Ský - 01.10.2004, Síða 20
Hvei* maduvinn?
JAY LENO
Stundum er maður eins og úti á þekju á kaffihúsi, í skólanum og í
vinnunni, Fólk er að vitna í eitthvað eða einhvern sem ég hef misst af.
Oftar en ekki voru þetta vangaveltur og endursagnir úr spjallþaetti Jay Leno,
Maður er nefnilega vart viðræðuhæfur hafi maður ekki séð Jay Leno á Skjá
1. Allir virðast horfa á þáttinn, flestir kunna brandarana og jafnvel þeir sem
hafa varla séð einn þátt vita a.m.k. hver maðurinn er. Samt virðist maður vita
furðu fátt UM Jay Leno, enda sér hann um að taka viðtölin, ekki að fara í
þau. Hann gerir miskunnarlaust grín að forsetum, ráðherrum, þingmönnum
og stórstjörnum Bandaríkjanna og tekst yfirleitt að hitta naglann á höfuðið af
einstakri og skemmtilegri kaldhæðni. En hver er þessi maður og hvernig varð
hann svona frægur?
GRÁTANDI GRANT
James Douglas Muir Leno hóf feril sinn sem skemmtikraftur á
næturklúbbum þar sem hann vílaði ekki fyrir sér að vinna allt að
þrjúhundruð daga á ári. Ekki bara var hann þekktur sem grínisti
heldur einnig sem mikill áhugamaður um mótorhjól og bíla, enda á
hann í dag 30 bíla og 40 mótorhjól! Þátturinn „Tonight Show with
Johnny Carson" varfyrir löngu orðinn álíka fastur í sessi og Kastljós
hér á Fróni og þegar Johnny ákvað að víkja úr stólnum fyrir aldurs
sakir þótti erfitt að fylla það skarð. Þó komu tveir sterklega til greina,
Jay Leno og David Letterman. Baráttan var mjög hörð því þeir þóttu
jafnlíklegir. Letterman hafði verið með þátt á eftir Johnny Carson á
sömu stöð en þar sem Leno hafði oft hlaupið í skarðið fyrir Carson
hafði hann þvívinninginn og tókviðstólnum. CBS (helsti keppinautur
NBC sjónvarpsstöðvarinnar, sem sendir út „Tonight Show") bauð
þá Letterman að koma yfir til sín fyrir dágóða summu svo mér skilst
að hann eigi fyrir salti í grautinn þótt hann hafi misst af tækifærinu
að feta í fótspor Carsons (Kaldhæðin? Ég?l). Þetta var árið 1992
og jafnvel þó að Letterman fengi Emmyverðlaun fyrir bestu þætti
næstu árin var það kærkomið þegar Jay loksins fékk styttuna árið
1995. Það hefur væntanlega ekki skaðað áhorfið það árið að hann
fékkfyrsta sjónvarpsviðtalið við Hugh Grant eftir að hann var gripinn
með vændiskonunni Divine. Fram að því hafði Letterman yfirleitt
fengið meira áhorf en Jay Leno, nema þegar „sérstaka gesti bar að
garði" eins og við íslendingar segjum, eins og fyrrnefndan Hugh
Grant eftir jafnmikinn „skandal"! Ekki sakaði að Hugh Grant fór að