Ský - 01.06.2002, Blaðsíða 36

Ský - 01.06.2002, Blaðsíða 36
Þorvaldur segir hryggilegt aö margir samkynhneigðra taki orö Biblíunnar bókstaflega og leyfi sér að þjást vegna þeirra. „En þess má geta aö vísindamenn í guöfræöum rannsaka nú ákaft þaö and- lega ofbeldi og fordæmingu sem kirkjan hefur haft í frammi gagn- vart konum og samkynhneigöum í aldanna rás." Líferni Guðs ríkis f úttekt á heilbrigði trúfélaga, sem tímaritiö National Geographic birti fyrir fáeinum árum, kom fram aö mormónar veröa manna elst- ir. Þar kom líka fram að aðventistar lifa að meðaltali átta árum lengur en margir meðbræðurnir. Þökk sé Biblíunni og þeirri heilsu- fræði sem hún kennir. í agalausu samfélagi íslenskra ríkisborgara, þar sem börn þamba kók í staö mjólkur og kaffidrykkja er félagsleg athöfn, segja meðlimir kristnu trúfélaganna nei viö mörgum „sjálf- sögðum” neysluvörum. Samkvæmt kenningum Kirkjunnar drekka mormónar ekki kaffi, te, vfn né neyta þeir tóbaks eða annarra fíkni- efna. í sakramentis-samkomum telst það meðal synda sem menn vilja létta af sér hafi þeir freistast fyrir koffíni, en því má bæta við að koffínið í Coca Cota flokkast ekki undir óæskilega neyslu enda mormónar sagöir stórir hluthafar í gosdrykkjafyrirtækinu fræga. „Allt sem veldur fíkn er óæskilegt. Koffín er vanabindandi og sama má segja um tóbak, áfengi, kynlíf og fleira,” segir Ólafur Ein- arsson hjá Mormónakirkjunni. „Mörgum þykja þetta stífar reglur, en frelsið er tvíeggjað. Menn eiga að hafa frelsi til aó reykja, en hafa þeir sama frelsið þegar kemur að því að hætta? Reglur eru til að hjálpa fólki aö velja rétt og skynsamlega. Við borðum allan mat, en leitumst við að láta skynsemi ráöa í fæöuvali og neyta þess sem hollt er.” Kristnu trúfélögin halda sínu fólki einnig frá kvikmyndahúsum og skemmtistöðum. Og varlega þarf aö fara og vanda sig þegar kemur aö því að velja sjónvarþsefni kvöldsins. Svanberg hjá Vott- um Jehóva segir Biblíuna hafa ýmis ströng ákvæöi og alls ekki að- hyllast meinlætalifnað. Aö Prédikarinn hvetji menn til að njóta fagnaðar af striti sínu og vera skynsama þegar valiö er skemmti- efni. Þess má geta að helsta frístundagaman Vottanna er að ganga í hús og boða fagnaðarerindið. „Viö vitum aö margt í kvik- myndum boðar ekki beinlínis gott siöferöi eöa skynsamlegt líferni. Þar er gert út á ofbeldi og djarfa hluti í sióferðismálum. Við hvetj- um okkar fólk til aö hafa slíkar ábendingar að leiöarljósi og vera vandfýsið því allt sem við tökum inn í hugann hefur áhrif á okkur,” segir Svanberg. „Fólki er í sjálfsvald sett hvort þaó fer, en ef ein- hver í söfnuðinum væri á óheppilegri braut myndum viö hvetja hann til aö hugsa sinn gang og reyna að leiðbeina honum.” Oft er þaö hápunktur vikunnar hjá börnum aö fá að fara í bíó, skólaball eða afmæli og leikmenn hafa ekki skilning á því aö Guö sé svona strangur að hann banni slíkan leik. Gunnar í Krossinum segist ekki mæla meö því að börn fari í kvikmyndahús eða á dans- leiki. „Þetta er ekki hollt viðkvæmum sálum. Það er ekki verið að sýna Bamba í bíóhúsunum í dag enda enginn peningur í því fyrir Hollywood-iðnaðinn. í allri framleiðslu Hollywood er einhver viður- styggö, ofbeldi, blóð og siðferðislega viökvæmt efni. Við viljum halda börnunum okkarfrá þessu efni og viljum síður að þau stundi öldurhús borgarinnar sem eru nú ekki staðirtil að hrósa sér af. Ég veit alveg hvaða hugsun er í gangi þar og mundi ekki vilja né mæla með að 15 ára unglingsstúlka færi út á lífið. Á skemmtistöðunum er að finna stærstu hóruhús landsins þar sem allt er frítt.” Gunnar bætir við að unglingar vilji þó margir prófa þau tilboð sem bjóöast og einhverjir hverfi úr Krossinum um hríö, enda erfitt að koma í veg fyrir það. „Margir koma svo aftur þegar þeir hafa hlaupið af sér hornin. Börn og unglingar þurfa að vera eins og hin- ir, annars er mjög hætt við einelti. Mín börn urðu fyrir einelti í skóla fyrir það eitt að vera börnin mín. Hugsunin hefur þó breyst og fleiri gera sér grein fýrir því að það eru ekki allir steyptir í sama mót. Og fullt af fólki sem vill ala upp börnin sín í hreinlegra and- rúmi en áður og hafa skömm á ýmsu sem öðrum finnst í lagi. Viö leyfum ekki okkar börnum aö reykja eöa drekka heima eins og sumir aðrir.” í öðrum heimi Vottar Jehóva halda ekki afmæli og leyfa börnum sínum ekki aö fara í afmælisboð, né halda þeir jólin hátíðleg. Flestir vita að jólin eru heiðinn siöur og ekki nefnd á nafn í Biblíunni, heldur uppruna- lega sólrisuhátíö sem seinna mátti ekki leggja af. Því voru reikni- meistarar fengnir til að finna út aö Jesús hefði fæðst 24. desem- ber. Ýmsir fræðimenn hafa síðar bent á að hæpið sé að Jesús hafi fæðst þá þvf í ritningunni segi aö hirðar hafi haft fé sitt í nætur- haga nóttina helgu. Það gangi hins vegar ekki upp miðað við kuld- ann fyrir botni Miðjarðarhafs á þeim árstíma. Því hafi Jesús fæöst í október eöa apríl. Kristnum mönnum er nokk sama, þeir halda há- tíð Ijóss og friðar meö eftirvæntingu. „Þar sem fæðingardagur Jesú er ekki gefinn upp í Biblíunni er það vísbending um að við ættum ekki að halda upp á hann. Vott- ar sækja því ekki í það að halda jól og okkar börn vita miklu meira um þaö af hverju þau halda ekki jól heldur en hin börnin, af hverju þau halda jól. Afmæli fá ekki heldur sérlega góða einkunn í Biblí- unni og reyndar eru bara tvö slík nefnd. Annað var þegar faraó Eg- yptalands lét hengja mann í tilefni dagsins og hitt var þegar Heródes lét hálshöggva Jóhannes skírara f tilefni dagsins. Þetta hlýtur að vera ákveðinn boöskapur til okkar og því viljum viö alfar- ið halda okkur frá afmælum," segir Svanberg. Kristnir sértrúarsöfnuðir sem lifa samkvæmt bókstaf Biblíunnar hvetja sóknarbörn sín til að lifa skírlífi fyrir hjónaband og fóstureyó- ingar eru stranglega bannaöar nema í tilfelli nauðgana. Margir telja mormóna stunda fjölkvæni, en Ólafur Einarsson segir það ekki tíðkast meöal meðlima Kirkjunnarí dag, nema hjá öfgahópum sem hafa slitið sig frá kirkjunni og tengjast henni á engan hátt. „Það eru 120 ár síðan fjölkvæni var lagt af í Kirkjunni. Því stund- um viö annaðhvort skírlífi eða líf með maka í vígðu hjónabandi. Framhjáhald er litið mjög alvarlegum augum og leiðir að jafnaði til brottvikningar úr Kirkjunni. Fjölkvæni var sett á þegar kirkjan varö fyrir ofsóknum og fjöldi manna var dreþinn áöur en fólksflutningarn- ir miklu hófust yfir Klettafjöllin og í Utah. Því voru svo margar ekkj- ur og börn aö framfleyta aö úrræðið var fjölkvæni.” Ólafur segir Guð hafa kennt mönnunum skírlífi fyrir giftingu sem er mjög mikilvægt aö fara eftir. í því felist ákveðin vernd. „Kynlíf er oftast stundargaman og ef maður leiðir hugann að öllum þeim ótímabæru þungunum og ástarævintýrum sem bíða skipbrot, myndi ég segja að unga fólkið í Kirkjunni geti hrósað happi yfir að þurfa ekki að fara í gegnum þá hörmung aö láta eyða fóstri eöa hafa áhyggjur af því aö nám fari forgörðum eða annað því um líkt. Því er ekki mælt með keleríi eða kossum fyrir hjónaband og fólk hvatt til að forðast líkamlega snertingu sem getur leitt til annarra og alvarlegri mála.” Verði þinn vilji í Postulasögunni er mönnum ráðlagt af heilögum anda að halda sig frá kjöti fórnuðu skurðgoðum, blóði, kjöti af köfnuöum dýrum og svínablóði. Vottar Jehóva túlka þessi orð Postulasögunnar þannig að ekki sé heimilt að taka blóð inn í líkamann og gildi þá einu hvort þaö sé um munn eöa í æð. Því hafna þeir alfarið blóðgjöfum þegar kemur að sjúkum og slösuðum Vottum. „En það er algengur misskilningur að við getum ekki fengið læknisþjónustu,” segir Svanberg hjá Vottum Jehóva. „Við eigum feikilega góöa samvinnu við læknastéttina og fáum alla þá þjónustu sem við þurfum án blóðgjafa. Þaö er aldrei svo klippt og skorió að dauðinn blasi viö ef blóögjafar nýtur ekki. Menn vita líka að blóögjafir hafa í för með 34 SKÝ í JESÚ NAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.