Ský - 01.06.2002, Síða 28

Ský - 01.06.2002, Síða 28
dæmis á Englandi, án þess aö bera saman hvaöa forsendur liggja aö baki, eins og til dæmis flutningar til landsins, innflutnings- höft og fleira. Það sem skiptir hins vegar öllu máli í þessu samhengi er hversu stór hluti ráðstöfunartekna heimilanna fer í mat. Sú tala hefur veriö að fara niöur á við. Ertu með tölur handbærar yfir þetta hlutfall, frá því áður en Bónus var opnaður fyrir þrettán árum og miðað við stöðuna í dag? Já, áöur en viö opnuðum Bónus var hlutfall matvöru af ráðstöfunartekjum tuttugu og eitt prósent en nú er þaö rétt rúm sautján prósent og er á leið niður á viö. Viö höfum ítrekað bent á þessa staðreynd en hún virð- ist ná illa í gegn, hjá sumum að minnsta kosti. Sumir stjórnmálamenn eru mjög upp- teknir af stærð Baugs. Þeir hafa gert at- hugasemdir við hversu stór við erum orðin og látið liggja að því að Baugur hafi stækk- að svona með því að okra á matvöru. Þetta er mjög leiðinleg tugga sem við þurfum sí- fellt að vera að berjast gegn. Við værum náttúrulega ekki komin í þessa stærð nema við hefðum eitthvað að selja sem neytend- ur vildu kaupa. En er Baugur að verða of stór á íslenskum matvörumarkaði? IMei, það er bullandi sam- keppni á þessum markaði. Það eru alltof margir fermetrar í gangi undir matvöru og það er afrakstur samkeppninnar. Menn fjár- festu ansi frjálslega árin 2000 og 2001. Það varð hálfgert klukkubúðaæði árið 2000 en það hefur verið að ganga að vissu leyti til baka undanfarið. Við höfum til dæmis lokað tveimur 10-11 búðum og breytt öðr- um í Bónusverslanir. Þá má nefna breytingu Nýkaupa í Hagkaup f Kringlunni þar sem verslun Nýkaupa var áður. Sú breyting mun leiða af sér umtalsvert lægra vöruverð f versluninni. Með þessu erum við að svara stöðugt aukinni kröfu neytenda um lægra vöruverð. Þar fyrir utan má gera ráð fyrir aö breyting Nýkaupa í Hagkaup hafi áhrif á út- reikning vísitölu og þar með hagstæð áhrif á verðbólgumælingu til lengri tíma. En fyrst afkoma hér heima hefur verið svona döpur, kemur til greina að losa sig úr viðskiptum á íslandi og einbeita sér að er- lendum umsvifum Baugs? Afstaða okkar til allra fjárfestinga okkar er sú að ef rétt verð býðst, þá skoðum við það. Ef út í það er far- ið gætum við hæglega notað fjármuni, sem við fengjum fyrir einhverja keðju hér, til þess að halda áfram uþpbyggingu og bæta rekstur okkar í Bandaríkjunum. Þar eru feikileg vaxtartækifæri. Viö erum svo alveg klár á því að við munum ekki bæta miklu við okkur hér á heimamarkaði en eigum þó nokkuð í land að ná viðunandi rekstrarnió- urstöðu sem er verkefni nr. 1 á íslandi næstu mánuði og ár. Við erum komin í okk- ar stærð hér og það væri mjög dýrt að láta Baug vaxa frekar innanlands, til dæmis með frekari yfirtökum. Við ætlum að ein- beita okkur að því að vaxa erlendis. Þið voruð komnir með mjög stórt og öflugt fyrirtæki hér áður en þið hófuð að fjárfesta utan landsteinanna. Hvað kom til að þið ákváðuð að hefja verslun í öðrum löndum? Við höfum gaman af þessu og sáum ákveð- in tækifæri. Við settumst ekki niður við stefnumótun í sex mánuði og ákváðum svo að fara þessa leið. Tækifærið sem skapað- ist í Bandaríkjunum kom upp í hendurnar á okkur í samstarfi við bandarískan sam- starfsmann okkar, Jim Schaefer, sem var áður ráðgjafi hjá Baugi. Það þróaðist mjög vel, enda eru það oft bestu fyrirtækin sem verða til nánast upp úr engu og hafa alist upp þannig. JÓN OG STJÓRNMÁLIN Hafa viðskipti þín utan landsteinanna opn- að þér nýja sýn á viðskiptaumhverfiö hér á íslandi? Já, vissulega. Ég hef hvergi rekist á önnur eins afskipti stjórnmálamanna af atvinnulífinu eins og hér. Hutirnir hér eru á ótrúlega persónulegu plani. f þeim löndum sem við viljum miða okkur vió myndi það aldrei gerast að stjórnmálamenn færu í ræðustól í þjóðþingum og réðust á ákveðin fyrirtæki. í stjórn Baugs er Norðmaður, sem er fulltrúi Reitan Handel, eins stærsta verslunarfyrirtækis Noregs. Það er í raun og veru mjög fyndið að reyna að útskýra fyrir honum þetta íslenska ástand; hann verður svo gjörsamlega forviða. Þetta ástand, þessi stöðugu afskipti stjórnmálamanna, munu verða til þess að erlendir aðilar hræó- ast að fjárfesta í fyrirtækjum á íslandi. Hefur þú einhvern tíma verið flokksbundinn? Já, ég var félagi í Ungum sjálfstæóismönnum á Seltjarnarnesi. Sjálf- stæðisstefnan höfðartil mín, en mér finnst sú stefna sem er rekin innan Sjálfstæðis- flokksins í dag vera úrelt. Sjálfstæðið og einkaframtakið hefur mátt víkja fyrir öðrum skoðunum sem mér finnst ótækt, til dæmis finnst mér ríkisstyrkir og slíkar ábyrgðir vera langt frá því að vera í anda sjálfstæð- isstefnunar. Það er enn töluvert í land með að hér sé frjálsræði í viðskiptum. Ríkið á til dæmis að hverfa út úr fyrirtækjarekstri, jafnvel þótt forsvarsmönnum ríkisstjórnar- innar finnist sem þeir fái ekki það verð sem þeir vilja fyrir ríkisfýrirtækin. Það skiptir ekki máli þótt fáist einhverjum milljónum minna eða meira fyrir þau, auranir koma inn

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.