Ský - 01.06.2002, Qupperneq 29

Ský - 01.06.2002, Qupperneq 29
í ríkisskassann á endanum. Ríkió á einfald- lega aö fara út, eða eins og Margaret Thatcher sagöi á sínum tíma: ríkið á ekki að vera í samkeppni við einkaaðila. Þennan hugsunarhátt vantar hér. Hvað er ríkið til dæmis að vasast í því að reka fríhöfn og á- fengisverslanir? Ef maður á veitingastað er manni treyst til þess að meta hvort fólk sé orðið nógu gamalt til þess að kauþa áfengi, en manni er ekki treyst ef maður á mat- vöruverslun. Þetta er út í hött. Annað sem mér finnst furðulegt er hvernig Sjálfstæðisflokkurinn neitar að horfa í kring- um sig og til Evrópusambandsins, menn hljóta að verða að skoða þann möguleika. Hefur þér hefur aldrei dottið í hug af hrein- um viðskiptahagsmunum að ganga í Sjálf- stæðisflokkinn og Rótarý og spila með mönnunum þar? Nei, ég hef engan tíma í slíkt og ekkert gaman af því. En ég hef vissulega gaman af því að setjast niður með sumum stjórnmálamönnum og ræða málin í víðu samhengi. Vilhjálmur Egilsson er einn af þeim, þótt mér finnist hann hafa verið deyfður fullmikið niöur í seinni tíð. Pétur Blöndal er annar maður sem hefur kraftmiklar sjálfstæðisskoðanir. Það vantar meira af þeirri hugsun sem þessir menn standa fyrir innan Sjálfstæðisflokksins. En hvað um Baug, hefur fyrirtækið styrkt einhvern stjórnmálaflokkanna með fjárfram- lögum? Já, við höfum gert það. Einhvern einn umfram annan? í krónum talið höfum við örugglega styrkt Sjálfstæð- isflokkinn mest, en í gegnum tíðina höfum við styrkt alla flokka. Hverjir eru frambærilegustu stjórnmála- menn landsins að þínu mati? Innan Sjálf- stæðisflokksins eru það Villi Egils og Pétur Blöndal, en svo finnst mér Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vera á góðri leið. Steingrímur J. hefur staóið sig vel, hann er rökfastur og fylginn sér í sínum málum, þótt ég sé alls ekki sammála honum í flestu. Það er mikill söknuóur og missir í Jóni Baldvin. Það vant- ar jafnsterkan karakter á miðjuna. En hver er þín persónulega pólitík í lífinu? Ég vil fá að vera í friði. Ríkið á að setja leik- reglurnar, en láta svo markaðinn hafa sinn gang innan þess ramma. JÓN ÓLAFSSON EKKI SÁ VERSTI Hversu mikil áhrif hefur það á þig þegar hart er tekist á í viðskiptunum, eins og var til dæmis í kringum íslandsbanka og Trygg- ingamiðstöðina í vetur. Missirðu svefn? „Ég Kef hvergi rekist á önnur eins afskipti stjórnmálamanna af atvinnulífinu eins og hér ... þessi stöðucju afskipti stjórn- málamanna munu verða til þess að erlendir aðilar hræðast að Islandi. Hefurðu fengið einhverjar skýringar á þætti Landsbankans í því máli, það er að segja hvernig stóð á því að hann keypti hlut í Tryggingamiðstöðinni á hærra gengi en hann seldi síðan keppinautum ykkar um bréfin? Nei, ég veit ekki hvað var í gangi þar og átta mig ekki á þætti bankans. En ég er með kenningu um að það hafi verið utanaðkomandi aðilar, aðrir en Eyja-fjöl- skyldan [fjölskylda Sigurðar Einarssonar, útgerðarmannsj, sem voru hræddir um hvaö var að gerast innan TM. Það sást ber- sýnilega á skrifum Morgunblaðsins um mál- ið. Mogginn hafði miklar áhyggjur af þessu og þegar Mogginn hefur áhyggjur þá veit maður hver annar er áhyggjufullur. Eyja-fjöl- skyldan var sammála okkur um þær hug- myndir sem við höfðum um TM og þær hefóu klárlega aukið arðsemi félagsins. Af- staða fjölskyldunnar breyttist mjög skyndi- lega af einhverjum sökum. Við reynum hins vegar að gæta okkur á því að verða ekki ástfangnir af fjárfestingum okkar svo hægt sé að fara með peningana eitthvað annað ef svo ber við. Arðsemin er alltaf það sem skiþtir máli þegar upp er staðið. fjárfesta » fyrirtaekiuKH á Nei, ég verð ekki andvaka, það er ekki komið á það stig [hlærj. Það hjálpar mér að vera mátulega kærulaus. En þessi mál voru lærdómsrík, en að vísu mjög dýr námskeiö. Það er ekki gaman að taka þátt í félagi þar sem sjónarmið manns ná ekki fram að ganga og ekki einu sinni tekið tillit til þeirra. Þá er tímanum betur varið annars staðar. Ekki var minni hasar í kringum íslands- banka. Nú eruð þió bara tveir eftir af upp- runalega Orca-hópnum, sem var nú dálítið sérstakur hópur, og innkoma hans sem kaupanda í FBA er óneitanlega eftirminnileg. Já, það var mjög sérstakur hópur [hlærj. Það er ekki hægt að segja að leiðir hafi skilið í mikilli vinsemd. Þú sendir til dæmis Jóni Ólafssyni tóninn í fjölmiðlum í tengslum við kauptilboðið sem hann fékk á hverfi- skránni sinni í London. Hvernig var að eiga í viöskiptum í félagi við Jón? Það var dálít- ið sérstakt, en Jón er langt frá því að vera sá versti sem ég hef átt viðskipti með. Það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.