Ský - 01.10.2004, Síða 14

Ský - 01.10.2004, Síða 14
■ > ■•••< «>» nytt... PÓLSKA BÚÐIN í HAFNARFIRÐI Stokrotka er nafn á litlu blómi, sem vex víða í Póllandi og Danmörku. Það er eftirlætisblómið hennar Mariu Valgeirsson frá Gdynia í Póllandi, sem hefur búið hér á landi í fimmtán ár. Maria saknaði pólsks matar, ekki ólíkt því sem íslendingar í útlöndum sakna hangikjötsins, Ópalsins og lakkríssins. Hún ákvað að gera eitthvað í málunum og í október í fyrra opnaði hún verslunina Stokrotka á Hvaleyrarvegi í Hafnarfirði. Verslunin er yfirleitt bara kölluð „Pólska búðin" manna á milli, en þangað hafa margir lagt leið sína til að kaupa ekta, pólska vöru. Maria selur alls kyns niðursuðuvörur, snakk sem framleitt er úr maís og því bæði fitu- og sykurlaust, pólskar pylsur, skinku, dósamat og barnamat. Búð sem er vel þess virði að heimsækja ... ÍSLENSKIR LOPAPEYSUBOLIR Frábær hugmynd, öðruvísi jólagjöf! Er ekki kominn tími til að senda eitthvað annað en leirkrús eða ullarteppi til vina og fjölskyldu erlendis? Það er hægt að vekja athygli á íslenskri hönnun á margan hátt og í versluninni IÐU í Lækjargötu er farið að selja boli með íslensku lopapeysumynstri. Bolirnir eru óður til íslensku lopapeysunnar, þar sem klassískt lopapeysumunstur er silkiprentað. Peysurnar eru tilvaldar fyrir þá sem ekki þola ull - nú eða á sumrin þegar er of heitt til að vera í lopapeysu. Ekki amalegt að sjá fólk af öllum þjóðernum spranga um með íslenskt lopapeysumynstur á barminum! SÆLKERABÚÐ í PERLUNNI 4. hæð. Til hægri. Kaffiterían. „Gourmet shop" stendur á skilti fyrir ofan salatbarinn. „Sælkeraverslun"? Salatbar??? Nei - beygja til hægri og sjá: Þarna blasir við í hillum alls kyns sælkeravarningur, meðal annars graflaxsósur sem matreiðslumeistarar Perlunnar hafa búið til, krydd, lax, humar og annað góðmeti. Þarna er líka hægt að kaupa eldhúsáhöld af öllum gerðum og er ekki nokkur vafi á því að sósurnar hætta að fara í kekki þegar maður notar áhöldin sem alvörukokkar nota! - Og vel á minnst: í framhaldi af sælkerabúðinni taka við hillur sem geyma muni tengda íslensku jólahaldi... KERTASLÖKKVARI KNUDS Fólk þarf ekki endilega að vera sérlega rómantískt til að njóta þess að kveikja á kertum þegar rökkva tekur. Danski arkitektinn Knud Johansen er einn hinna rómantísku sem veit fátt notalegra en sitja við kertaljós í góðra vina hópi, en honum finnst ekki eins skemmtilegt að ganga um húsið og blása á kertin í lok góðs kvölds! Þá kom honum í hug þessi frábæra lausn: Kertaslökkvari sem sér um að engin eldhætta skapast. Kertaslökkvarar Knuds eru framleiddir í gylltum og silfruðum litum og eru þeim eiginleikum gæddir að þeir eyðileggja hvorki kertin né kveikina, en það mun hafa verið helsti galli forvera þessa slökkvara. Hann er einfaldlega settur á þann stað á kertinu sem maður heldur að dugi það kvöldið og sjá: Þegar kveikurinn kemur niður að slökkvaranum, leggur hann takkana yfir kertið hægt og hægt og slekkur logann. Ekki amaleg eign þegar aðventan gengur í garð og við förum að hafa kveikt á aðventukransinum! Ef þið viljið sjá myndrænt hvernig þessi frábæra uppfinning virkar, bendir SKY á slóðina: www.lyseslukker.dk Slökkvararnir fást í öllum helstu blómabúðum og í Tékk-Kristal

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.