Ský - 01.06.2002, Qupperneq 16

Ský - 01.06.2002, Qupperneq 16
GÖTURNRR MlNRR = FYRST & FREM5T Miklabraut í Reykjavík (1982-1987) Ég var alltaf skíthrædd á Miklubrautinni því í húsinu hafði verið framið hrottalegt morð nokkru áður. Allt logaði af reimleikum og ennþá eiga martraðir mínar rætur í þessu húsi. Reyndar átti ég svo skammvinnt ástarævintýri með syni morðingjans litlu seinna. Frændsystkin mín bjuggu í Hlíðunum og þar var ég heimalningur alla daga og át ristað brauð með hnetusmjöri og sultu í öll mál. Á unglingsárunum voru svo haldin alveg rosaleg partí þar sem smekkfullt var út úr dyrum. Hef ég ekki séð jafnlanga klósettröö á neinum skemmtistað fyrr né síðar. Preston Road { London, Englandi (1988-1989) Hugur minn stefndi á dansnám og ég flutti til London. Þar deildi ég viðbjóðslega kaldri íbúð með tveimur íslenskum stelpum sem stunduðu dansnám við sama skóla og ég. Þurfti fimmtíu penní til að kaupa skammvinna kyndingu en leigusalinn kynti kofann frítt f örskamma stund þegar allir voru í fasta svefni eöa um miðjan dag þegar enginn var heima. Þetta var frábær tími en svo fór ég heim í jólafrí, varð ástfangin og lét barna mig. Þá var ég skyndilega orðin ballerína bomm bomm og flutti heim á ný. tannlækniskapítalistanum varð vel til vina og er hún ennþá ein af mínum bestu vinkonum í dag. Jacob Cats Kade í Amsterdam, Hollandi (1993-1994) Ég fór sem gestanemi til Rotterdam Tans Akademie en fannst ég ekkert græða á því hangsi og hélt til Amsterdam. Borðstofan sneri út aö fallegu síki og var dásemd að horfa á Morgunstjörnuna sigla hjá í bítið og rauð Ijós bátanna breytast í rauðar stjörnur sem færðust nær og nær á kvöldin. Hverfisgata í Reykjavík (1994-1996) Flutti í slömmið á Hverfisgötunni gegnt lögreglustöðinni. Fljótlega tilheyrði maður gettó-pakkinu og upplifði gettó-lífið mjög sterkt. Þarna var mikil aksjón og oftar en ekki mættu manni blóðslettur á öskutunnunum og steinar flugu inn um gluggana. Hverfisgatan er örugglega ekki barnvæn gata en ég fékk góðan díl á þessari íbúð og tók hana í gegn. Tannlæknirinn áðurnefndi flutti svo í íbúðina fyrir ofan mig. Ég var oftast staurblönk en naut þess að elda og tannlæknirinn loðinn um lófana en leiddist að elda. Því var sambúðarformið allt aó því fullkomið. Rue des Poelliers í Angers, Frakklandi (1991-1992) Fór í frábæran nútímadans- og kóreógrafíuskóla í Angers sem var jafn- framt mikið þrælahald. Ásamt breskri bekkjarsystur minni leigði ég fallegustu íbúð bæjarins í gamalli kapellu með stórum, steindum gluggum. Hægt var aö sitja á gluggasyllunni og horfa á mannlífið líða hjá. Grettisgata í Reykjavík (1989-1991) Fyrstu ár Heklu, dóttur minnar, liðu í lítilli íbúö á Grettisgötunni. Barnsfaðir minn var í Leiklistarskólanum og aldrei heima af þeim sökum. Þetta voru mikil viöbrigði í mínu lífi. Ég fór úr því að vera heimsborgari í það að vera ein með eyrnaveikt barn sem grét allar nætur. Ljúfar stundir voru svo helstar þegar barnsfaðirinn glamraði á kassa- gítarinn sinn og söng mér ástarljóð á svölunum til að opinbera ást sína fyrir umheiminum. Þarna er ég níu á með pabba undir viðlagasjoðslúxu Rue Lepic í París, Frakklandi (1992-1993) Rue Lepic gengur upp af Rauðu myllunni í Montmartre-hverfinu sem er eins konar þorp inni í borginni. Gatan liggur ofan við strippklúbbastrætið Boulevard Clichy og fyrst í stað var Metro-stöðin mín biluð. Því þurfti ég að fara út á Clichy-stöðinni og labba heim. Því fylgdi gífurlegt ónæði enda menn orðnir graðir eftir allt strippið og vildu konu strax. Fljótlega eignaðist ég þó verndara, stærðarrum sem vann við dyravörslu á einum klúbbanna og útskýrði fyrir graöfolunum aö láta mig í friði þar sem ég byggi í hverfinu. Þarna eyddi ég tímanum í dans og skiþulagningu framtíðarinnar. Calle Freneria í Barcelona, Spáni (1996-1999) Nú var ég orðin leið á íslandi og vildi fara út aftur. Spánn lá þá beinast við. Ég leigði risastóra íbúð við rassinn á dómkirkjunni í Barcelona og byrjaði að dansa en slasaði mig fljótlega á æfingu. Þá var ég komin með dellu fyrir stuttmyndagerð og fékk vinnu við slíkt í gegnum vinkonu rmína. íbúðinni fylgdu endalaus matarboð enda er matarverð ekki mannréttindabrot á Spáni eins og hér. Því gat ég stundað mína eftir- lætisiðju sem er að handpikka út gesti og bjóða heim í dýrindis matarboð. Calle de los Dos Rios í Madríd, Spáni (1999-2001) Ástin bar mig til sveitaborgarinnar Madrid. Ég kynntist spænskum barnsföður mínum við kvikmyndatökur og á milli okkar kviknaði einfaldlega bál. Gatan var í úthverfi höfuðborgarinnar og var áður lítið þorp. Afi barnsföður míns hafði verið bæjarstjóri í þorpinu og við bjuggum í gamla húsinu hans. Með tilkomu okkar lækkaði meðal- aldurinn um þrjátíu ár, en þarna kynntist ég ótrúlegum körlum og kerlingum sem höfðu lifað af borgarastyrjöldina og kunnu merkilegar sögur. Kirkjan í þorpinu státaði svo af háværustu kirkjuklukkum Spánar og var hringjarinn orðinn svo elliær að hann hringdi klukkunum um miðjar nætur og vakti mann upp með andfælum. Það skondna var að afi sonar míns hafði gefið þorpinu þessar skaðræðis klukkur þegar hann giftist bæjarstjóradótturinni foröum. ra a ð sleikja sólína húsvegg á snum í Garðabæ. Skeggjagata í Reykjavík (1992-1993) Eini mínusinn viö Skeggjagötuna var óþolandi tannlæknir sem bjó á efri hæðinni og hélt hávaðasöm partí mörgum sinnum í viku. Ég vann myrkranna á milli við að setja upp danssýningu og fékk aldrei stundlegan frið eða næói heima. Oftar en ekki fór ég fram á sloppnum til að kvar- ta og hringdi nokkrum sinnum á lögguna og lét hreinsa út. Svo gerðist það seinna, þegar partítímabilinu lauk, að okkur Frakkastígur í Reykjavík (2002) Núna bý ég með börnin mín tvö í húsinu hans pabba. Ég ætlaði að stoppa stutt yfir jólin en svo lést pabbi skyndilega. Enn einu sinni er ég með kirkjuklukkurnar ofan í heimilislífinu, en dóttir mín uppgötvaði nýlega að pabbi hafði alltaf búið undir kirkjuturnum. Ég veit að ég vil búa á Spáni og við förum aftur út eins fljótt og við getum. Það hefur þó sýnt sig að í öllum plönum þarf maður að gera ráð fyrir hinu óvænta. ÞLG 14 SKÝ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.