Ský - 01.10.2004, Síða 12

Ský - 01.10.2004, Síða 12
SKÝ 12 MISJAFNT HVERNIG FÓLK METUR HÆFNI SÍNA Guðný Harðardóttir hefurtuttugu ára reynslu í mannaráðningum. Hún er ein af frumkvöðlum Liðsauka, fyrstu ráðningar- þjónustunnar hér á landi, en hefur síðasta áratuginn rekið eigið ráðningarfyrirtæki, STRÁ. Hún var fyrst spurð að því hvort konur séu almennt ekki nógu góðir samningamenn. „Þær eru misgóðar - rétt eins og karlmenn." Hvað segja konur þegar þær heyra launaupphæð sem í boði er? Spyrja þær hvort þetta sé réttlátt? Spyrja þær hvort karlmaður í sömu stöðu fái sömu laun? Ef þeim er svarað satt og rétt, að svo sé ekki, þá hvað? Taka þær samt við þeim launum sem í boði eru? „Það á við bæði konur og karla að hvorugt kynið „diskúterar" réttlát laun í starfsviðtali. Þegar laun eru rædd er frekar að vinnuveitendur spyrji um launaóskir umsækjandans og ef þær hugmyndir samræmast engan veginn launum fyrir umrætt starf dettur umsækjandinn oftast út." Á umsóknareyðublöðum er oft spurt um launakröfur. Er áberandi munur á svörum karla og kvenna? „Það er misjafnt eftir stéttum. Algengara er að karlmenn séu fyrirvinnur og bendi á að þeir geti ekki unnið fyrir lægri laun en eínhverja tiltekna upphæð til að sjá fyrir fjölskyldunni. Það er mjög misjafnt hvernig fólk metur sjálft sig og hæfni sína. Þroskaðri einstaklingar hafa réttmætari sýn á eigin hæfni og getu og eru oft betur í stakk búnir til samninga um kaup og kjör. Umsækjandinn þarf líka að hafa marktæka reynslu og/eða menntun til að selja vinnuveitandanum svo þeir nái samkomulagi." Getur það beinlínis eyðilagt fyrir konu ef hún gerir of lágar launakröfur? Setja forstjórar þá samasemmerki á milli; léleg launakrafa = lélegur starfskraftur? ,Ég hef reyndar aldrei orðið vör við að umsækjendur um störf séu með of lágar launakröfur; menn eru almennt vel upplýstir um launin í landinu. Það er fremur að einhverjir hafi of háar hugmyndir um kjörin en hitt. tslendingar eru sannarlega ekki með þrælslund. Konur í æðri stjórnunarstöðum eru yfirleitt með sambærileg laun og karlar í svipuðum stöðum. Hjá opinberum fyrirtækjum er síður munur á launum kynjanna, þar ræður menntunin, reynslan og lífaldurinn úrslitum. Það er hins vegar sýnilegri munur hjá einkareknum fyrirtækjum og almennum starfsgreinum á launum karla og kvenna. Hvað með of háar launakröfur? Geta þær táknað of mikið sjálfsálit? „Já, en það veltur þó á bakgrunni viðkomandi, þ.e. menntun og reynslu. Kona sem veit að hún uppfyllir þær kröfur sem sóst er eftir gerir launakröfur í samræmi við það." KONUR SPÁ í FLEIRA EN LAUNATÖLUNA Hvað er það sem gerir að verkum að konur gera ekki háar launakröfur? Eru þær með svona lágt sjálfsmat, þiggja þær það sem að þeim er rétt, finnst þeim þær einfaldlega ekki meira virði en þetta? „Konur sjá oft hlutina í víðara samhengi, þær spá í starfið sjálft, starfsumhverfið, starfsandann og slíkt, jafnvel staðsetningu fyrirtækisins. Kona sem rekur heimili með annarri fyrirvinnu leggur oft meiri áherslu á þessi atriði en launin sjálf." Hvaða augum lítur þá kona sjálfa sig þegar hún leggur í langskólanám? Að það geri ekkert til þótt hún verji svo og svo mörgum árum og peningum í nám; hún muni hvort sem er aldrei fá eins há laun og karlmaður? Eða leggur hún upp með mikinn metnað, sem koðnar svo niður þegar kemur að því að fara að vinna fyrir sér? „Það er afar misjafnt á milli einstaklinga. Kona með langskólanám og marktæka starfsreynslu gerir kröfur um laun í takt við það." Tökum dæmi af fólki sem er að vinna við það sama. Þegar konan VEIT að karlmaðurinn er að gera nákvæmlega sömu hluti og hún, hvers vegna sættir hún sig þá við lægri laun fyrir sömu vinnu? „Laun eru yfirleitt trúnaðarmál og því erfitt að gera samanburð á launum í fyrirtækjum. Ég veit þess þó dæmi að kona var rekin úr starfi eftir að hún komst að því að samstarfsmaður, karlkyns, var með hærri laun fyrir sambærilegt starf. Að mati yfirmanns var um trúnaðarbrest að ræða." Er misjafnt að semja við konur, eftir því hvort þær eru fyrirvinnur eða ekki? „Já, sannarlega. Kona, ein fyrirvinna, hefur ríkari þörf fyrir hærri tekjur." Þýðir nokkuð að ræða þennan eilífa „launamun kynjanna' endalaust; þarf ekki einhver að taka af skarið? „Konur sjálfar hafa á stundum sýnt linkind, sérstaklega ef þær hafa aðra fyrirvinnu, eiga lítil börn og þess háttar. Fjölskyldan er sett i fyrsta sæti að mæðra sið." Heldurðu að yfirmenn skammist sín ekkert innst inni þegar þeir eru að ráða fólk til starfa og vita að konan fær miklu lægri laun en karlmaður við sömu störf? „Ég held reyndar ekki að svo sé, veit um ótal dæmi þess að vinnuveitendur hafi boðið konum áhugaverð störf og góð launakjör, en konur sjálfar hikað vegna ábyrgðar og yfirvinnu þeirrar sem fylgirt.d. ábyrgðarstörfum."^.

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.