Ský - 01.06.2002, Qupperneq 46

Ský - 01.06.2002, Qupperneq 46
hann sagði snemma á ferli sínum að væri svívirðilegasti glæpur sem til væri. Hann boðaði dásemdir alræðiskerfis kommúnista í Rússlandi fyrir fólki og samt miðuðu öll hans skrif að því að koma hér á borgaralegu mark- aðsþjóðfélagi, innræta íslendingum hugsun- arhátt nútíma neytanda. Hann þreyttist ekki á að segja fólki hvernig það ætti að bera sig að við hvaðeina en hvers kyns forsjárhyggja var eitur í hans beinum, hvort sem var í hundahaldi eða bjórneyslu. Þetta er bara lítið brot af þeim miklu mótsetningum sem einkenndu manninn enda var hann holdi klædd öld öfganna. Sé þó einhver rauður þráður sem gengur í gegnum allt sem hann skrifaði þá er það vörn fyrir siðmenningu, hvatning um að íslendingar tileinki sér siðaðra manna háttu - það er að segja á evrópska vísu - hvort heldur það er í fatnaði, híbýlum, tungutaki og öðru látbragði, neysluvenjum og alveg sérstaklega umgengni við áfengi, en hann skar upp herör gegn þeim þjóðarsjúkdómi sem alkóhólismi hefur um aldir verið á íslandi. Hann var óþreytandi við að reyna að drösla íslendingum inn í tuttugustu öldina. Fyrsta skáldsaga hans, Barn náttúrunnar, kom út árið 1919 þegar hann var sextán ára gamall og er ástarsaga og sveitasaga. Fyrsta alvöruskáldsaga hans, Vefarinn mikli frá Kasmír, kom hins vegar út árið 1927 þegar hann hafðl tekið katólsku og dvalið langdvölum í Evrópu - þar eru súrrealískir kaflar í bland við lýsingar á sálarstríði ungs manns sem gæti hafa haft þessi orð Halldórs frá 1924 að leiðarljósi: „Nútímamaðurinn hefur hundraðogfimtíu lífskoðanir, en eingin þeirra er hans eigin. Hans eigin lífskoðun er það eina sem hann ekki hefur.” Hann söðl- aði svo rækilega um með Sölku Völku í upp- hafi fjórða áratugarins og skrifaði glæsilega skáldsögu um mannlífið í sjávarþorpi - sem „er heimurinn" - þar sem óbrotin alþýðu- stúlka er í forgrunni og er sú fyrsta af per- sónum Halldórs Laxness sem er í yfirstærð, í senn raunsæisleg persónulýsing og mann- eskja sem sprengir utan af sér allar skil- greiningar og verður stærri í sniðum en allt í kringum hana. Þetta var sú fyrsta í röð þjóð- félagslegra skáldsagna Halldórs, í Sjálf- stæðu fólki lýsir hann sveitunum og í Heims- Ijósi fer hann aftur í sjávarþorpið og reisir hinu fátæka íslenska alþýðuskáldi minnis- varða. Alls urðu skáldsögur hans þrettán talsins og voru allar mikilvægar og flestar stórkostlegar og að auki skrifaði hann urmul af greinum sem hann gaf út á bókum, smá- sögur og fimm leikrit. Bækur hans voru þýddar á fjörutíu og þrjú tungumál. Hann var þjóðskáld. Hann var sá síðasti í langri röð og jafnframt sá fyrsti sem skrifaði skáldsögur - fyrirrennarar hans voru allir Ijóðskáld. Allt voru þetta karlmenn og allir voru þeir afkvæmi þjóðar sem var í senn afburða bókmenntaleg og afburða langt á eftir í verklegum efnum. Þetta voru kjörað- stæður fyrir bókmenntirnar: vel afmarkaður hlustendahópur sem hlýddi af athygli því sem skrifað var og hafði fagurfræðilegar forsendur til að takast á við fágaðar bók- menntir, en var um leið fátækt fólk, fáfrótt um heiminn, fólk sem enn var ekki á því tæknistigi að átta sig á notagildi hjólsins en hokraði kringum kindur og stritaði myrkranna á milli. En trúði því að vel mót- aðar setningar með réttu inntaki kynnu aó breyta lífi sínu. Ekki að furóa þótt Halldór Laxness vand- aði sig þegar hann talaði við sína þjóð: hann var ekki aðeins að feeða orð og undursam- lega samanskrúfaðar setningar — hann var að fæða hugsanir; breyta lífum. 44 SKV BOÐBERI NÚTÍMANS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.