Ský - 01.06.2002, Blaðsíða 53

Ský - 01.06.2002, Blaðsíða 53
Bolabrögð Ég hlakkaöi ekki sérstaklega til þess aö horfa á dauðastríð sex nauta í blóma lífsins á Las Ventas, stærsta og virtasta nautaats- leikvangi heims. En röksemdafærsla eins af fastagestum Lase Ventas áöur en atið hófst setti hlutina í nýtt samhengi. „Hvort myndir þú kjósa," sagöi þessi heimamaður sem sat við hliðina á mér, „að lifa allt þitt líf í þröngri stíu og vera svo slátrað fyrir kjöt- ið af þér, eða vera meðhöndlaður sem konungur, reika um bestu mögulegu hagana, éta eins og þú getur í þig látið, njóta félagsskap- ar yndislegustu kúa og greiða svo fyrir það með fimmtán mínútna bardaga? Það er hægt að jafna þessu við að vera námuverkamaður allt sitt líf og deyja slyppur og snauður, eða laus og liðugur milljðna- mæringur sem elskar fallegustu konur heims og deyja - að vísu all- ofbeldisfullum dauða - um fertugt. Það engin spurning í mínum huga," sagði hann áður en fyrsti boli kvöldsins kom æðandi inn í hringinn og fangaði alla athygli hans. Ókei, hugsaði ég, hann hefur nokkuð tii síns máls. La corrida eða nautaat, er í raun og veru ekki íþrótt. Það er miklu frekar ákaflega fastbundin sýning þar sem hver þátttakandi, naut- ið, nautabaninn og aðstoðarmenn hans, gegnir fyrirfram skrifuðu hlutverki. Spennan snýst ef til vill mest um það hvort nautið taki upp á að umskrifa sína rullu, nái að krækja hornunum í einhvern af óvinunum eða hreinlega yfirgefi sviðið með því að vippa sér yfir 180 sentimetra háan trévegginn í kringum at- völlinn eins stundum gerist. Það undirstrik- ar sýningarbraginn að milli bardaga rennir lúðrasveit Las Ventas sér í gegnum líflegan pasodoble og meðan á bardaga stendur spilar önnur minni sveit áhrifahljóma á fýrir- fram ákveðnum tímapunktum. Þetta má þó ekki misskilja sem svo að nautaat sé eitt- hvert grín og átakalaust sprell, þvert á móti áttar maður sig fyrst á alvöru atsins þegar maður sér með eigin augum rúmlega hálfs tonns tuddana æða tryllta um hringinn, vilj- andi ekkert frekar en reka einhvern af kvöl- urum sínum á hol með oddhvössum hornun- um. f hefðbundnu nautaati láta þrír nautaban- ar til sín taka auk hjálparkokka, og fellir hver tvö naut. Jafnvel þeir sem ekki eru inn- vígðir geta skynjað mismunandi stíl hvers nautabana. En fyrir mér var síðdegið á Las Ventas dálítið eins og að horfa á horna- bolta, þá skrítnu bandarísku íþrótt sem ég skil lítið í. Áhorfendurnir, sem fýlltu um það bil tvo þriðju af 25.000 sætum leikvangs- ins, fögnuðu, bauluðu, stóðu upp, æptu og veifuðu vasaklútum sínum til skiptis og ég áttaði mig aldrei fyllilega á því hvað vakti þessar misjöfnu undirtektir hverju sinni. Hin fínlegu blæbrigði atsins fóru sem sagt að mestu framhjá mér. En það var ekki síður gaman að fylgjast með gestunum en því sem fór fram innan hringsins. Sjálfur sat ég I dýrari sætunum skuggamegin á leikvang- inum, en það var augljóst hvar blóðheitari og trylltari hluti áhorfendanna sat. Næst mæti ég með sólhatt og sóigleraugu og fæ mér sæti hjá þeim í sólinni. Nautaat fer fram síðdegis sérhvern sunnudag á Las Ventas, Calle Alcalá 231, metro: Las Ventas. MEÐ HÆGÐ SKÝ 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.