Ský - 01.06.2002, Side 40
ust skoóanir sem ekki eru viðurkenndar af meginþorra manna.
Túlkun og skoðanir passa heldur ekki alltaf saman þótt uppruninn
sé sá sami. Benda má á að þegar Biblían er skoðuð á mismunandi
tungumálum er þýðingu oft ábatavant, kaflar hafa dottið út og
túlkunin orðin misvtsandi. Því lesa menn ekki alltaf það sama út úr
leiðbeiningum Guðs til mannanna, auk þess sem beeði Vottar
Jehóva og mormónar hafa sinn eigin vettvang fyrir sínar prívat-túlk-
anir sem alls ekki eru viðurkenndar meðal kristinna manna. Það er
því vandratað um Drottins veg.
Sigurður Bogi Stefánsson, geólæknir á geðdeild Landspítalans,
segir heilaþvott vera aðferðir sem auka líkur á að koma þoðskap
á framfæri og hafa áhrif á hugsanir fólks. „Þessar aðferðir eru
þekktar og mikið notaðar í sölumennsku og þólitík. Vafalaust má
einnig nota þær í trúarhópum ef menn vilja koma skoðunum sínum
á framfæri.”
íslenskir trúarleiðtogar segja trúarboöun ekki eiga að vera
byggóa á heilaþvotti, heldur boðun kristni þar sem fólk sé leitt á-
fram af leiðsögn Heilags anda. „Við leggjum mikla áherslu á að
fólk leiti svara hjá Himneskum Föður við öllum spurningum er
varða fagnaðarerindi Hans," segir Ólafur Einarsson í Kirkju Jesú
Krists hinna Síðari daga heilögu en bætir við að vitaskuld komi til
kirkjunnar brotiö fólk sem kannski er móttækilegra fyrir boöskapn-
um fyrir vikið.
Þar stendur hnífurinn í kúnni. Fólk sem er einmana, veikt, brot-
ið, leitandi og auðmótanlegt sækir stíft í sértrúarsöfnuði landsins.
Eða einsog Ólafursegir: „Aðjafnaði koma ekki þeirsem eiga nóga
peninga því þeir hafa sinn guð í bankabókinni. Þeir koma sem eiga
við einhvers konar vandamál að stríða, hinir eru í vananum eða ör-
yggi. En við svermum ekki fyrir þeim heldur leitar fólk sjálft. Þeir
sem eiga við vanda að stríða eru meira á ferðinni.”
Þó fara mormónar spariklæddir á hjólunum sínum og boða trú
sína þegar þeir knýja dyra hjá landanum. Til fróðleiks má geta þess
aðjakkafötin stífu eru vinnuföt mormóna, en á miðvikudögum má
sjá þá í gallabuxum og háskólabol því þá er frí. Önnur trúfélög fara
líka í heimahús eða þá í fangelsi og á sjúkrahús þar sem auðvelt
er að nálgast hina veiku og boða Guðs orð. Það er líka mikið í húfi
að þeir sem hlusta gangi síðar til liðs vió söfnuðina því ríkið greið-
ir sóknargjöld með hverju sóknarbarni og Biblían boöar að sóknar-
barnið borgi tíund af launum sínum til safnaðarins. Því fylgja flest-
ir, enda Guðs orð og skipun.
Sigurður Árni í Biskupsstofu segir heilaþvott eiga sér stað í
verstu tilfellunum og það sé í raun hægt að líkja þeim við masó-
kista sem vilja láta skamma sig og lesa yfir sér. „í skörpum sér-
trúarsöfnuðum eru gjarnan menn sem vilja vera miklir leiðtogar.
Það er þekkt að slíkir menn nota oft ofbeldi og færa jafnvel trúar-
leg rök fyrir því að lemja. Trúin er þar meö notuð sem tæki eða
réttlæting grimmdar. Þjóðkirkjan er mjög meðvituð um að bera
viróingu fyrir frelsi einstaklingsins og að vilja efla hann til þroska.
Þeir sem ekki þora að vera þeir sjálfir og taka afleiðingum gjörða
sinna finnst þægilegt að lifa í afmörkuðum heimi smáhóps þar sem
þeir lifa eftir ákveðinni rullu og leiðtoginn segir þeim hvernig þeir
eiga að lifa, deyja, starfa, elska og hvað má og má alls ekki. Það
er enda auðvelt að finna reglusafn og nota sem flóttatæki við því
að glíma við samtíðina og þá þekkingu sem þarf að samræma í dag.”
Mátturinn og dýrðin?
í kristinni trú og íslamskri gegnir Djöfullinn veigamiklu hlutverki.
Sumir aðhyllast reyndar og dýrka þennan fallna engil Guðs og til
eru þröngir hópar manna sem stunda svartagaldur og djöflatrú á ís-
landi með tilheyrandi kynlífsfórnum og ólifnaði. Fróðir menn segja
þó hvergi vera stundaða jafnmikla djöflatrú og í kristinni trú og þá
einkum og sér í lagi hjá sértrúarsöfnuðum landsins þar sem synd-
ir og freistingar ógni mönnum f hverju horni. Sumir hafa gantast
með það að sjónvarpsstöðin Omega sé höfuðvtgi djöfladýrkenda
því fáir fá eins ríflegan útsendingartíma og skrattinn sjálfur á þeim
bæ. Leiðtogar kristinna trúfélaga á íslandi segjast fullvissir um til-
vist Satans og það helvíti sem hann útbreiðir meðal vor. Sigurður
Árni hjá Biskupsstofu segir helvíti og djöfulinn hluta af sameigin-
legri trúarhugsun kristninnar en það skiþti miklu máli að túlka
þessi mál ekki yfirborðslega. „Þjóðkirkjan erekki upptekin af djöfl-
inum en tekur hið illa alvarlega, hvort sem það er í lífi einstaklings
eða óréttlæti samfélagsins. Þegar maður er í andstöðu, eins og
gjarnan er í litlu trúfélögunum, þarf alltaf að finna óvin og þá er
djöfullinn eitt besta stjórnunartæki sem völ er á. Þjóðkirkjan er
uppteknari af Guði en óvininum, gæskunni en grimmdinni og gleð-
inni en depurðinni.”
Eins og áður sagði sækja viðkvæmar sálir einna mest í um-
hyggju sértrúarsafnaða. Þeim verður líka skeinuhættara en hinum
sterkari. „Ég hef þó ekki orðið var við að til mín sem læknis sæki
fólk fremur úr einu trúfélagi en öðru,” segir Sigurður Bogi geðlækn-
ir. „Flestir sem rækja sína trú standa föstum fótum á jörðinni og
valda því að sinna þeim þáttum í eðli stnu sem ekki þurfa að lúta
lögmálum skynseminnar, svo sem tilfinningum og trúarþörf. Ein-
mana fólk og vansælt, sem er að öðru leyti heilbrigt, leitar stund-
um eftir félagsskap og lífstilgangi í trúmálum, gjarnan sér til
gagns. Hins vegar geta þeir sem veikir eru fyrir lent í miklum erf-
iðleikum. Þeir sækja í óhefðbundna hópa í leit að nýrri heimsmynd,
sem hæfir breyttri hugsun og skynjun þeirra sjálfra. En það á ekk-
ert sérstaklega við um trúarhópa, heidur líka óhefðbundna heim-
speki- eða stjórnmálahópa. Og þeim vegnar yfirleitt ekki vel þar.”
Hvað sem á gengur mun trúarþörf fólks valda áframhaldandi leit
að fullkomnu samlífi með Guði. Hið fullkomna nesti í þann leiðang-
ur er heilbrigð skynsemi og varúð gagnvart mislitum lömbum
Guðs. Biskupsstofa og prestar Þjóðkirkjunnar hafa fengið smjör-
þefinn af því þegar Guðs ríki hefur verið skekið.
„Já, við fáum margar og óbeinar kvartanir inn til okkar,” segir
Sigurður Árni hjá Biskupsstofu. „Prestar þjóna þá því hlutverki að
sinna sálgæslu fyrir viðkomandi, en hafa auðvitað ekki lögsögu í
málefnum söfnuðanna. Menn hafa lent í öllu mögulegu innan þess-
ara trúfélaga og málin eru margvísleg. Ég get þar á meðal talið
upp kynferðislega misnotkun og andlegt ofbeldi. Þetta er alltaf
hættan þegar sjálfskipaðir spámenn eiga í hlut og kemur æ meira
inn á borð til okkar.”
Rúna Jónsdóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Stígamóta, kann-
ast vel við að kynferðisofbeldi tengt trúfélögum komi inn á borð til
hennar, en segir þau flest tilheyra íslensku Þjóðkirkjunni og henn-
ar þjónum, enda sóknarbörnin langflest þar. „Kynferðislegt ofbeldi
á sér því miður stað innan Þjóðkirkjunnar en hún er ekki undanskil-
in öðrum starfsgreinum, þótt ætla mætti að þeir sem innan henn-
ar starfa ættu að vera meiri fyrirmyndir en aðrir. Það er þó mikil-
vægt að geta þess að misnotkun innan kirkjunnar er væntanlega
ekki meiri en annars staðar og e.t.v. minni. Ég man líka eftir ein-
stökum dæmum úr sértrúarsöfnuðum landsins. Ég get staðfest að
konur og börn hafa sagt frá þvf hjá Stígamótum að þeim hafi ver-
ið nauögað af kirkjunnar þjónum og í Guðs nafni og vilja. Kirkjunn-
ar menn eiga auðvelt með að misnota aðstöðu sína þótt það heyri
sjaldgæfum undantekningum til að þeir nýti sér það, sem betur fer.”
Hún segir flest kynferðisbrotanna framin án nokkurra vitna og
sum í nafni trúar. Því sé oftast orð á móti orði þegar kemur til
kasta dómstóla. „En níutíu prósent þess kynferðisofbeldis sem
kemur inn til okkar er aldrei kært, einfaldlega vegna þess að fórn-
arlömbin vilja það ekki og vita jú að fæstar kærur leiða til dóms-
fellinga. Þau fáu mál sem kærð eru eru ósjaldan felld niöur vegna
skorts á sönnunum. Því ganga þessir ofbeldismenn um með
óflekkað mannorð og enginn veit hvaóa eðii þeir hafa að geyma."
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir er blaóamaður Skýja. Hún var fermd í Bústaðakirkju.
38 SkÝ ( JESÚ NAFNI