Ský - 01.06.2002, Page 56

Ský - 01.06.2002, Page 56
„Allt sem lýtur að djöfladýrkun er grafalvarlegt mál. Fundir hjá svona reglum ganga út á kyntíf, dóp og sukk. Nýliðar þurfa að ganga í gegnum vígstuathöfn þar sem þeir eru naktir í kufli og látnir leggjast á altari. Því næst hefur æðstipresturinn við þig kynmök en þegar hann hefur lokið sér af og sú athöfn er búin. mega þeir sem vitja hafa við þig samfarir.” fólk því augun eru speglar sálarinnar, en því miður eru alltof marg- ar spákonur að féfletta og bulla í fólki, enda leikur einn. Ég rek fólk ekki út eftir hálftíma, það situr alla nóttina ef því er að skipta, og spái í spil, bolla, sígaunaspil, lófa, rúnir og kristalskúlu. Vitaskuld tilkynni ég fólki um dauðsföll svo framarlega sem það er ekki sjálft deyjandi. Því ef viðkomandi er með krabbamein og læknar búnir að gefa batavon, þá vil ég ekki verða til þess að brjóta vonina þótt dauðinn blasi í raun við.” Kirkjan fordæmir þá sem iðka villutrú og dulfræði með sinni þyngstu refsingu sem er bannfæring. Þeir sem leita til norna, stjörnuspekinga eða miðla munu ekki hljóta altarissakramenti nema þeir játi dauðasynd sína fyrst samkvæmt kristinni trú. Samkvæmt Biblíunni er því ekki hægt að vera kristinn og klæðast um leió töfra- grip, átrúnaðargrip eða leita ráða í stjörnuspám eða andatrú. „Ég byrjaði að stúdera svartagaldur um miðjan níunda áratug- inn, las mér til og kynntist fólki sem var í þessu. Einu og hálfu ári síðar var ég orðin fullnuma. Fólk í svartagaldri og kukli sogaðist að mér eins og mýflugur en af hverju ég kynntist svona mörgu fólki án þess að ég sæktist eftir því er mér enn ráðgáta, því ég var og vildi alltaf vera ein úti í mínu horni. í gegnum galdrana bað ég aldrei um neitt fyrir sjálfa mig, en var oft spurð hvort ég væri ekki flugrík. Ég var margsinnis beðin um að kenna svartagaldur, halda námskeið og taka að mér Ijóta greiða fyrir aðra, en gerði það aldrei. í dag er ég hætt svartagaldri og hef sagt við fólk sem er á kafi í kukli og nornahópum: „Komið ekki nálægt þessu!” En satt best að segja eru óeðlilega margir í svartagaldri í dag." Rokk og ról í neðra Að sögn miðla sem geta séó fyrri tilverustig hefur Sirrý fimm sinn- um verið brennd á báli fyrir að stunda galdra. Sjálf man hún óljóst eftir því að hafa verið sígaunaspákona. í dag stundar hún hvíta- galdur, talar við fólk, hughreystir það og biður fýrir. „Nornir skera sig úr vegna illskunnar og kuldans sem fylgir þeim. Þær þurfa ekki á öðru fólki að halda og forðast samskipti eins og heitan eldinn. f svartagaldri finnur maður glöggt hversu mikla stjórn maður hefur á ööru fólki og vissulega getur verið dá- lítið gaman að saklausum hrekkjum. Sjálf gerði ég þó aldrei neitt nema mjög slæmt og er aðeins ósátt við eitt og það er að ég kláraði ekki dæmið til enda.” Sirrý segist hafa farið út í svartagaldur af svo miklu hatri, reiði, heift og óréttlæti að hún hafi ekki séö annan kost en að taka ráð- in í eigin hendur. „Ég var margbúin að biðja Herrann uppi um hjálp en án árang- urs. Því hugsaði ég sem svo: „Gott og vel. Fyrst ég fæ ekki hjálp þaðan, þá geri ég þetta bara svona.” Ég var aldrei hrædd né tví- stígandi. Hins vegar má fólk vera dauðhrætt við svartagaldur. Hatrið og reiðin mögnuðu svo upp hversu hrikalega sterk, máttug og ísköld ég varð á örskömmum tíma. Ég hikaði ekki augnablik ef ég ætlaði mér Ijóta hluti. Mér var líka andskotans sama þegar aðr- ir reyndu að segja mér að ég fengi ófögnuðinn í bakið. Ég vissi að ég dræpist hvort eð er einn daginn og yrði þá bara í rokkinu og ról- inu niöri. Ég var gjörsamlega samviskulaus og hætti aö finna til ánægju eða gleði þar sem mér var orðið svo eðlilegt að fá allt upp í hendurnar.” Þeir sem stunda svartagaldur eru færir um Ijóta og illskuþrungna hluti. Það er ekki að tilefnislausu sem öfgamenn f Bandaríkjunum halda nú Harry Potter-brennur þar sem þeir kasta galdrasögum J.K. Rowling á bál. Þeir óttast að sögurnar um Harry kveiki elda sem ekki sé hægt að slökkva. „Ja, hvað viltu gera slæmt? Ég var til dæmis að vinna með kell- ingu í efnalaug sem einn daginn gerði mig alveg hryllilega reiða. Ég sagði við aðra stúlku sem vann þarna; „Djöfull skal ég hefna mín á kerlingarfjandanum. Hún skal svoleiðis fá að kenna á því." Svo sendi ég henni viðbjóðslegar martraðir þannig að hún svaf ekki dúr um nóttina og mætti með bauga niður á kinnar morguninn eft- ir. En þetta voru bara saklausir hrekkir, ég hefói getað gert henni miklu verra; Hún hefði getað fengið hjartaslag úr hræóslu, eins og hún sagði sjálf um morguninn.” Galdraseiði sem þessa segir Sirrý að nornir framkvæmi með hug- leiðslu og hjálp dýra sem þær ákalli með ákveðinni þulu. Þá sæki dýrið nornina og þau haldi saman heim til þess sem seiðurinn eru ætlaður. Kynsvall í nornaklíkum Þegar Sirrý var á kafi í svartagaldri fékk hún sent boðsbréf um inn- göngu í íslenska nornaklíku. Til að fá aðgang þurfti að framvísa sakavottorði, mynd, upplýsingum um hjúskaparstöðu og barneign- ir, og svo leyfi frá maka til að stunda regluna. Einnig fýlgdi meö dagskrá um helgarfundi og svonefnt „flug”, en við nánari eftir- grennslan kom í Ijós að nauðsynlegt var að dópa duglega á fund- unum til að komast í „rétta ástandið”. Einnig að hægt væri að ganga í regluna en aldrei út úr henni aftur. Yrði það reynt voru uppi hótanir um slys og dauðsföll nánustu ættingja. „Ég ákvað að ég þyrfti ekki á þessu að halda. Allt sem lýtur að djöfladýrkun er grafalvarlegt mál. Fundir hjá svona reglum ganga út á kynlíf, dóp og sukk. Nýliðar þurfa aó ganga í gegnum vígslu- athöfn þar sem þeir eru naktir í kufli og látnir leggjast á altari. Því næst hefur æðstipresturinn við þig kynmök en þegar hann hefur lokið sér af og sú athöfn er búin, mega þeir sem vilja hafa við þig samfarir. Þetta hefur ekkert með galdra að gera og að þurfa að vera í neyslu til að vera í svartagaldri er mesta kjaftæðið. Nógu slæmt er að vera í kukli þótt ekki bætist við áfengi eða ofskynjun- arefni. Geósjúkrahús um heim allan eru full af fólki sem missti stjórn á kukli og svartagaldri.” Sirrý hætti í svartagaldri þegar hún stóö í skilnaði við eiginmann sinn til margra ára og kynntist öðrum manni. Sá setti henni stól- 54 SKÝ SKRATTANUM SKEMMT

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.