Ský - 01.06.2002, Síða 24

Ský - 01.06.2002, Síða 24
Ljósmyndir: PÁLL STEFÁNSSON Þakkir: GKOG EPAL EIGIN HUSBONDI Jón Ásgeir Jóhannesson er umtalaður og umdeildur maður. Hann er lítt gefinn fyrir sviðsljósið en í þessu fyrsta tímaritsviðtali sínu ræðir hann við Jón Kaldal um drifkraft sinni í viðskiptum, úrelt tengsl stjórnmála og atvinnulífs á íslandi og lífið eftir vinnu. Jón Ásgeir og faöir hans Jóhannes Jónsson hafa á ótrúlega stuttum tíma byggt frá grunni víðfeömt viðskiptaveldi með umsvif í fimm löndum. Það er langt frá því að allir hafi tekið vexti fyrirtækis þeirra þegjandi og hljóðalaust. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæóisflokksins og forsætisráöherra, hefur ítrekað, undir rós og með beinum hætti, sent Baugi tóninn og hugur Össurar Skarphéðinssonar, for- manns stærsta flokksins á hinum kanti stjórnmálanna, í garð Baugs ætti að vera öllum kunnur eftir að bréf hans til forsvarsmanna fyrirtækisins var gert opinbert nú í vetur. Innan viðskiptalífsins hefur Jón Ásgeir lent í snörpum skærum í tengsi- um við félög sem Baugur hefur fjárfest í. Af honum fer það orð að hann sé óvæg- inn í viöskiptum og sé tilbúinn að leggja hart að sér til að ná sínu fram. En þátttaka Baugs í viðskiptum hefur ekki aðeins vakið athygli innanlands. At- hygli breskra fjölmiðla, ekki síst þeirra sem sérhæfa sig í viðskiptaskrifum, vakn- aði svo um munaði þegar Baugur gerði sig líklegan síðasta haust til að yfirtaka bresku fatakeðjuna Arcadia, en það fyrirtæki er um fimm sinnum stærra en Baug- ur. Umfang þeirra viðskipta er með svo miklum ólíkindum að erfitt er að setja þau í samhengi svo þau skiijist. Fyrir átti Baugur 20,1 prósent í Arcadia og var félag- ið tilbúið að greiða á milli 74 og 80 milljarða fyrir þau 79,9 prósent sem upp á vantaði. Það jafngildir ríflega fjórðungi af fjárlögum íslands. Það er því ekki skrítió að athygli bresku pressunnar hafi vaknað svo um mun- aði. Fjölmargar greinar hafa birst um Baug og var meðal annars þessi lýsing á þeim feðgum Jóni Ásgeiri og Jóhannesi í marshefti hins virta viðskiptatímarits Institutional Investor Magazine: við viðskiptavinina. Jón Asgeir, sem sjaldan kemur fyrir almenn- ingssjónir, stýrir fjármálum og stefnumótun fyrirtækisins. Hann kann best við að klæðast svörtum fötum frá þekktum hönnuðum ■ er aldrei með bindi - og skartar axlasíðu brúnu hári Þannig hefur athyglin ekki síst beinst að mönnunum að baki Baugi og þá Jóni Ásgeiri sérstaklega. Breskir btaðamenn hafa spurt: Hver er þessi ungi íslenski viðskiptajöfur sem vill kaupa eitt stærsta verslunarfyrirtæki Bretiands? Þeirri spurningu er ekki auðvelt að svara því Jón Ásgeir forðast sviðsljósið eins og hann mögulega getur. Hér á eftir gefur hann hins vegar innsýn inn í hugarheim sinn og þau fjölmörgu mál sem fyrirtæki hans er með í deiglunni.

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.