Ský - 01.06.2002, Síða 32
„Jóxi [Ólafsson] er langt frá þvi að vera
sá versti sem ég Hef átt viðskipti með....
Hann er óneitanlegra mjög athycjlisverð týpa.“
LÍFIÐ UTAN VINNUNNAR
Þú ert ekki í hópi þeirra sem maður sér
reglulega á myndum í blöðunum frá frum-
sýningum, opnunum, kokkteilboðum eða
viðlíka uppákomum. Ertu heimakær? Við
getum frekar sagt að ég hafi ekkert sérstak-
lega gaman af þess háttar mannamótum.
Maöur hefur það á tilfinningunni að þú reynir
mjög markvisst að halda þinni persónu utan
kastljóss fjölmiðlanna. Já, ég tók snemma
þá stefnu í þessum málum að þegar ég
ræði við fjölmiðla er það til þess að kynna
mitt fyrirtæki og stefnu okkar í viðskiptum,
en ekki mín persónulegu málefni. Það er
nokkuð sem mér finnst ekki eiga heima í
fjölmiðlum.
Fyrst við erum komnir á þessar slóðir,
hvernig er lífið eftir vinnu hjá þér? Það er
ósköp lítið líf eftir vinnu, þetta er tímafrekt
starf. En þess utan á ég þrjú börn sem ég
reyni að verja sem mestum tíma með.
Eitthvert áhugamál hlýtur þú að eiga þér?
Þegar tækifæri gefst reyni ég að komast á
vélsleða. Þegar færið er gott er ekkert
skemmtilegra en að vera á sleöa úti í nátt-
úrunni.
Mér skilst að þú safnir bílum og þá sérstak-
lega þeim sem geta farið hratt? Já, ég hef
haft áhuga bílum frá unga aldri, en á færri
bíla en haldið hefur verið fram. Ég á þrjá
núna, þar af einn sem Benni í Bílabúð
Benna plataði mig til að kaupa. Sá bfll er
mjög fljótur upp í hundrað.
Er þá vinnan aðaláhugamálið þitt? Já, það
verður að segjast, því miður [hlærj. En það
virðist gjarnan vera þannig að þeir sem eru
ástríðufullir verslunarmenn gefa sig alla í
hlutina. Ég held líka aó maður verði að hafa
gaman af þessu til að ná árangri.
En hver er drifkrafturinn? Peningar? Nei,
það er ekki endilega stóra málið í dæminu.
Maður fer ekki í vinnuna með því hugarfari
að ætla að græða milljón í dag, þó að sjálf-
sögðu verði að vera hagnaður af rekstrin-
um. Ég hef rosalega gaman af að sjá hug-
myndir verða að veruleika og ganga upp.
Þeir stríða mér stundum hérna innanhúss á
því að stundum þurfi aö toga suma okkar
niður úr skýjunum, þegar við erum komnir
fram úr okkur að ræða hvernig hitt og þetta
muni líta út í framtíðinni. Það er ákveðið
kikk að sjá eitthvað verða til úr engu, til
dæmis Smáralindina, verslanirnar í Svíþjóð
og keðjuna í Bandaríkjunum.
Það var Jón Kaldal sem rasddi viö Jón Ásgeir.
30 SKÝ JÓN ÁSGEIR