Ský - 01.06.2002, Side 15

Ský - 01.06.2002, Side 15
GOTURNRR KflTRIN OLflFSi Heimsborgarinn Katrín Olafsdóttir dansar með börnunum sínum á kvöldin, leikstýrir kvikmyndum á daginn og galdrar fram seiðandi krásir handa gestum sínum hvenær sem færi gefst. Hteígi Bergstaðastræti í Reykjavík (1972-1976) Fyrstu minningarnar á ég úr Bergstaöastrætinu þar sem ég bjó meö mömmu og pabba. Fyrir tilviljun var ættarsetur blóöfööur míns beint á móti húsinu okkar og þar bjó pabbi á jarðhæóinni. Því vaknaði ég alltaf eld- snemma á morgnana, stalst yfir götuna, inn í garöinn og að svefn- herbergisglugganum hans pabba. Svo horfði ég dáleidd á hann sofa. Á veggnum fyrir ofan rúmiö hékk hiö fræga plakat sem sýnir Uncle Sam benda grimmilega á þann sem á horfir. Mér fannst hann auðvitað vera að skamma mig fyrir gægjurnar og var sem lömuó af ótta. Seinna sagöi pabbi mér aö Sam þjónaði þeim eina tilgangi að kærastan myndi taka inn p-pilluna. Tjarnarból á Seltjarnarnesi (1977-1979) í Tjarnarbólinu var krökkt af krökkum og mikil blokkarstemmning. Mesti vandinn sem blasti viö manni í daglegu amstri var sú brjálaða pressa drengjanna í hverfinu að maður girti niður um sig og sýndi á sér píkuna. Þessar athafnir fóru jafnan fram í ruslageymslum blokkarinnar og til þess að stelpurnar létu undan þrýstingnum buðust strákarnir oftast til aö sýna typpin sín á undan. Þetta var náttúrlega ömurleg sjón, þetta áhangandi rusl, og alveg út í hött. Ég lét aldrei undan og girti aldrei niður um mig t þeirra viðurvist, sýndi þeim ekki einu sinni í nærbuxurnar. Holtsbúð í Garðabæ (1979-1982) Næst komum viö okkur fyrir í hverfi Viðlagasjóðshúsa þar sem öll húsin eru eins. Innandyra ríkti lúxus í formi rúmgóðs sánabaðs, en enginn í hverfinu fór nokkru sinni í sána að mér vitandi. Allt um kring voru nýbyggingar og dögunum var eytt í aö vaða húsagrunna og smíða fleka. MHHB Ljósmynd: PÁLL STEFÁNSSON 13 SKÝ

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.