Ský - 01.06.2002, Qupperneq 60

Ský - 01.06.2002, Qupperneq 60
Stjarna ullarfjölskyldunnar Lopapeysan er síbreytileg líkt og kamelljón og nýtur sín jafn vel í sauðalitunum sem skærum litum. Hún kann álíka vet við sig á kaffihúsum og skólastofum. sem uppreisnartákn menntskælinga. og á tískusýningarpöllum Parísar. með hringlaga herðastykki, en úr mjög fínu garni og með allt öðruvísi munstrum. Hafi íslenskar lopapeysur orðið til fyrir áhrif frá þeim hefur þurft mikla hugkvæmni til að laga snið, úrtökur og munstur að mjög ólíku efni. Telja verður því íslensku lopapeysuna frumhönnun. Ekki er óhugsandi að enn eigi eftir að koma á daginn hver hinn raunverulegi höfundur hennar var,“ segir á vefnum. Auður Laxness, hannyrðakona og ekkja Halldórs Laxness, segist ekki hafa tölu á lopapeysunum sem hún hefur prjónað um ævina. Hún upplýsir aö hún hafi prjónað fyrstu lopapeysuna með hringlaga herða- stykki og axlabekk árið 1945. Fyrir þann tíma var peysan þekkt með öðru sniði hérlendis. Útkoman var íslenska lopapeysan eins og við þekkjum hana í dag en auðvelt er aó prjóna hana í heilu lagi og ekki þarf að prjóna bol og ermar sér. íslenskir Inkar Hugmyndina fékk hún t bók um suður- ameríska list er nóbelsskáldið færði henni að gjöf árið 1943. Fyrirmyndin er fatnaður prjónaður að hætti Inka en mynd af honum er að finna í bókinni. Auður fékk hugmyndina að herðastykkinu þaðan og útfærði jafnframt inkamunstrið eftir eigin höfói. Ekki er því óhugsandi að Auður sé hannyrðakonan sem Handprjónasamband íslands hefur leitað að. Auður segist ekki vita um neinn sem hafi prjónað peysu með þessu sniði á undan henni. „Ég veit ekki til þess að neinn hafi gert þetta fyrr,“ segir hún og tekur undir að fæstir geri sér grein fyrir því að saga íslensku lopapeysunnar sé jafnstutt og raun ber vitni. Hún segist hafa prjónað mest á fjölskylduna en hafi þó selt einhverjar peysur. „Ég gerði lítið af því aó selja peysur og prjónaði mest fyrir fólk sem ég þekkti." Aðspurð hvernig henni hafi dottið í hug að prjóna þessa nýju tegund af peysu svarar Auður því til að hún hafi hrifist af bókinni. „Mér fannst þetta svo falleg bók,“ segir hún og finnst ekki mikið til um að hafa dottið þetta í hug. Auður á ekki langt að sækja handverks- hæfileikana því móðir hennar, Halldóra Jónsdóttir, var einnig mikil handavinnukona. „Hún var ægilega fljót að prjóna og prjónaði stundum eina peysu á dag,“ segir Auður. Á heimili hennar að Gljúfrasteini má sjá verk eftir hana sjálfa og móður hennar, minnisvarða um ótvtræða listræna hæfileika mæógnanna. Auður segir suður-ameríska munstrið hafa verið áberandi lengi vel þó að aðrar munsturtegundir hafi látið á sér kræla innan tíðar en hringlaga herðastykkió hafi haldið sér. Með tímanum hafa aðrar hannyrðakonur skapað ný munstur eftir eigin höfði og eru sum með tilvísun í gömul íslensk munstur en lopapeysan er ekki alltaf eins. Auður segist þó oftast hafa haldið sig við að nota þrjá liti í peysurnar; hún notaði einn grunnlit og tvo í bekkinn og þá grunnlitinn með. Eins og kamelljón Síðustu lopapeysuna sem Auður prjónaði gerði hún á dótturdóttur sína á síðasta ári en hún hefur prjónað peysur meira og minna á alla fjölskylduna. Sem stendur á hún enga lopapeysu sjálf en segir lopapeysur hafa komið sér vel í gegnum tíðina. „Þær voru voðalega mikið notaðar. Stelpurnar slitu þeim upp til agna,“ segir Auður. Þó að prjónalistin hafi verið stunduð á íslandi frá því á 16. öld þurfti áhrif frá Suður- Ameríku til að skapa íslensku lopapeysuna eins og við þekkjum hana og hefur þessi rúmlega fimmtugi blendingur unnið sér fastan þegnrétt á íslandi. Ullin er gull landsins hrjöstruga t norðri og hafa ullarflíkur gegnt margvíslegu hlutverki í gegnum aldirnar. Auk þess að hlýja bændum og útivinnandi unglingum hefur lopapeysan unnið sér fastan sess í tískuheiminum. Lopapeysan er síbreytileg Itkt og kamelljón og nýtur sín jafn vel í sauðalitunum sem skærum litum. Hún kann álíka vel við sig á kaffihúsum og skólastofum, sem uppreisnartákn menntskælinga, og á tískusýningarpöllum Parísar hjá franska hönnuðinum Jean-Paul Gaultier. Auður útilokar ekki að hún eigi eftir að prjóna eina peysu til viðbótar þó að annað taki tíma hennar frá handavinnunni þessa dagana. Hún fær mikið af sendibréfum hvaðanæva úr heiminum og fer talsverður ttmi í að svara þeim. „Ég er með eitt frá Colorado, sem ég er að fara að svara núna,” segir hún og ákveður blaðamaður því að teygja ekki lopann lengur og leyfa henni að halda áfram skrifunum. íslenska lopapeysan nýtur vinsælda sem aldrei fyrr jafnvel þótt amma kunni ekki lengur að prjóna. Inga Rún Sigurðardóttir ákvað að rekja sögu peysunnar, sem kom ekki fram fyrr en um miðja síðustu öld. Ekki aðeins er saga peysunnar styttri en margir halda heldur er hún einnig ættuð frá Suður- Ameríku líkt og Auður Laxness upplýsir í viðtali. Hátt í kílómetra af bandi þarf í íslenska lopapeysu og vanar konur geta prjónað peysu á 24 klukkustundum, eða tveimur og hálfum vinnudegi, að sögn Bryndísar Eiríksdóttur, framkvæmdastjóra Handprjónasambands íslands. Bryndís segir að íslenska lopa- peysan eins og við þekkjum hana „með tvíbönduðu munstri á hringlaga herðastykki" njóti mikilla vinsælda meðal erlendra ferðamanna í verslun Handprjónasambandsins við Skólavörðustíg. Innfæddir virðast enn leita til ættingja og láta prjóna fyrir sig peysu eða prjóna hana sjálfir fremur en að kaupa hana í búð, að sögn Bryndísar, sem bendir á að þetta geti breyst á næstu árum. „Það er ekki sjálfgefið lengur að amma kunni að prjóna," segir hún og spáir því að íslendingum fari fjölgandi á meöal viðskiptavina verslunarinnar. Úrvalið í versluninni er mikið og samanstendur af bæði hand- og vélprjónuðum flíkum en um 200 manns prjóna að staðaldri fyrir Handprjóna- sambandið. Þrátt fyrir samkeppni frá tilkomumiklum herðaslám, fyrirferðarlitlum nærbolum og haganlega gerðum vettlingum er íslenska lopapeysan stjarna ullar- fjölskyldunnar. Svarti sauðurinn er norska ullarpeysan, sem á í stöóugri samkeppni við frænku sína, og er oft deilt um í hvora sé meira spunnið. Hringlaga herðastykki Að sögn Bryndísar er óvíst hvar og hvernig íslenska lopapeysan kom fram en hún náði almennum vinsældum á sjötta áratugnum. Á vef sambandsins, handknit.is, segir að sumir telji fyrirmyndina vera grænlenska kvenbúninga á meðan aðrir telji hana upprunna í Suður-Svíþjóð. „Þessar upprunakenningar eru býsna langsóttar. Það eina sem íslenskar lopapeysur eiga sameiginlegt með grænlenskum perlusaumi er hringlaga herðastykki, munstur og litir eru gjörólík. Svipað má segja um sænsku peysurnar, þær voru að vísu nær hugmyndinni þar sem þær voru prjónaðar 58 SKÝ STJARNA ULLARFJÖLSKYLDUNNAR STJARNA ULLARFJÖLSKYLDUNNAR SKÝ 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.