Ský - 01.06.2002, Side 45

Ský - 01.06.2002, Side 45
Halldór Kiljan Laxness við píanóið á heimili sínu á Fálkagötu. voru sagðar sögur og það var þjóðaríþrótt að herma eftir honum. Sem var reyndar ekki erfitt því hann talaði vissulega öðruvísi en allir aðrir menn, saup einhvern veginn hvelj- ur, gapti kannski lengi áður en nokkurt orð kom og talaði stundum með umtalsverðum erfiðismunum - eins og hann væri að fæða hvert orð. Hann talaði öðruvísi en aðrir menn, gekk ööruvísi, klæddi sig öðruvísi. Það var öðru- vísi hvernig hann ýtti fram opnum lófa til áherslu orðum sínum, hvernig hann brosti mjög kurteislega þegar hann var sem þótta- fyllstur. Allt var þetta til vitnis um framsetn- ingu og tjáningu á fullmótuðu sjálfi. Hann skrifaði meira að segja aðra stafsetningu en aðrir menn þannig að allt sem hann skrifaði var auðþekkt á stundinni og algjörlega hans. Hann skrifaði Ijóðrænan og töfrandi stíl sem heillaði fólk gersamlega, dró það svo að segja á tálar, og hann náði slíku valdi á sál- um lesenda sinna að honum tókst að láta fráleitustu staðhæfingar hljóma sem sjálf- sagða hluti. Afa mínum í móðurætt var ekkert um Hall- dór Kiljan Laxness gefið og þegar Halldór fékk bókmenntaverðlaun Nóbels áriö 1955 fagnaði afi minn því ekki heldur orti hann vísu á móti Halldóri og Nóbelsnefndinni og lúsinni sem hann taldi höfundarverk Hall- dórs Laxness einkum fjalla um. Móðir mín hefur aldrei viljað kenna mér vísuna. Henni leiddist þessi andúð afa míns á „Kiljani" eins og hann var alltaf kallaður í þá daga, enda var þetta eftirlætishöfundur hennar. Hún hafði á sínum tíma reynt að gefa föður sínum eina af allra ástsælustu skáldsögum meistarans, íslandsklukkuna, sem sætti marga við skáldið - gamli maðurinn skilaði bókinni ólesinni. Hann var einn þeirra íslendinga sem voru ekki lesendur Halldórs Laxness. Ástæðumar gátu verið ýmsar fyrir því að fólk kunni ekki að meta Halldór. Sumum fannst hann spjátr- ungslegur og þótti með ólíkindum að þurfa að sitja undir eilífum aðfinnslum hans varð- andi klæðaburð, drykkjusiði, húsagerð og al- mennt vanhæfi og skort á siðmenningu á öll- um sviðum. Öðrum líkuðu ekki sósíalískar skoðanir hans og loks voru þeir til sem voru einfaldlega lítið gefnir fyrir bókmenntir. Þessi hópur var hávær meirihluti í fyrstu en breyttist smám saman f þöglan minni- hluta og hvarf svo nánast því að Halldór öðlaðist þann sess með þjóðinni að öllum fannst hann tala til sín. Nema kannski örfá- um einstaklingum. Eins og til dæmis afa. Afi minn var góður bókmenntamaður sem las íslendingasögurnar á hverju ári og kunni allan Jónas Hallgrímsson utan að. Hann var líka staðfastur og sérvitur og íhaldssamur. En málið snerist samt ekki um það. Það snerist heldur ekki um persónu Halldórs Lax- ness, enda veit ég ekki til þess að þeir hafi nokkru sinni hist. Hvers vegna gat þá afi minn ekki einu sinni samglaðst Halldóri og mestallri þjóðinni yfir Nóbelsverðlaunum? Það var út af Sjálfstæðu fólki. Afi minn var alinn upp í grennd við það umhverfi sem almennt var talið að Halldór hefði haft sem fyrirmynd þegar hann skrifaði Sjálfstætt fólk og hann sá ekki nokkra ástæðu til að fyrir- gefa Halldóri þau skrif. Nú á tímum sjáum við alla hugsanlega mann- lega fólsku og eymd oftar en við kærum okk- ur um og yfirleitt er hún matreidd ofan í okk- ur með glotti á vör sem segir: sniðugt hvað lífið er viðurstyggilegt. Og þegar við horfum á innyflum misþyrmt í bfómyndum og búum við eilíft áreiti þar sem reynt er með æ meiri erfiðismunum að ganga fram af okkur - þá er kannski erfitt að gera sér í hugarlund að Sjálfstætt fólk var geysilega miskunnarlaus bók sem gekk - og gengur raunar enn - nærri öllum sem lesa hana. Hún er um patrí- 42 SKÝ BOÐBERI NÚTÍMANS arkann Bjart í Sumarhúsum, harðstjóra, mini-Stalín. Bjartur er fjölskyldufaðir sem kúgar fjölskyldu sína vegna þess að hann neitar að horfast í augu við að sjálfur er hann smælingi, valdalaus kotbóndi. Þetta er með öðrum orðum bók um altækar aðstæður, klassísk stúdía á valdi og er að gerast út um allt - gæti þess vegna verið um kúrdískan leigubílstjóra f Svfþjóð. Bjartur í Sumarhúsum drepur allt í kring- um sig, fer illa með fólk sem okkur er farió að þykja vænt um, en það sem kannski er undarlegra: allt í einu er okkur líka farið að þykja vænt um hann. Það er vegna þess að hann er stórkostlegur. Hann er yfirgengileg- ur, hvort heldur það er í ást sinni og grimmd, nísku og örlæti, hetjulegri baráttu sinni við óvættir náttúrunnar eða hetjulegri sorg eftir konurnar sem hann hefur drepið eða hrakið frá sér. Það sem knýr hann áfram er að hann hefur hugsjón. Og sú hugsjón snýst um full- komið vald yfir aðstæðum sínum, fullkomið sjálfstæði, algjört frelsi. Gleymum því ekki að bókin er skrifuö á meöan íslendingar stóðu í baráttu við að öðl- ast sjálfstæði frá Dönum og er enn í fullu gildi nú á okkar dögum í umræðunni um fs- land og ESB þegar reynt er að setja á vogar- skálarnar lífskjör annars vegar og óljósa hugmynd um algjört „sjálfstæði" eða „full- veldi" hins vegar. Kannski las afi minn aldrei Sjálfstætt fólk - en hann vissi um hvað hún snerist. Og sennilega fannst honum sem Halldór væri þarna að lýsa góðu og góðs maklegu sveita- fólki sem skítugu, fávísu og fáránlegu, væri að niðurlægja gott fólk að ósekju. Umfram allt: miskunnarleysi bókarinnar felst í því að þar er líf fólksins svift merkingu, gervöllu stríði þessa fólks lýst sem einhverjum stór- kostlegum og harmsögulegum misskilningi. f verkinu er gerð svo miskunnarlaus atlaga að grundvallarhugmynd íslendingsins um sjálfan sig og stað sinn í tilverunni aó bein- línis er ráðist inn í kvikuna á lesandanum. Og samt hef ég á tilfinningunni að það hafi ekki verið neitt af þessu sem olli andúð afa míns og margra annarra af hans kynslóð á rithætti Halldórs Laxness. Ég held að það hafi verið ákveðinn grundvallareiginleiki í stíl Halldórs, sem hann innleiddi - fann nánast upp hér á íslandi - og gætti alla tíð ríkulega í skrifum hans, en kannski alveg sérstak- lega í Sjálfstæðu fólki, Heimsljósi og Gerplu, en líka í íslandsklukkunni og jafnvel Brekku- kotsannál, og það er nokkurs konar hálfkær- ingur, íronía. Þá tekur sögumaöur sér stöðu innan í hugskoti aðalpersónunnar og rekur söguna áfram með tungutaki og hugsunar- hætti hennar, og út frá sjónarhorni hennar, en smám saman sér lesandi bæði af atburða- rásinni og viðbrögðum annarra persóna hve viðburðir eru á skjön við þessa upplifun og að þessi persóna hefur aðeins takmarkaða yfirsýn yfir Iff sitt og að sú upplifun og yfirsýn takmarkast af orðræðu hennar um sjálfa sig, hvernig hún upplifir sig í bókmenntalegu samhengi. Viðkomandi persóna blekkir sjálfa sig en verður samt ekki fullkominn fá- bjáni í vitund okkar sem lesum vegna þess að hún blekkir sig með glæsilegu tungutaki eða heillandi hugmyndum eða fyndni - og vió finnum til með henni. Samlíðanin með per- sónunum er megineinkenni Halldórs. Senni- lega hefur afi minn ekki skynjað það heldur einungis tvístringinn milli hugsjóna og veru- leika og fundist þetta grátt gaman á kostn- að fákæns og fátæks fólks. Sjálfur hafði hann leitað burt frá því, brotist til mennta úr sárri fátækt, komist burt og lært að leggja rafmagn til að geta síðan lýst upp líf þessa fólks. Og var þannig alveg jafnmikill hug- sjónamaður og Halldór Laxness, jafnmikill boðberi nútímans á íslandi. En þaó var Halldór sem skilgreindi þann nútíma, Halldór sem sigraði hina mennta- mennina í slagnum um það hver fengi að móta hina nýju oróræðu tuttugustu aldarinn- ar. Með öðrum oróum: enginn íslenskur höf- undur kortlagði íslenskt samfélag, íslenska vitund, íslenskt hlutskipti eins og Halldór Laxness gerði. Hann var höfundur tuttug- ustu aldarinnar á fslandi - í öllum skilningi. Hann var nokkurn veginn jafngamall öldinni og hefði orðið hundrað ára á þessu ári, hefði hann lifað, fæddur árið 1902 og lést árið 1998. Hann hafði það af að ná að verða nokkurn veginn allt í hugmyndalegum og fag- urfræðilegum efnum sem þessi undursam- lega öld gat boðið mönnum upp á að verða - nema kannski hippi og að sjálfsögðu aldrei fasisti. Hann var katólikki, frjálshyggjumað- ur, súrrealisti, kommúnisti, friðarsinni, þjóð- ernissinni, náttúruverndarsinni og endaði sem andstæðingur allra hugmyndakerfa. Hann virðist samt hafa fundið einhvern kjarna í Fjallræðunni og bókinni Tao te king eftir Lao Tse sem hann taldi sig líka hafa komist í tæri við hjá fábrotnu alþýðufólki ís- lenskrar sveitamenningar. Og samt baröist hann með oddi og egg fyrir því að stjórn- málamenn hættu að reyna að halda lífi í þessari deyjandi menningu og leyfðu nútím- anum og tuttugustu öldinni að hafa sinn gang. Hann hyllti meinlætamenn katólsk- unnar og söguhetjur hans linntu flestar ekki látum fyrr en þær höfðu losað sig við allar jarðneskar eigur sínar - og samt barðist hann hatrammlega gegn fátæktinni sem BOÐBERI NÚTÍMANS SKÝ 43

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.