Ský - 01.06.2002, Side 38

Ský - 01.06.2002, Side 38
I nýlegu tilviki varð það barni Votta Jehóva til blessunar að ekki þurfti að grípa til blóðgjafar. Hins veg’ar voru aðstæður það tæpar að læknar gjörgæsludeildar vildu tryggja sig fyrir atviki á borð við það í framtíðinni. sér hættur á smiti. Að minnsta kosti 200 spítalar í heiminum bjóöa upp á alla læknisþjónustu og skurðaógeröir án blóðgjafa og þaó væri ekki nema af þvt að það er góóur valkostur í læknismeðferð. En túlkun okkar á Biblíunni segir okkur aó þetta sé ófrávíkjanlegt.” Gunnar í Krossinum segir skilaboð Bibltunnar skýr þegar kemur að neyslu blóðs, en þó sé aldrei álitamál eða spurning um að hafna blóði þegar iíf liggur við. „Fólk verður að fá að velja sjálft og ráða sínu lífi, en hérlendis hafa læknar þurft að taka af skarið þegar mál hafa staðið tæpt hjá Vottunum og fólk verið nær dauða en lífi vegna þess að það hefur ekki viljað þiggja blóð.” Það mun reyndar rétt vera hjá Gunnari aö málefni Votta Jehóva koma reglulega upp á borð læknastéttarinnar. Haukur Valdimarsson aðstoðarlandlæknir segir blóð helst ekki gefið í óþökk því mikilvcegt sé að viðkomandi sé sáttur við meðferðina. „Það eru blóðlæknar og gjörgæslulæknar sem komast í snertingu við vandamál af þessu tagi í samskiþtum sínum við Votta Jehóva, en blóðgjöf er tækni og kunnátta sem læknar verða að nota til bjargar mannslífum. Blóðgjöf er óhjákvæmileg í tilfellum þar sem blæðing er óstöðvandi, eins og eftir bílslys þar sem slagæðar rifna og til dæmis lifur og milta springa. Einnig við fæðingar og marga sjúkdóma og sum krabba- meinslyf geta valdið alvarlegu blóðleysi. Ég þekki dæmi um Vott Jehóva sem var krabbameinssjúkur og blæddi mikið. Læknirinn reyndi að telja hann á að þiggja blóð því það myndi lengja ilf hans og bæta líðan. Hann neitaði blóðgjöfinni af trúaraðstæóum. f því til- felli varð læknirinn aö hlýða þar sem sjúklingurinn var með sjálf- stæða hugsun, en auðvitað lést sá fyrr en hann hefði annars gert.” Haukur segir sjálfráða fólk hafa lagalegan rétt á að velja hvaða læknisúrræói það þiggur og að ættingi geti aldrei tekið ákvörðun fyrir meðvitundarlausan sjúkling sem er sjálfráða. Við slíkar að- stæður er það læknirinn sem ræður ferðinni og er, að áliti Hauks, varinn fyrir dómstólum án nokkurs vafa. „Fyrir skemmstu kom til okkar fýrirspurn frá gjörgæsludeild Landspítalans þar sem læknar leituðu eftir umsögn um hvort þeir gætu gefið barni í söfnuði Votta Jehóva meðferð gegn vilja foreldra eða forráðamanna. f svari Sig- uröar Guðmundssonar landlæknis kemur fram að í lögum um rétt- indi sjúklinga nr. 74/1997 er sérstakur kafli með sérreglum um sjúk börn. í 26. grein laganna er kveöið á um að foreldrar sem fara með forsjá barns skuli veita samþykki fyrir nauðsynlegri meðferð sé barnið yngra en 16 ára. Eftir því sem kostur er skulu sjúk börn höfö meö í ráðum og alltaf ef þau eru 12 ára og eldri. Neiti forráða- menn barns að samþykkja nauðsynlega meðferð skal læknir snúa sér til barnaverndaryfirvalda og er það í samræmi við ákvæði barnaverndarlaga. Ef ekki vinnst tími til að leita liðsinnis barna- verndaryfirvalda vegna lífsnauðsynlegrar bráðameðferðar á sjúku eða slösuðu barni er skylt að hafa heiibrigði þess að leiðarljósi og grípa tafarlaust til nauðsynlegrar meðferðar. Enginn vafi er á því að þessi ákvæði taka til þess vanda sem lýst var í bréfi læknanna. Meti læknir það svo að blóðgjöf sé hið eina sem geti bjargað lífi 36 SKÝ í JESÚ NAFNI

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.