Ský - 01.10.2004, Side 18

Ský - 01.10.2004, Side 18
SKÝ 18 Margrét Bóasdóttir söngkona situr í stjórn Bandalags íslenskra listamanna, BÍL, með Tinnu. Þar hafa þær starfað saman í sex ár og Margrét þekkir því vel til starfa Tinnu þegar að félagsmálum kemur: „Tinna hefur þurft að glíma marga, snarpa glímuna við mismunandi sjónarhorn og hagsmuni hinna þrettán aðildarfélaga Bandalagins," segir Margrét. „Ég hef oft dáðst að ró hennar og einlægum vilja til að sætta sjónarhorn og finna lausnir, þar sem ekki er tjaldað til einnar nætur. Hún er sérlega dugleg og framtakssöm og kynnir sér vel þau mál sem unniðerað.Tinna hefur meðal annars lagtgrunn að endurvöktu samstarfi norrænna listabandalaga og hápunktur þess var nú í júní, þegar norrænu bandalögin funduðu hér í Reykjavík og hittu - í fyrsta sinn - alla norrænu menningarmálaráðherrana á samstarfsgrundvelli." Gunnlaugur Egilsson, sonurTinnu, starfarsem dansari íStokkhólmi og hann þarf ekki langan umhugsunarfrest þegar hann er beðinn um að lýsa móður sinni: „Ég hefði ekki getað fengið klárari konu fyrir mömmu. Hún sýndi mikinn skilning þegar við bræðurnir vorum á viðkvæmum aldri og lét okkur margoft hlaupa hringi í hverfinu ef við vorum erfiðir. Hún gat verið kröfuharður uppalandi, en um leið alltaf okkar besti félagi. Hún lagði snemma mikla áherslu á að virkja sköpunargáfu okkar. Það voru alltaftil litirog blöð og hún hafði alltaftíma til að föndra með okkur. Það er nokkuð sem ég hef fengið að njóta góðs af í dag. Við bræðurnir áttum snemma fjölmenna vinahópa og það var stundum erfitt fyrir mömmu að muna alla með nafni, en í dag er hún góðvinur félaga okkar og þekkir þá alla með tölu." Ásta æskuvinkona Tinnu telur leiðtogahæfileika Tinnu ekki endilega hafa komið í Ijós mjög snemma: „HÚN VAR STUNDUM EINFARI OG FREMUR LOKUÐ SEM BARN OG ÞÁ FLÍKAÐI HÚN EKKI TILFINNINGUM SÍNUM.” „Hún eryngstfjögurra kraftmikilla systkina og það hefur örugglega haft talsvert að segja að þessir eiginleikar hennar komu ekki fram fyrr en síðar. Sem barn var hún lítil eftir aldri, skapgóð og umburðarlynd og sjálf hefur hún lýst því að hún hafi misst af unglingsárunum að ýmsu leyti. Hún hljóp yfir 12 ára bekk, enda góður námsmaður, en eftir á að hyggja hefur hún sennilega ekki haft þann líkamlega og félagslega þroska sem þarf til að sleppa úr einum bekk. Þetta stóð henni fyrir þrifum og ég held hún hafi ekki notið sín sem skyldi á þessum árum." Flestum ber saman um að Tinna hafi alltaf haft gaman af að umgangast fólk, en þó segir Ásta að „hún hafi stundum verið einfari og fremur lokuð sem barn og þá flíkaði hún ekki tilfinningum sínum." Snædísi systur hennar kemur ekki á óvart að Tinna skuli nú setjast í stól þjóðleikhússtjóra: „Mér hlýnaði um hjartaræturnar þegar ég heyrði að hún hefði fengið ósk sína uppfyllta og hugsaði til föður okkar sem var alltaf tilbúinn við okkar hlið, hvatti okkur sífellt og kenndi okkur að meta það sem máli skiptir og að halda alltaf ótrauð áfram þó á móti blési. "Ábrattann til stjarnanna" voru einkunnarorð „HÚN TINNA LITLA SYSTIR ER GÓÐ MANNESKJA. OG ÞAÐ ER ALDREI NÓG AF GÓÐUM MANNESKJUM hans. Hann hafði metnað fyrir okkur og hjartagæska hans náði yfir okkuröll. Nú er hann hreykinn afTinnu Þórdísi ..." Tinna getur tekið gagnrýni og Sigurður Sigurjónsson segir að það sem hann þekki til hennar í slíkum málum, þá hlusti hún á gagnrýni og þegar hún sé á rökum reist taki hún henni eins og við á. I sama streng tekur Ásta æskuvinkona hennar: „Miðað við skaphöfn hennar, þá ímynda ég mér að hún taki gagnrýni fremur vel. Hún sýnir að minnsta kosti ekki annað." Snædís segir að móðir þeirra, Herdís Þorvaldsdóttir, hafi kennt þeim að meta listina, að stundum þurfi að fórna miklu fyrir listina, en hún gefi líka mikið: „Aðallistin felst þó í því að kunna sér hóf, vita hvenær leikurinn og lífið eiga ekki samleið. Þá list kann Tinna." Margrét Bóasdóttir nefnir sem dæmi um hæfileika Tinnu í félagsmálum að hún hafi verið beðin um að gefa kost á sér sem forseti listabandalaga í Evrópu. „Hún hefur unnið vasklega að því að koma á auknu samráði milli BÍL og stjórnvalda og borgar- yfirvalda og var gaman að sjá hrifningarviðbrögð forsvarsmanna Reykjavíkurborgar á fyrsta fundinum, eftir kynningu Tinnu á stefnumótunarvinnu BIL ásamt glæsilegri Power-Point sýningu, málinu til stuðnings." Að mati Margrétar er Tinna einstaklega vel máli farin, bæði í ræðu og riti og hefur oftsinnis verið beðin að vera í forsvari á opinberum fundum sem BÍL hefur átt aðild að. „Mér finnst hún mjög yfirveguð og vönduð manneskja, órög og ákveðin. Hún er fjarri því að vera skaplaus, en stillir sig vel. Hún er mjög dugleg og hlutirnir dankast ekki hjá henni. Hún kemur ekki sinni vinnu yfir á aðra; miklu fremur lendir of mikið á hennar könnu." Gunnlaugur sonur Tinnu segir að mömmu sinni líði best með eins marga bolta á lofti og mögulegt er: „Hún er driffjöður með ómælda framkvæmdagleði og það er ekki ósjaldan sem mín sumarfrí heima hafa breyst í vinnubúðir undir handleiðslu mömmu!" segir hann. Ef aðeins mætti lýsa Tinnu með einu orði eða tveimur, hver væru þau þá? „Falleg, að utan sem innan," svarar Ásta. „Tinna er, eins og nafnið gefur til kynna, skínandi, hörð og kveikir elda," segir Snædís. „Hún Tinna litla systir er góð manneskja. Og það er aldrei nóg af góðum manneskjum." Sigurður Sigurjónsson velur fimm orð: „Heiðarleg. Traust. Vinur vina sinna." Og Margrét Bóasdóttir segir: „Tinna er vönduð manneskja."

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.