Ský - 01.06.2002, Side 54
Skrattanum skemmt
Ljósmyndir: PÁLL STEFÁNSSON
Galdrar hafa skelft mannkynið frá fyrstu tíð. Nú þegar Harry litli Potter hefur kveikt í ungviðinu að kynna
sér galdrastúss fer um marga sem óttast óslökkvandi galdrafár með miður fallegum afleiðingum.
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir kuklaði eina nótt með íslenskri norn í Þingholtunum.
Það hangir einkennileg birta yfir Þingholtunum þegar ég geng
hröðum skrefum eftir grárri götunni. Skyndilega, eins og þruma úr
heiðskíru lofti, gengur við hlið mér síöhærð kona með flaksandi
svart hár og regnbogalitan páfagauk sem býður gott kvöld. Þau
Máni og Sirrý, sem eru varla þessa heims, staðnæmast fyrir utan
dauflýstan glugga sem geymir tugi illilegra nornabrúða og bjóða
mér að fylgja sér inn. Þegar inn kemur senda kertalogar langleita
skugga upp í loftið og ójarðneskur ilmur fyllir vitin. í fjarska grillir
í kristalskúlu og á borði liggja galdrarúnir. Mér líður undarlega og
er í vandræðum með að útskýra fyrir sjálfri mér sæluhrollinn sem
skríður undan hárinu.
„Þú ert afar efnileg norn. Mikið efni, skal ég segja þér,” hvíslar
Sirrý hásri röddu, dregur annað augað í pung svo rétt grillir í holan
augasteininn og handleikur trékúst sem er að springa úr sögum,
vitneskju og leyndardómum. Það eina sem vantar í myndina er aö
svartur köttur læðist meðfram veggjum.
„Reyndar hef ég átt þrjá biksvarta ketti en þeir hafa lent undir
hjólbörðum, blessaðir. Hún Guðrún Á. Símonar sagði mér að svart-
ir kettir væru miklu skynsamari en hinir og það hef ég sannreynt
því hann Kölski minn, hann talaði. Sagði mamma þegar hann vildi
borða og Óli þegar ég það hann að vekja hann karlinn minn. Og
segði ég við hann: Þú mátt fara út, en komdu ekki inn seinna en
á miðnætti, þá mætti Kölski á svæðiö ekki seinna en tólf. Hann
skildi allt sem ég sagði við hann. Segði ég Tommi og Jenni þá sett-
ist hann prúður fyrir framan sjónvarpið og horfði á Tomma og
Jenna.”
Og Kölski spáði líka f bolla eins og húsfreyjan. Þá stökk hann
upp á borð, teygði sig í bollann með loppunni og virti spádóminn
fyrir sér. „Ég fékk aldrei að sjá í boilann á undan honum. Fólk var
alveg gáttað; Hvað, spáir kötturinn í bolla?”
Kynæsandi djöfull
Biblían skipar að grýta skuli þá til dauða þá sem stunda „vændi
gegn Guði”, og kallar þá „viðurstyggð í augum Guðs”. Stærsti
munurinn á því að vera miðill eða nom og svo kristinn er að miðili-
inn og nornin trúa á Satan og þjóna honum, en eina leiðin til að fá
þann sem iðkar dulfræði til að snúa viö þlaðinu er að vísa djöflin-
um út í Jesú nafni, eins og Páll postuli gerði í 16. kapítula Post-
ulasögunnar þegar hann mætti ambátt sem hafði spásagnaranda
og aflaði húsbændum sínum mikils gróða með því að spá. „Páll
sagði við andann, „Ég býð þér í nafni Jesú Krists að fara út af
henni.” Og hann fór út á samri stundu.”. Postulasagan, 16:18.
„Ég er auðvitað fyrst og fremst spákona, en einnig norn. Þegar
ég stundaði svartagaldur varó mér Ijóst að maður getur aldrei þjón-
að tveimur herrum. Því þjónaði ég Satan á þeim tíma, ýtti frá mér
hinu góða og fór eingöngu í gegnum það svarta. En sem barn, og
fram eftir öllum aldri, var ég afskaplega trúuð og alltaf hæst f krist-
infræði og biblíusögum í skóla. Fór alltaf með bænirnir mínar og
geri reyndar enn,” segir Sirrý.
„Hafi maður eða kona særingaanda eða spásagnaranda, þá
skuiu þau líflátin verða. Skal iemja þau með grjóti, bióðsök hvílir á
þeim. Sá sem leitar til særingaanda og spásagnaranda til þess að
taka framhjá með þeim, gegn honum vil ég snúa augliti mínu og
uppræta hann úr þjóð sinni.” segir í Þriðju Mósebók, 20:6,27.
Það að „taka framhjá Guði” er ansi sterkt til orða tekið, en engu
að síóur mesta syndin gagnvart fyrsta boðorðinu því líkt og eigin-
kona sem býður sjálfa sig og trúnað sinn til annars manns og tek-
ur framhjá eiginmanni sínum, treystir sá sem iðkar dulfræði á Djöf-
ulinn og býður sjálfan sig til þjónustu hins myrka höfðingja.
Sirrý þekkir einmitt vel til Satans og er ein fárra sem hefur feng-
ið formlegt heimboð frá þeim skratta. Hún segir þann vonda vera
tælandi afl sem erfitt sé að standast en hún þáði meðal annars
innlit í salarkynni hans neðra.
„Já, það er ótrúlegt en satt að djöfullinn heimsótti mig og það
oftar en einu sinni. Hann heitir víst ýmsum nöfnum, Satan, Djöfull-
inn, Skrattinn, Lúsífer, Sá vondi, en ég kailaði hann aldrei annað
en Satan, það sama og hann er kallaður í Biblíunni. Satan birtist
mér sem hrikalega flottur og stæðilegur karlmaður. Ég á ekki einu
sinni orð yfir hann. Er hvorki til né á lífi jafnkynæsandi, hávaxinn
og svarteygður maður og hann. Sagt er að hann birtist fólki með
skott og hala, en þannig sá ég hann aldrei. í Biblíunni stendur líka
að í helvíti logi vítiseldar og brennisteinn. Nú fór ég þangað sjálf
eitt sinn og hugsaði meö mér: „Hvaða helvítis kjaftæði er þetta í
Biþlíunni?” Ég get fullyrt að neöra ríkir gífurlegur kuldi, en þó var
mér ekki kalt. Heimkynni Satans eru úr bláum ís og maður eins og
skautar um gólfin. Ég fékk ekki að sjá allt, en hann klæddi mig í
skinn og leiddi mig gegnum víðáttumikla sali.”
„Eigi skal nokkur finnast hjá þér, er iætur son sinn eða dóttur
ganga gegnum eldinn, eða sá er fer með galdur eða spár eða f/öl-
kynngi, eða töframaður eða gjörningamaður eða særingamaður
eða spásagnamaður eða sá sem ieitar frétta af framtiðnum. Því
hver sá, er slíkt gjörir, er Drottni andstyggilegur, og fyrir slíkar sví-
virðingar rekur Drottinn Guð þinn þá burt undan þér.” (Fimmta
Mósebók, 18:10-12)
„Ég vil hvorki kalla mig skyggna né spámiðil, en auðvitað sér
maður ýmislegt og skynjar. Ég reyni alltaf að ná augnkontakt viö
52 SKÝ SKRATTANUM SKEMMT