Ský - 01.06.2002, Qupperneq 51

Ský - 01.06.2002, Qupperneq 51
sýndar rissteikningar meistarans, sem hann vann við undirbúning þessa epíska verks. Þriðja safnið í Listaþríhyrningnum, eins og heimamenn komast gjarnan að orði, er Museo Thyssen-Bornemisza, nýjasta listamiðstöð borgarinnar. Thyssen hefur að geyma eitt víðfeðmasta myndlistarsafn Evrópu sem einstaklingur hefur komið sér upp. Það var þýski iðnjöfurinn Hans Heinrich Thyssen-Bornemisza barón sem ánafnaði Spáni safn sitt árið 1992 að áeggjan konu sinnar, sem er fyrrverandi ungrú Spánn, en þó ekki síður vegna þess að spænsk stjórnvöld buðu fram Villlahermosa-höllina undir safnió. Safn barónsins er um það bil 800 verk og spannar allar helstu stefnur og strauma í vestrænni listasögu, allt frá 13. öld. Þar er hægt að berja augum verk listamanna á borð við Caravaggio, Rubens, Renoir, Monet, Van Gogh og Georgiu O'Keeffe svo aðeins fáeinir séu nefndir. En nóg um menninguna. Eftir inniveruna og kyrrðina í söfnunum er tilvalið að bregða sér í Parque de Bel Retiro í næsta nágrenni. Þetta er langstærsti almenningsgarður borgarinnar og gegnir svipuðu hlutverki í tilveru madrilenos (Madrídar-búa) og Central Park í lífi New York-búa. Þarna er grænt athvarf frá steinsteyptu borgarlandslaginu, það er hægt að leigja sér bát og róa út á Estanque-tjörnina, eða bara teygja úr sér á grasflötunum milli trjánna og finna sér svo góðan bekk og horfa á allt fólkið sem fyllir garðinn, sérstaklega um helgar þegar fjölskyldur fjölmenna f hinn fagra Retiro. EITTHVAÐ Á ÞESSA LEIÐ voru fyrstu kynni mín af Madríd; ég skoðaði söfnin og rölti um þröngar götur gamla bæjarins án þess að stefna að neinum sérstökum stað, datt inn á bari og fékk mér cana (lítið bjórglas) og tapas eða café con leche og bakkelsi milli mála og borðaði svo fyrirtaksmat sem kostaði eiginlega fáránlega lítið. Það er öruggt að ekki er hægt að borða jafn vel fyrir jafn lítinn pening í mörgum öðrum evrópskum borgum. Þriggja rétta hádegis- matur með víni hússins, kaffi og meltin- garhvetjandi Pacharan-snafs á eftir kostaði mig til dæmis um 2200 peseta eða 1100 krónur á veitinga-stað í Huertas-hverfinu, og það er hægt að fá allt að helmingi ódýrari þriggja rétta máltíð á einhverjum af ótal börum í kringum Santa Ana-torgið á sömu slóðum. Matur er enda mjög mikilvægur í lífi heimamanna og er hádegismaturinn aðal- máltíð dagsins. Sú máltíð fer fram á öðrum tíma en maður á að venjast, nefnilega milli klukkan tvö og fjögur. Á þeim tíma skella fjölmargar verslanir í lás, það slaknar á púlsi borgarinnar og einkennileg ró fellur yfir göturnar. Á þessari ferð minni án fýrirheits um Madríd lá leið mín nokkrum sinnum um Plaza Mayor, sem er stórt, steini lagt, ferhyrnt torg, umkringt sex hæða húsum í hjarta gömlu Madrfdar. Plaza Mayor er alltaf iðandi af lífi; götutónlistarmenn að spila, ferða- menn með myndavélarnar sínar og útiveitin- gahúsin á torginu eru alltaf þéttsetin. Þegar fer að húma að kvöldi birtast svo gjarnan hópar af yngri íbúum borgarinnar með sínar eins lítra San Miguel-bjórflöskur og slá upp samkvæmi á torginu miðju. © FRÁ VINSTRl Plaza Mayor iðar alltaf af lífi; rómantík í heitri nóttinni; frá hinu frábæra listasafni Prado. MEÐ HÆGÐ SKÝ 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.