Ský - 01.06.2002, Síða 52

Ský - 01.06.2002, Síða 52
EKKERT HEFUR BORIÐ NAFN Madrídar víðar en knattspyrnuliðið Real Madríd, sem hefur unnið Evrópubikar meistaraliða oftar en öll önnur lið. Það er óhætt að segja að Spánverjar séu sturlaðir fótboltaáhuga- menn. Fleiri en eitt og fleiri en tvö dagblöð sem fjalla eingöngu um knattspyrnu eru gefin út, og þegar mikilsverðar fréttir berast úr knattspyrnuheiminum er ekki óalgengt að stærsta dagblað landsins, El Pais, slái þeim upp með stríðsletri á forsíðu. Sem sannur knattspyrnuáhugamaður fór ég í pílagrímsferð til Santiago Bernabéu, heimavallar Real Madríd og Mekka fót- boltans á Spáni, og jafnvel gjörvallrar Evrópu (stuðningsmenn Barcelona, erkifjen- da Real Madríd, myndu örugglega ekki skri- fa upp á þessa fullyrðingu mína). Ekki var leikur á vellinum þá daga sem ég var í borginni, svo ég gerði það næstbesta, fór á æfingu með lióinu. Æfingasvæði Real Madríd er við Ciudad Deportivo í norðurhlu- ta borginnar, aðeins fjóra-fimm kílómetra frá Bernabéu, skammt frá hinum mikla búlevarð Paseo de la Castellana sem sker endilanga Madríd. Þar sá ég nokkra af bestu knatt- spyrnumönnum heims: Figo, Raul, Carlos, Hierro, Guti, Casillas, MacManaman og allar hinar hetjur Los blancos æfa undir styrkri stjórn hins mikilúðlega þjálfara, Vicente Del Bosque. Og ég var ekki aldeilis einn. Um það bil þrjú hundruð aðdáendur liðsins á öllum aldri höfðu keypt sig inn á æfinguna (250 kr. fyrir fullorðna og 150 kr. fyrir börn) og sátu á pöl- lunum í kringum æfingavöllinn. Til viðbótar voru á staðnum að minnsta kosti þrjátíu kollegar mínir úr fjölmiðla-stétt, blaðamenn, Ijósmyndarar og myndatökumenn fyrir sjónvarp. Eftir stutt spjall við nokkra úr þeirra hópi komst ég að því að margir þeirra höfðu engum öðrum skyldum að gegna en aö afla frétta af liðinu og leikmönnum þess. Og þeir sögðu mér að á almennum frídögum eða þegar þekk- tur leikmaður væri keyptur til liðsins mættu allt að þrjú þúsund manns til þess að horfa á æfingu. Já, það er óhætt að segja að Madrídingar elski og dái sitt lið. ÁÐUR EN ÉG FÓR til Madrídar var mér sagt að þar væri óviðjafnan- legt næturlíf, sérstaklega þegar hitna fer hressilega í veðri á sumrin og heimamenn snúa nánast sólarhringnum við, sofa yfir snarpheitas- ta tímann og skemmta sér síðan fram að sólarupprás. í þessari fyrstu heimsókn minni til borgarinnar náði ég ekki að blanda mér af alvöru í hóp nátthrafnanna; ég tímdi hreinlega ekki að missa einn dag, af þessum fáu dögum sem ég átti, í svefn og timburmenn. Ég verð því að hafa annarra orð fyrir því sem fer fram að nóttu til í borginni, en þeir sem ég talaði við sögðu að í kringum Santa Ana- torgið væri krökkt af börum og klúbbum þar sem væri standandi partí flestar nætur vikunnar. Einnig væri þess virði að rannsaka Malasanahverfið, sem liggur norður af Gran Via-breiðstrætinu. Þar er rauð-ljósahverfi Madrídar með nett úrkynjuðu yfirbragði, en einnig fjöldinn allur af börum, veitingastöðum og diskótekum (já, klúb- barnir eru kallaðir svo) fyrir aðra en þá sem eru að leita að holdsins lystisemdum til kaups. Allt annað og huggulegra yfirbragð er svo að finna á veitingastöðunum sem hafa opið undir berum himni á sumrin við Paseo de la Castellana. En þessar slóðir bíða betri tíma. Þessi fyrsti skammtur af Madríd var nóg fyrir mig og nóg til þess að mig langar þangað aftur. Fljótt. Jón Kaldal er ritstjóri Skýja. FRÁ VINSTRI Lystigaröurinn milli konungshallarinnar og óperunnar í miðborg Madrídar; þurrkuö svfnslæri hanga jafnt uppi á veitingahúsum, börum og f kjörbúðum; frá El Rastro-útimarkaðinum sem er opinn um helgar. 50 SKÝ MEÐ HÆGÐ

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.