Ský - 01.10.2004, Blaðsíða 11

Ský - 01.10.2004, Blaðsíða 11
EKKI MARKTÆKUR MUNUR Á LAUNAKRÖFUM KYNJANNA Á íslandi eru til fjölmörg fyrirtæki sem hjálpa fyrirtækjum og einstaklingum að finna störf og starfsfólk við hæfi. Okkur lék forvitni á því að vita hvort kynin beri sig öðruvísi eftir björginni og hvort atvinnurekendur líti öðruvísi á kynin þegar leitað er að vinnuafli. „Það er ekki marktækur munur á því hvernig fólk, sem er að koma úr háskólanámi, verðleggur menntun sína. En þegar fólk hefur verið í ákveðinn tíma á vinnumarkaði, þá detta alltaf inn einhverjir með óraunhæfar launahugmyndir og þar eru strákar í meirihluta," segir Hilmar Garðar Hjaltason sem starfar sem ráðgjafi við ráðningar hjá Mannafli. Verður þú var við að atvinnurekendur líti öðruvísi á konur en karla í starfi? „Nei, en það eru ákveðnar mýtur í gangi um að konur séu samviskusamri en karlar eða eitthvað í þá áttina. Þegar kemur að vali á milli tveggja eða þriggja einstaklinga er undantekningarlaust valinn sá sem er talinn hæfastur. Fagmennska hefur aukist mjög í ráðningum og flestir gera sér grein fyrir að hafa verður bæði kynin til þess að ná árangri. Menntun hefur verið að aukast almennt á vinnumarkaði, líka meðal kvenna.Við erum farin að sjá konur í öllum störfum, þær eru vörubílstjórar, læknar, forstjórar, hæstaréttardómarar, stjórnarformenn, ræstitæknar, þjóðleikhússtjóri, flugstjórar og lengi mætti telja. Ég held að það sé varla til sá maður sem segir að konur geti ekki leyst þessi störf eins vel og karlar, en vissulega eru einhverjir með fordóma og telja að konur séu síður fallnar til að sinna ákveðnum störfum. En ég held að svo muni alltaf verða. Við getum tekið dæmi um að sumir trúa á stjörnumerki og segja að þeir sem eru í ákveðnu merki séu ákveðnari en þeir sem eru í einhverju öðru. Ég held að svona röksemdarfærsla gangi hvorki upp í þessu tilviki né þegar talað er um kynin. Þegar við hættum að tala um kyn og förum að tala um einstaklinga þá minnkar þessi umræða smátt og smátt." Eru svokölluð kvennastörf ekki eins vel launuð og svokölluð karlastörf? „Konur eru í meirihluta í framlínustörfum og þau störf eru síður hátt launuð en sérfræðingsstörf sem krefjast sértækrar menntunar og/eða þekkingar. Þau störf þar sem auðvelt er að þjálfa nýtt fólk verða alltaf lægra launuð. í eina tíð var það svo að í frystihúsum landsins var bónuskerfi í gangi sem virkaði þannig að sá/sú sem afkastaði mestu var með hæstan bónus og fékk hæstu launin. [ þeim tilvikum var hraði það sem skipti máli og sá einstaklingur því dýrmætari en hinn sem vann hægar. Þetta kerfi gerði það að verkum að konur, sem voru i meirihluta í flökun og snyrtingu og unnu hraðast, höfðu hærri tekjur enlrerkstjórarnir, yfirmenn þeirra, og lyftarastarfsmenn sem voru aðallega karlmenn. Á þessum tíma var greinilega ekki verið að spá í kyn heldur hæfni. Svipað dæmi má taka úr síldarsöltun. Því miður sýna kannanir að launamisrétti er til staðar en ég trúi því að málin séu á réttri braut og það starf sem þrýstihópar vinna í dag skili sér til stjórnenda og í betri launa- og kynjavitund almennt.'Jj^ SKÝ I 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.