Ský - 01.06.2002, Side 48
Ljósmyndir: PÁLL STEFÁNSSON
Lífið slær annan og mannlegri takt í Madríd en flestum öðrum stórborgum
eins og Jón Kaldal komst að þegar hann lagði tand undir fót og ferðaðist án
fyrirheits um þröngar götur spænsku höfuðborgarinnar, heimsótti stórfengleg
listasöfn og sá knattspyrnusniltinga Reat Madríd í návígi.
Það fyrsta sem ég tók eftir var augnaráð fólksins úti á götu. f stórborgum
foróast fólk venjulega að horfa í augun á ókunnugum. Það gengur áfram eins og
vagnhestar með blöðkur fyrir augunum og í neðanjarðarlestinni les það blað eða bók
eða horfir í kjöltuna á sér. En ekki í Madríd. Þar mætir fólk óhikað augnaráði manns eins
og tíðkast í litlum bæjum og þorpum og við fslendingar þekkjum reyndar svo vel (það hefur
stundum verið sagt að maður geti alltaf þekkt íslending á götu í útlöndum; hann er sá sem
horfir í augun á þér). Þetta afslappaða, vinalega viðmót Madrídar-búa er í raun lýsandi fyrir
höfuðborg Spánar. Þótt ríflega fimm milljónir manna búi í borginni og úthverfum hennar sko-
rtir hana sem betur fer hraðann, stressið og harðneskjuna sem einkennir svo margar aðrar
borgir af svipaðri stærð. Og einmitt þetta gerir Madríd svo heillandi fyrir ferðalanga.
Museo Del Prado, Centro De Arte Reina Sofía, Santiago Bernabéu, Plaza de la Cibales
og Las Ventas, það er yfirdrifið nóg af stórkostlegum söfnum, fallegum byggingum og
öðrum hefóbundnum ferðamannastöðum í Madríd, en þegar maður heimsækir borgina á
maður ekki síður að leggja sig eftir andrúmslofti og takti lífsins hjá innfæddum; slaka á,
rölta á milli bara og veitingahúsa sem virðast vera óendanlega mörg (þau eru reyndar yfir
17.000 talsins, var mér sagt).
ÞÆR ERU GJARNAN bornar saman, Madríd og Barcelona, þessar tvær drottningar spænskra
borga og Barcelona sogar yfirleitt til sín stærsta hluta sviðsljóssins, enda afbragðs skemmti-
leg borg með sínum stásslegu Römblum, glæsilegum Gaudí-byggingum og Miðjarðarhaf-
sströndum. En í samanburði við Madríd er Barcelona mun alþjóðlegri og því Ifkari öðrum
evrópskum stórborgum. í Madríd skynjar maður að ræturnar liggja dýpra og maður hefur á til-
finningunni að þar komist maður frekar í snertingu við spænsku þjóðarsálina.
TILVINSTRl: Séð frá Cibales-torginu í áttina að Puerta del Sol og Gran Via.
46 SKÝ MEÐ HÆGÐ
tniiii