Ský - 01.06.2002, Side 20

Ský - 01.06.2002, Side 20
: FYRSfVl EM '* K Þorsteinn Guðmundsson er kynþokkafulli fóstbróðirinn. Nærvera hans á skjánum virkar áhorfshvetjandi fyrir veikara kynið sem þráir pínulítið sætt saman við það sóðalega. ... þú hættir lífi þínu fyrir einhvern? Nokkur ár. Þá var ég aö labba yfir ísi lagt Elliöavatnið og datt niöur um vök (ég var feitari þá). Ég var meö strákinn minn á snjóþotu fyrir aftan og það fyrsta sem ég geröi var að ýta honum eins langt frá og ég gat svo hann myndi ekki detta ofan í vatnið með mér. Mér tókst reyndar auöveldlega að vippa mér upp úr vökinni (hugsanlega vegna þess að vatniö er ekki nema um metri á dýpt). En þetta er engu að síöur hetjudáð sem ég er stoltur af. ... þú stóðst upp fyrir einhverjum í strætó? Það var einhvern tím- ann á áttunda áratugnum. Ég hafði það fyrir reglu að standa upp fyrir óléttum konum, gömlum kerlingum og þroskaheftum. Þetta er allt fólk sem mér stendur stuggur af þannig að það er eins gott að passa sig. ... þú styrktir gott málefni? Ég keypti takkaskó á son minn fyrir nokkrum dögum. Ég bauð bróður mínum upp á bjór fyrir um viku síðan. Svo keypti ég Cosmopolitan fyrir konuna mína í gær. Ég er gangandi góðgerðastofnun. ... þú hruflaðir þig til blóðs? Það er svona vika síðan. Þá var ég að gera við þakið á húsinu. Vafði fingurinn með klósettpappír og ein- angrunarteipi. Það virkar alltaf vel. ... þú tróðst fram fyrir í biðröð? Það geri ég aldrei. Ég forðast biðraðir. Vil ekki láta ókunnugt fólk snerta mig. ... tekin var af þér mynd sem þú varst ánægður með? Ég er of hé- gómagjarn til að vera ánægður með þær myndir sem teknar eru af mér. Ljósmyndurum tekst alltaf að draga fram mín heimskulegustu svipbrigði, láta hökuna á mér vera óeðlilega stóra, kasta jarprauð- um blæ á hárið á mér og láta barkakýlið á mér skaga út í loftið. Eg er miklu fallegri og myndarlegri í raun. ... þú reyndir að vingast við nýbúa? Ég reyni aldrei að vingast viö neinn, er svona frekar að reyna að fækka vinum en fjölga. Svo finnst mér þetta nýbúatal á villigötum. Annaðhvort er fólk íslend- ingar eða ekki, hvort sem það er nýflutt til landsins eður ei. Sem betur fer er ég farinn að sjá fleiri íslendinga niðri í bæ en þessa hvítu, glaseygðu og niöurfeitu sem ég ólst upp með. Ef einhver þjóð hefur þörf fýrir nýtt blóð þá er það þessi hér. Við montum okk- ur af því að heilu byggðarlögin eiga sama afann sem svaf hjá öll- um frænkum sínum. ... þú fékkst óstöðvandi hláturskast? Nokkrir dagar. Ég lá uppi í rúmi og sagði konunni minni frá hugmynd sem ég ætla að nota i uppistandinu mínu. Mér fannst þetta svo fyndið að ég gat ekki hætt aö hlæja, lá í krampa, tók andköf og reyndi að fela gapandi og slefandi góminn með sænginni. Henni fannst þetta ekki beinlín- is fyndið. Meira svona sniðugt. ... þér var treyst fyrir leyndarmáli? Það er nánast daglegur viðburð- ur. Það er siður í minni fjölskyldu að halda öllum hlutum sem leynd- armáli. Ég er samt ekki að segja að maður megi ekki deila þessum leyndarmálum með vinum, vandamönnum, góðum kunningjum og þeim sem maöur treystir almennt. Bara ekki hverjum sem er. þlg 18 SKÝ Ljósmynd: PÁLL STEFÁNSSON

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.