjór væri bara bjór? Aö ekkert spennandi bragð væri í boöi annað en bjór- bragöiö eitt og sér? Þaö er auövitað ekki nema hálfur sannleikur. Mýmargir mix- möguleikar eru í boði. Á Kaffibarnum er vin- sælt að fá sér bjórkokkteilinn HipHop. Hann samanstendur af einum þriðja Egils Appel- síni og tveimur þriöju bjór. Barþjónarnir á REX eru einnig duglegir að þjóóa síðdegis- gestum upp á franska kokkteilinn Panaché, sem kallast Clara á Spáni en Radler í Þýskalandi. Þá er galdurinn aö menn blandi saman bjór og Sprite til helm- inga. Djúpsjávarsprengjur eru vinsælar á Apótekinu. Þær eru eilítið varasamar, en út- búnar þannig að fullu staupi af tekíla er hvolft í stórt bjórglas og það svo fyllt í topp með bjór. Þegar sopið er niður í hálft glas byrjar minna glasið að missa sinn mjöð út fyrir og blandan verður skýrari og áhrifa- meiri. Fleiri bjórblöndur eru vinsælar. Til dæmis hin frískandi Monaco sem er bjór með skvettu af Grenadine og Picon-öl sem er bjór blandaður frönsku, áfengu Picon- sírópi og kreistu af sítrónu. Einhver talaði um að alversti bjórkokkteillinn hefði um tíma fengist á Hótel Egilsbúð á Neskaup- stað. Bjór blandaður með staupi af Amar- etto. Sama og þegið, takk. ÞLG myndabækur Samtíningur um samtímann Hvenær byrjaði fólk að kaupa tímarit vegna myndanna en ekki vegna tískufatanna? spyr Lisa Lovatt-Smith sem hóf fyrir sex árum að tína saman bestu tískuljósmyndir ársins og gefa út í bókarformi. Bókin fékk nafnið Fashion Images Demonde, og nú var aó koma út bók númer 6 þar sem allir helstu myndasmiðir tískun- ar eru samankomnir: Sdlve Sundsbp, Nick Knight, Terry Richardson, Elaine Constantine, svo fáeinir séu nefndir. Sérstakur kafli er svo helgaöur Jeanloup Sieff, þeim franska Ijósmyndara sem lést á síð- asta ári. Hann var einn áhrifamesti og þekktasti tískuljósmyndari heims á sjötta og sjöunda áratugnum. Allar bækurnar eru skemmtilegur spegill á það helsta sem er að gerast í tískuljósmyndun, en margar eft- irminnilegar seríur eru þarna eins og sería Davids LaChapelle úr Arena tímaritinu, Savannah: The Life and Dead of a Porn Diva. N°6 íbúð sjö Bókin Naked in Apartment 7 er einföld svarthvít stúdía á vinum, eða öllu heldur vinkonum, Ijósmyndarans Peters Gorman, sem sitja fyrir mislítið klæddar í lítilli íbúð hans í New York. Myndirnar eru tilgerðar- lausar og einfaldar, teknar í stofunni eóa inni á litlu baðherbergi þar sem páfagaukur heimilisins fylgist mis- vel með því sem er að gerast. Ljósmyndaran- um bregður fyrir á stöku stað, burstandi tennurnar eóa sem skjámynd á sjónvarp- inu. Tilgerðarlaus bók fyrir þá sem hafa gam- an af fáklæddum kven- mönnum. 6 SKÝ Ljósmyndir: PÁLL STEFÁNSSON

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.