Ský - 01.06.2002, Side 50

Ský - 01.06.2002, Side 50
Madríd er reist á hásléttu, um það bil 650 metrum yfir sjávarmáli, og er sú höfuðborg Evrópu sem stendur hæst. Norður af borgin- ni teygja Sierra de Guadarrama-fjöllin sig hátt í 3000 metra I átt til himins og álíka hátt rísa Sierra Credos-fjöllin, en saman draga þessir fjallgarðar í sig úrkomu þannig að Madríd er líka þurrasta höfuðborg álfun- nar. Frá fjöllunum blása gjarnan ferskir vin- dar sem hreinsa mengunina úr borginni og veitir oft ekki af. í júlí og ágúst getur orðið hressilega heitt í Madríd og aftur ansi napurt yfir háveturinn. Besti tíminn til að heimsækja höfuðborgina er maí og júní eða þegar fer að sljákka í hitanum síðsumars og á haustin. MADRÍD VAR REIST á sextándu og sautjándu öld af Habsborgara-ættarveldinu og það var í raun fýrir duttlunga Felipe II. konungs að Madríd varð höfuðþorg Íberíuskagans og spænska heimsveldisins en ekki Toledo sem var þá þrisvar sinnum fjölmennari. Gamli hluti bæjarins breiðir úr sér frá Puerta del Sol-torginu, sem er fyrirtaks upphafsreitur fyrir gesti í borginni. Sunnar- lega við torgið er lítill skjöldur steyptur í gangstéttina og markar hann þann punkt sem allir þjóðvegir Spánar eru mældir út frá. Frá Puerta del Sol er tiltölulega stuttur gangur til fjölmargra áhugaverðra staða, hvort sem leiðin liggur á hámenningarlegar slóðir á borð við ópe- runa, konungshöllina, stóru listasöfnin þrjú, Museo Del Prado, Centro De Arte Reina Sofía og Museo Thyssen-Bornemisza, eða farið er á stefnulaust rölt um þröngar göturnar umhverfis Plaza Mayor og í Huertas-hverfinu, þar sem er hægt að staldra við og slökkva þorstann og fá sér eitthvað í gogginn við hvert fótmál. Fyrir fótafúna og þá sem nenna ekki að ganga er auðvelt og hagkvæmt að stinga sér niður í jörðina og fá sér far með góðu metrókerfinu á áfangastað. ÓVÍÐA ERU STÓRKOSTLEGRI listasöfn en í Madríd. Stærst og mikil- fenglegast þeirra er Museo Prado, sem er nokkurs konar Louvre Madrtdar. Rétt er að reikna sér drjúgan tíma í Prado en safnið verður þó aldrei skoðað í einni heimsókn. Helsta aðdráttaraflið er hreint frábært safn verka mestu meistara Spánar frá fyrri tíð (17. og 18. öld), Diego Velázquez, El Greco og Francisco Goya, en verk þess síðastnefnda fá mesta rýmið á safninu. Þeir sem hafa ekki því meiri tíma ættu að beina athyglinni að þessum þremur og einnig að afbragðsgóðu safni flæmskra málverka frá 15. og 16. öld, þótt ekki væri nema til að sjá ótrúlegar myndir Hieronymusar Bosch, og þá sérstaklega The Garden of Earthly Delights, sem enn þann dag í dag vekur furðu og fjölmargar spurningar. Til dæmis: Á hverju skyl- di Bosch hafa verið þegar hann málaði myndina? Frá löngu horfnum tíma er hægt að færa sig yfir til nútímans í Centro de Arte Reina Sofia, sem er steinsnar frá Prado. Þar er til sýnis rjóminn af tuttugustu aldar list Spánar allt fram til um það bil 1990 og þar eru auðvitað í aðalhlutverkum Pablo Picasso, Joan Miro og Salvador Dalí. Einn salurinn er lagður undir eitt frægasta og áhrifaríkasta verk Picassos, Guernica, hina miskunnarlausu ádeilu málarans á hörmungar stríðs, sem er minnisvarði um loftárás Þjóðverja á þorpið Guernica í Baskalandi árið 1937. Þar eru einnig FRÁ VINSTRI; Eitt af yfir 17.000 veitingahúsum Madrídar; á æfingu hjá Real Madríd; dæmigert tapas, svínapylsa og cana (lltið bjórglas); Cibales-gosbrun- nurinn þar sem stuðningsmenn Real Madríd baða sig eftir mikilvæga sigra. 48 SKÝ MEÐ HÆGÐ

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.