Ský - 01.10.2004, Blaðsíða 8

Ský - 01.10.2004, Blaðsíða 8
«lóla^|ölin í GUÐRÚN SKIPULEGGJARI í hverju á ég að fara? Var ég búin að gefa rauða kjólinn eða hangir hann ennþá inni í skáp? Hvar er kvittunin fyrir símareikningnum? Væri stofan fallegri ef sófinn væri uppi við þennan vegg? - Úff. Þvílíkt skipulagsleysi á einu heimili! Og hvernig ætla ég að halda jólaboðið þegar ég veit ekki einu sinni hvar ég geymi jólaskrautið. Það er einhvers staðar í skápnum þar sem gömlu skattskýrslurnar eru - held ég ... Og hvar er rauði kjóllinn?! Þekkirðu einhvern sem býr svona? Ef svo er, hvers vegna ekki að gefa honum eða henni jólagjöf - konu, sem kemur reglu á heimilið? Hún heitir Guðrún Brynjólfsdóttir og kallar fyrirtækið sitt einfaldlega „Röð og regla“. Hún vinnur semsé við það sem margir vilja ekki koma nálægt en vilja samt hafa í lífi sínu: skipulag á bókhaldinu, fataskápnum og heimilinu. En hvers vegna? Hvenær varð hún fyrst svona áhugasöm um röð og reglu? „Það er mér líklega í blóð borið að hafa allt í röð og reglu, mamma er mikið fyrir að hafa allt fínt og á sínum stað, ég lærði það af henni og tileinkaði mér það." Hvenær ákvaðstu svo að gera áhugamálið að starfi? „Það var hugmynd sem kom upp í umræðum milli mín og mannsins míns eitt kvöld, þegar við vorum að velta því fyrir okkur hvar hæfileikar manns lægju; mér varð Ijóst að skipulagshæfileikar mínir voru góður kostur frekar en íþyngjandi, eins og ég hafði oft talið áður." Hverjir leita helst til þín? „Það eru helst konur sem leita til mín, en þó hafa karlmenn líka leitað eftir leiðsögn. Það er fólk úr flestum stigum þjóðfélagsins og á öllum aldri." Er skipulagshæfileiki meðfæddur eða þarf fólk að beita sig sjálfsaga til að hafa allt í röð og reglu? „Það er nú það, eru skipulagshæfileikar og sjálfsagi meðfætt eða áunnið? I mínu tilfelli myndi ég segja að báðir þessir hæfileikar séu meðfæddir, en ég tel líka að maður geti breytt sjálfum sér ef maður vill." Hvar virðist fólk vilja hafa mestu regluna: I fataskápnum, í bókhaldinu, í eldhússkápunum ... „Það er nú helst í fataskápunum þar sem föt virðast stundum gleymast og vera geymd í áraraðir, ef ske kynni að þau myndu passa einn daginn!" En hvar er yfirleitt mesta óreglan? „Mesta óreiðan myndi ég segja að verði oftast í geymslunni eða bílskúrnum, þessir staðir eiga að taka endalaust við því sem við viljum ekki lengur." Lýstu einni svona heimsókn sem þú ferð í... Hvernig byrjar hún og hvernig endar hún? „Fyrst fer ég í heimsókn og við ræðum málið, hvað það er sem þú vilt endurskipuleggja og ég sé fljótt leiðir til þess. Síðan kem ég aftur og þá er best að viðkomandi sé með mér og við förum að vinna. Fólk þarf oft hvatningu og ráðgjöf bara til að kýla á að gera það sem þarf. Að lokum er viðkomandi sæll og glaður yfir að hafa loksins drifið í þessu!" Hvað tekur svona endurskipulagning yfirleitt langan tíma? „Það er mjög mismunandi, getur tekið einn morgun, eða nokkra daga." Eftir hverju ferðu? Eigin smekkvísi eða einhverju sem þú hefur lært af bókum? „Ég fer helst eftir minni eigin tilfinningu og svo hef ég líka lesið mér til. Þetta starf, sem ég hef kosið að nefna skipuleggjari, er í boði víða erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum þar sem þetta er starfsstétt. Þeir eiga sér sín eigin samtök sem heita „National Association of Professional Organizers"." Er fólk ekkert feimið við að sýna þér inn í skápa þar sem öllu er kannski troðið inn?! „Jú, eflaust er þetta erfitt fyrir suma, en erfiðara er að láta svona hluti sitja á hakanum endalaust og líða illa yfir því. Viðleitnin er að gera eitthvað í málunum." Nú er það oft svo þegar maður hefur til dæmis hjálpað vinum sínum að laga til, að maður vill gjarnan fylgjast með því hvort allt sé ennþá í lagi viku síðar. Vaknar aldrei svona forvitni hjá þér að vita hvort fólk fylgi þínum ráðum? „Mér finnst þetta tíma- og peningaeyðsla hjá fólki ef allt er komið í sama horf fljótlega, þó getur það alltaf gerst og gerist. Þá er best að fá mig aftur í heimsókn! Markmiðið er að sjálfsögðu að fólk nái að breyta hugarfari sínu til heimilisins og nánasta umhverfi." Ertu þá með „eftirfylgni" hringirðu og spyrð hvernig gangi? „Ég hef þá reglu að senda fólki línu eftir svona sex mánuði og spyr þá hvernig gengur." Hefur einhver notið aðstoðar þinnar tvisvar, þrisvar? „Ekki ennþá því ég hef ekki starfað við þetta það lengi, en ég á alveg eins von á því að það verði." Þetta með að stinga upp á þér sem jólagjöf hér í formálanum var ekki alveg úr lausu lofti gripið. Ég veit að fólki hefur dottið þú í hug þegar það vantar sniðuga gjöf ... Hefurðu verið „gefin"? „Ekki ennþá en það er góð hugmynd." Heldurðu að fólk geti móðgast ef maður gefur því skipuleggjara í jólagjöf?! „Það getur verið mjög einstaklingsbundið, ég vona þó ekki." Hvernig er í þínum eigin skápum? Allt í röð og reglu...?! „Að sjálfsögðu! Það er mjög þægileg tilfinning að hafa alla hluti á sínum rétta stað og geta gengið að þeim. Það fylgir því líka ákveðin ró! Á þessu heimili er ekki panik í gangi t.d. við að leita að bíllyklunum!" Fer þessi skipulagning einhvern tíma úr böndunum hjá þér?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.